torsdag den 2. oktober 2008

Við eigum ammæli í dag

Já, já hér var afmælisbarnið vakið með köku og mjólk og afmælissöng en svo fór það í skólann sinn. Hann fékk lofyrði til að kaupa hjólabuxur, treysti mér bara ekki til þess. Svo fékk afmælisbarnið sushi, hjólaljós, þýskt hvítvín, hjartateikningar og lagköku um kvöldið.

Fleiri afmæli: Annars var eitthvað afmæli hjá hernum í gær, náði því ekki og yfir Kaupmannahöfn flugu 20 herþotur, kannski svona F16 sem eru á leið til Afgan.

Nú er bara að sjá hvernig dagurinn í dag fer. Byrjaði ekki vel, smáfólkið ekki í góðu skapi þegar það þurfti að fara á leikskóla og í skólann í morgun. Það verður samt sótt snemma og eitthvað skemmtilegt dundað í dag.
Sigga og Eiríkur eru búin að vera að hnoða einhverju saman.

Hér eru líka góðir gestir, foreldrar mínir. Við höfum því gert ýmislegt síðustu daga. Farið í hallarferðir, hjólaferðir og svo fórum við hjónin í gott matarboð og notuðum okkur pössun hjá nýkomnum gestum okkar.

Framundan er heil vinnu- og skólavika en að henni lokinni er haustfríið og ætlum við að njóta þess að vera saman fjölskyldan einhverja daga og gera eitthvað spennandi í nágrenni Kaupmannahafnar í haustfríinu, höfum ekki mikla peninga úr að spila eins og margir reyndar ættu að kannast við þessa dagana. Við höldum bara niðri í okkur andanum.

Bið þá að heilsa ykkur öllum í bili. :)

4 kommentarer:

Burkni sagde ...

Til hamingju krútin mín ...

Anonym sagde ...

Til hamingju öll og njótiði haustfrísins, ég var svo heppin að fá tvo frændur mína sem búa allra jafna í Noregi í heimsókn í haustfríinu núna. Það finna allir fyrir kreppunni hérna á klakanum held ég. Verðum bara að vera nægjusöm og njóta mannauðsins, þröngt mega sáttir sitja og svo framvegis..
kveðja og knús til allra
Fífa, Pétur, Hlynur, Máni og bumbubúi.

hekla sagde ...

Til hamingju með dagana bæði tvö. Gangi ykkur allt í haginn og njótið frísins.
Hekla

Anonym sagde ...

Krúttó afmæli. Ég ætla sko rétt að vona að Eiríkur hafi launað greiðan og gert eitthvað huggó á þínum degi.

Og til lukku með nýjar hjólabrækur Foli, vonandi eru þært kósý;)

Hafið það sem best með góðum gestum.

Heyrumst svo bráðlega
Kv. Steinunn