Við afrekuðum að skoða nokkrar kirkjur, fara á Ufizzi listasafn (sjá meðal annars Venus og Flóru og Madonnu í hundruðum útgáfa), fara á carnival í Viareggio, sjá skökku turnana í Bologna, læra smáítölsku, borða ótrúlega góðan mat, fara á safn með fallegum Stradivarihljóðfærum og Davíð sjálfum, kynnast skemmtilegum íslenskum stelpum Láru og Svövu, læra að treysta alls ekki á lestarkerfið á Ítalíu, vera saman mæðgurnar, læra að villast og rata aftur á aðeins mjög fárra fermetra svæði í Firenze og margt fleira en ekki síst að verja yndislegum tíma með Guðmundi. Takk Guðmundur!
Erum annars heima í dag í flensubæli. Sigga er að ná sér en Björn Orri að byrja. Brjálað að gera í skólanum hjá Eiríki nú þegar og ég farin að reyna að plana sumarið. Ætla að reyna að vera þrjár vikur á Íslandi frá 21. maí. Tek skriflegt dönskupróf 20. maí og fer svo í munnlegt í júní. Erum svo að láta okkur dreyma um ferð niður til Þýskalands/Frakklands í sumar í staðinn fyrir fjórðu vikuna á Íslandi sem sagt. Skólinn hennar Siggu fer í sumarfrí um miðjan júní til miðs ágústs en opið verður í frístundarheimilinu. Hef ekki kynnt mér sumarfrí leikskólans þannig að ég á eftir að pússla þessu öllu saman. Eru einhverjar skoðanir á þessu? Séróskir? Vildum auðvitað líka vera í allt sumar á Íslandi en því miður er skóli og vinna og mest peningaleysi að koma í veg fyrir það.
Kveðja,
Auðríkur.
p.s. sjá www.picasaweb.google.com/audurbj