mandag den 18. februar 2008

Heimsókn til Guðmundar í Firenze

Yndislegri heimsókn er lokið til Guðmundar. Við höfðum það óskaplega gott. Vetrarfrí var hjá Siggu í skólanum og ákáðum við að skella okkur í ferðalag. Gallinn var að við vorum bara tvær og Eiríkur (ekki frí í skólanum) og Björn Orri voru eftir heima. Við Sigga höfðum nóg að gera við að drekka í okkur öll söfnin og staðina að sjá. Við nutum þess líka að fá okkur gott kaffi og kakó á morgnana og svo gelato í eftirmiðdaginn. Guðmundur var góður gestgjafi og sagði okkur svo vel frá öllu að þetta er allt enn ferskt í kollinum á okkur, næstum alveg.
Við afrekuðum að skoða nokkrar kirkjur, fara á Ufizzi listasafn (sjá meðal annars Venus og Flóru og Madonnu í hundruðum útgáfa), fara á carnival í Viareggio, sjá skökku turnana í Bologna, læra smáítölsku, borða ótrúlega góðan mat, fara á safn með fallegum Stradivarihljóðfærum og Davíð sjálfum, kynnast skemmtilegum íslenskum stelpum Láru og Svövu, læra að treysta alls ekki á lestarkerfið á Ítalíu, vera saman mæðgurnar, læra að villast og rata aftur á aðeins mjög fárra fermetra svæði í Firenze og margt fleira en ekki síst að verja yndislegum tíma með Guðmundi. Takk Guðmundur!
Erum annars heima í dag í flensubæli. Sigga er að ná sér en Björn Orri að byrja. Brjálað að gera í skólanum hjá Eiríki nú þegar og ég farin að reyna að plana sumarið. Ætla að reyna að vera þrjár vikur á Íslandi frá 21. maí. Tek skriflegt dönskupróf 20. maí og fer svo í munnlegt í júní. Erum svo að láta okkur dreyma um ferð niður til Þýskalands/Frakklands í sumar í staðinn fyrir fjórðu vikuna á Íslandi sem sagt. Skólinn hennar Siggu fer í sumarfrí um miðjan júní til miðs ágústs en opið verður í frístundarheimilinu. Hef ekki kynnt mér sumarfrí leikskólans þannig að ég á eftir að pússla þessu öllu saman. Eru einhverjar skoðanir á þessu? Séróskir? Vildum auðvitað líka vera í allt sumar á Íslandi en því miður er skóli og vinna og mest peningaleysi að koma í veg fyrir það.

Kveðja,
Auðríkur.

p.s. sjá www.picasaweb.google.com/audurbj
Posted by Picasa

mandag den 11. februar 2008

kvedjur fra firenze

erum her ad lifa lifinu i firenze maedgurnar. vildum bara heilsa ykkur. von er a aedislegum myndum thegar heim er komid. lelegt simasamband hja okkur og tokst ekki ad svara sms fra ommu sigrunu. kemur seinna. allt gott ad fretta semsagt og hofu thad gott. heppin med vedur og mjog gott a karnivalinu i gaer sem var frabaert en meira seinna. erum ordnar svangar.

ciao,
sigga og audur.