Ég sat rétt áðan með Siggu í foreldraviðtali og hún skildi hvert einasta orð sem sagt var. Ég er svo stolt af henni. Eftir viðtalið þar sem kom fram að allt gengi vel hjá henni skýrði hún það út fyrir mér að hún hefði allt í einu byrjað að skilja dönskuna. Amma hennar á himnum hefði kannski galdrað skilninginn til hennar. Hún skildi fyrst ekki neitt og svo allt í einu skildi hún allt. Voða skrítið. Nú er hún hamingjusamari í skólanum. Hún er dugleg að bjarga sér ef hana vantar orð þá bendir hún bara og notar líkamann mikið. Svo hefur komið sér vel að eiga einn íslenskan vin sem talar bæði tungumálin. Sigga er búin að vera með skólanum í sveitinni alla vikuna að skoða dýrin og veiða fisk í net. Hún hafði gaman af því. Enn er hún á milli mála þannig að hún á erfitt með að segja frá öllu sem er að gerast í skólanum á íslensku því hún veit bara hvað var að gerast á dönsku. Ég reyni samt að fiska þetta uppúr henni.
Í kvöld fer ég svo á foreldrafund hjá leikskólanum hans Björns Orra. Þar verður kynning á starfseminni og kosið í foreldraráð.
Kærlig hilsen,
Auður.
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
1 kommentar:
Vá hvað hún er dugleg :) Þessir krakkar eru alveg ótrúlegir. Ný tungumál síast inn á methraða. Gott að vera ferskur!
Kv. Fjóla
Send en kommentar