mandag den 24. september 2007

Kaupmannahafnarlífið

Við vorum svo harðákveðin í því að vera án bíls að bíllinn okkar gaf upp öndina áður en við fluttum út. Nú erum við komin á aðra skoðun. Auðvitað skiptir svolitlu máli staðsetning íbúðar og það er einmitt málið. Okkar íbúð eða hús er ekki vel staðsett miðað við strætó- og lestarsamgöngur. Of mikið vesen ef við erum að kaupa inn og kaupa stóra hluti. Svo gefur bíll okkur líka frelsið að geta farið útúr borginni á stuttum tíma. Þannig að núna eyðum við kvöldunum á netinu að skoða bíla. Eiríkur fer í kvöld að skoða einn sem okkur leist vel á.
Mér finnst þetta hálfleiðinlegt því ég var svo ánægð með minn umhverfisvæna lífsstíl sem ég aðhyllist meira og meira en þá bara skiptum við bílnum seinna uppí umhverfisvænni bíl.
Talandi um umhverfisvænt þá er auðvelt að lifa umhverfisvænt hér. Mikið um vistvænar og lífrænar vörur og oft ekki mikið dýrari, jafnvel sama verð oft og á óvistvænu eða ólífrænu. Borgarbúar hafa fyrir löngu aðhyllst þennan lífsstíl og nú dreifist hann út um landið.
Ef þeir þétta Metrokerfið það mikið og dreifa því lengra út þá losnum við kannski einhvern tíma við bílinn?
Við höfum að minnsta kosti haldið okkur í formi síðan við fluttum. Við göngum heilmikið og hjólum. Það er gaman og við höfum kannað hverfið okkar ágætlega þannig. Vonandi höldum við því áfram og hvílum bílinn vel.
Sendi inn myndir af nýja félaganum við fyrsta tækifæri.

K.H.

7 kommentarer:

Burkni sagde ...

Þið gerið það pottþétt, ég meina þegar Eiki fór að eignast bíla á Íslandi var hann áfram mjög duglegur að hjóla :)

Anonym sagde ...

Sæl öll

Fyrst þið eruð að leyta að umhverfisvænum bíl þá var góð frétt um þetta hér um daginn. Samkvæmt nýjustu rannsóknum þá eru bandarískir bensínhákar umhverfisvænustu bílarnir á markaðnum!!! Þannig hér læt ég fylgja með nokkrar umhverfisvænar tegundir (allar V8 minimum), Grand Cherokee, Yukon, Suburban, Expedition, Excursion, Hummer, Escalade, Navigator, Aviator. Bara muna umfram allt, alls ekki Toyota Prius eða Yaris eða álíka bull kerlingabíla!!!
Annars bið ég að heilsa í danska amtið, fer væntanlega í annað konundæmi seinnipart vikunnar, Saudi Arabia!!
Kærar kveðjur
Flugdólgurinn!

Anonym sagde ...

Sæl öll

Fyrst þið eruð að spá í umhverfisvænan bíl þá skv. frétt á mbl.is eru bandarísku bensínhákarnir umhverfisvænastir þegar allt er tekið inní. Þannig hér eru nokkrar tegundir sem vert er að skoða: Hummer, Escalade, Yukon, Denali, Suburban, Excursion, Expedition, Navigator, Aviator, F350 og F250 (gott skott), svo minni bílar eins og Grand Cherokee, Explorer o.s. frv.
Veit að listinn er ekki tæmandi en vonandi hjálpar hann og þið getið þá huggað ykkur í lok dags að þið hjálpið umhverfinu á "grænum" bíl!
Er loksins að fara vinna en veit ekkert hvar ég enda, lítur út fyrir Kína núna en hver veit "it´s not a job, it´s a lifestyle!"
Bestu kveðjur
Dólgurinn

Anonym sagde ...

Hæ hæ, já mér líst vel á þenna umhverfisvæna lífstíl:) ..en getur verið erfitt að vera án bíls stundum.

Kveðja
Anna Fanney

Anonym sagde ...

Ahh mer list betur a umhverfisvaenan tvinnbil en engan bil.
kv
madame fifa i lyon

Auðríkur sagde ...

Gaman hvað mikill áhugi er á bílakaupum. Ekki hafa of háar hugmyndir. Fáum ekki flottan bíl á stúdentaláni og bílar eru dýrir hér. Hrædd um að fáir umhverfisvænir bílar séu í boði framleiddir 1995 eða eitthvað álíka.

Í sambandi við hjólið þá er það ekki lengur til staðar. Eitthvað sem verður að redda um helgina líka. Þ.e. nýju hjóli. Fín afmælisgjöf það, ha?

K.H.

Fjóla sagde ...

Já stundum er bara svo assgoti erfitt að vera umhverfisvænn þegar þjóðfélagið bíður illa uppá það hmm. Skiljanlega erfitt að dröslast með krakkana og stóra matarpoka í strætó... Gangi ykkur vel í bílakaupunum.

Kv. Fjóla