søndag den 19. oktober 2008

Haustfríið


Kominn sunnudagur og skólinn byrjar á morgun með allri rútínunni. Við fögnum því eftir nokkurra daga óreglu. Við erum búin að orka að fara á barnaleikfangasafn, þjóðminjasafn, leika saman, elda hangikjöt og hafa það huggulegt. Á eftir ætlum við svo í sund.

Björn Orri er búinn að vera tvær vikur bleiulaus og gengur vel. Hann er óskaplega stolltur af því og við spörum ekki hrósin. Meira að segja duglegur að segja til þegar við erum ekki heima.
Sigga er að fá mjög fullorðinslegan svip með risafullorðinstönnum. Henni gengur vel með heimanámið og í skólanum.
Gullkorn:
Sigga: Afhverju usshar strætó alltaf á fólk? Afhverju má maður ekki tala í strætó?
Mamma: ha, ha, ha, ha....eh?!!!! (einhver ræða um loftið í strætó).

Hér er annars komin mikil hrekkjavökustemmning og Sigga búin að ákveða sitt gervi. Kemur í ljós, ætla ekki að segja það hér.

Var annars loksins að hlaða inn myndum frá sumrinu og svo er von á fleiri úr haustfríinu. Þannig að nóg að gera þar.

2 kommentarer:

Anonym sagde ...

Rosalega notalegt hjá ykkur. Við erum búin að vera duglegri en venjulega að hitta vini og ættingja.

kv
Fífa

Auðríkur sagde ...

Já, frétti af kaffboði hjá þér í dag til dæmis. Það er líka mjög skondið að þið séuð aftur svona samferða. Já, voða notalegt hjá okkur í DK. Bið að heilsa öllum vinum og verið sem duglegust að hittast það er svo gaman.