Fyrsti dagurinn á leikskólanum gekk vel. Leikskólinn heitir Kærnehuset og er hérna á kollegíinu. Fyrst vorum við inni að leika, svo var börnunum safnað saman á dýnu og þau sungu nöfn allra á deildinni. Deildin hans heitir Sommerfuglerne. Eftir það fóru þau í leik saman að læra litina og að para saman hluti. Björn Orri hékk bara í fanginu á mér eða var að leika einn. Loks fengum við að fara út að leika og þá naut hann sín betur. Margir íslenskir krakkar eru á leikskólanum þannig að auðvelt er fyrir byrjendur að finna leikfélaga og tjá sig. Annars eru líka handalögmálin notuð í samskiptum þegar rifist er um dót. Björn Orri er mjög hrifinn af alls kyns stórum bílum og hjólum sem eru úti á lóðinni. Annars tók íslensk vinkona Siggu hann alveg að sér og þau gleymdu sér í leik. Ég lét mig bara hverfa inn í húsið á meðan. Leikvöllurinn er fullur af sandi og svo eru stígar til að hjóla eftir, stétt við húsið og smá gras. Einnig eru stór tré á lóðinni. Leiktæki eins og bílar eru teknir út úr skúr á morgnana og svo eru tvær rólur, rennibraut, hús og sandkassi, þetta klassíska. Ég sá að stóru drengirnir voru mjög uppteknir í framkvæmdum við að færa til trjágreinar sem höfðu dottið, fullar af laufi. Minni krakkarnir fundu kónguló og hún var fönguð í lítið plasthús og stóð þar á borði svo allir gætu skoðað. Miklar framkvæmdir eru líka við leikskólann núna og voru krakkarnir einnig að fylgjast með því. Verið er að gera við húsnæði og taka lóðina í gegn. Til dæmis fór einn leiðbeinandinn (karlmaður) út fyrir í niðurrif á skúr. Fastur liður hjá okkur Birni Orra þegar við komum við á leikskólalóðinni er að heilsa uppá hænsni sem eru laus fyrir utan girðingu. Haninn er sérstaklega fallegur, svona svarbrúnn og grænn eins og íslenskir hanar.
Á morgun ætlar Björn Orri að koma með mat með sér og borða á leikskólanum og ég skrepp frá þegar börnin fara út að leika, um 10, og kem aftur að sækja eftir mat um 11:45.
Nú förum við að sækja Siggu á eftir og förum svo niður í bæ að koma af okkur töskum sem þurfa að fara aftur til Íslands.
Biðjum að heilsa öllum,
Glaðsaxarnir.
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
7 kommentarer:
Þetta hljómar sem skemmtilegur leikskóli. Vona að það gangi vel hjá honum:) Rigning og rok á Íslandi, haustið greinilega að koma með trompi.
Hljómar skemmtilega...held að það myndi samt ekki ganga að hafa hænsni hjá leikskólabörnum hér heima...allir ennþá með fuglaflensuparanoju...
kv
Fífa
örugglega skemmtilegur leikskóli. Er hrædd um að fiðurfé myndi ekki ganga hér vegna fuglaflensuparanoju...
Spes...pósturinn minn hverfur bara...ánægjulegt að litli kútur aðlagast vel. Máni er alltaf að minnast á hann af og til. Skilur ekkert í því af hverju við förum ekki bara í heimsókn að leika við Björn Orra eða eins og Máni segir "strákinn minn"
kv
Fífa
Er ekkert að gerast í DK þessa dagana?
kv. Unnur
Vesen með spam hér, þannig að ég tók þá ákvörðun að ritskoða kommentin. Þau sem sagt birtast ekki fyrr en ég samþykki.
Kv. Auður.
Send en kommentar