lørdag den 25. august 2007

Laugardagsfærsla

Fjölskyldurólegheitardagur í dag. Vorum heima í rólegheitum. Eiríkur fór hjólandi með Siggu í stóra innkaupaferð inn í Herlev. Sigga hjólaði sjálf. Er orðin mjög örugg að hjóla. Þau keyptu allt mögulegt, meðal annars eitthvað gott til að bjóða Guðmundi uppá sem kemur í fyrramálið. Á meðan lékum við okkur, ég og Björn Orri og hann hjálpaði mér með þvottinn. Þegar þau feðgin komu úr innkaupaferð fórum við öll beint í strætó (og Metro) til Fredriksberg og fórum sem sagt í garð þar. Við gengum um garðinn og fengum okkur hressingu og fundum leiksvæði þar sem krakkarnir undu sér lengi vel. Lukum okkar vera þarna með bátsferð um garðinn sem var mjög skemmtileg. Gengum svo um hverfið í dággóða stund í leit að matsölustað sem hentugt væri að vera með börn og það tók svolítinn tíma. Kynntumst í leiðinni hverfinu ágætlega. Fundum svo eftir mikla leit ítalskan stað rétt áður en við gáfumst upp.
Í gær fórum við líka í hjólaferð eftir skólann til Herlev í leit að fótboltaskóm fyrir Eirík vegna fyrirhugaðs bjórbolta. Sigga hjólaði líka sjálf þá. Við keyptum líka leikfimiskó fyrir Siggu í leiðinni. Ég gekk framhjá fiskbúð og hugsaði með mér að mig langaði svo í fisk og gott væri að láta á reyna hvort fiskurinn væri góður. Var farin að sakna þess að fá fisk að borða. Fiskurinn var saltur, keypti löngu, og dýr. Kostaði 95 kr minnir mig, 500 gr. Hugsaði með mér, sem betur fer er Eiríkur ekki í mat. Vá, hvað fiskur er dýr. Ekki einu sinni ferskur. Hér er gott ef hann kemur 2 svar í viku. Ég eldaði þetta eftir minni bestu getu og börnunum fannst þetta gott. Björn Orri makaði matnum og henti útum allt undir lokin og sullaði niður á nýja dúkinn okkar. Svo nú eru komnir blettir eftir fyrstu notkunina. Börnin voru líka að fá kojur, ný rúm í gær og Björn Orri ákvað að hann vildi ekki sofa þarna. Hann lét öllum illum látum allt kvöldið þar til hann gafst um um 23 ca. Þannig að rólegheitakvöldið sem við Sigga höfðum planað saman fór fyrir bý. Ég var allt kvöldið að reyna að slappa af, elda í rólegheitum og borða í rólegheitum og að lokum að horfa á barnamynd með börnunum en allt snerist við. Ég var bara í því að róa strákinn niður og þrífa eftir hann. Sigga var mjög svekkt. Við fengum meira að segja eftirmat. Jarðarber með rjóma og sykri og niðurskorinn ananas. Börnunum þótti það gott. Við keyptum jarðarberin hjá grænmetis- og ávaxtasala sem spurði okkur hvort við værum frá Ísrael. Mér brá svo og hélt að hann myndi jafnvel neyta okkur um viðskipti vegna þess að hann væri sjálfur hugsanlega múslimskur Tyrki þannig að ég flýtti mér að leiðrétta það og hann afgreiddi okkur með bros á vör.
Við erum léleg að taka myndir en eigum samt myndir sem við eigum eftir að setja á netið. Reyni að bæta úr því þegar brósi fer. Bið að heilsa í bili.

3 kommentarer:

Anonym sagde ...

Gaman að frétta frá ykkur og gott að heyra að allt gangi vel. Biðjum kærlega að heilsa Siggu og Birni Orra

Anonym sagde ...

Komið sæl
við Lovísa vorum að skoða myndirnar frá fyrsta skóladegi Siggu. Lovísa byrjaði í skólanum á föstudaginn og er ánægð. Er við skoðuðum skólann sl. miðvikudag þá sáum við nafnið hennar Siggu á spjaldi við hlið Lovísu. Það stóð til að þær sætu hlið við hlið. Svo á föstudaginn var búið að fjarlægja spjaldið. Verðum að viðurkenna að við söknum ykkar og nafn Siggu ber oft á góma hér á bæ. Lovísa biður að heilsa Siggu og við ykkur öllum. Hún vill koma því til skila að það hafi verið gaman að leika við hana. Kær kveðja Lovísa og Halla

Anonym sagde ...

Úff, kannast við svona daga þegar maður byrjar fullur af dugnaði og jákvæðni....og svo fer gjörsamlega allt í klessu....híhíhí..og maður horfir svo á börnin sín um kvöldið alveg hissa á englasvipnum...
knús
Fífa