torsdag den 13. september 2007

Reglan að komast á

Ró er að færast yfir okkur og við að venjast nýju lífi. Börnin í skóla og leikskóla á morgnana og Eiríkur í skólann. Ég fer þrisvar í vinnuna og bara í 5 tíma í senn. Þannig að ég tel á mér hárin allan hinn tímann sem ég hef útaf fyrir mig hér. Ætlaði að ganga í íslenska kirkjukórinn en lítur út fyrir að hann sé að lognast út af. Ég fer að horfa í kringum mig eftir einhverju öðru að gera. Reyndar er stelpubolti á miðvikudögum með stelpunum á kollegíinu. Eiríkur er líka að reyna að feta sig í félagslífinu og gengur betur en mér eins og alltaf. Spilar stundum bolta og blaðrar við alla og þekki því alla, einhvern undraverðan hátt. Sigga er óheppin að engin íslensk jafnaldra hennar er hér en hún leikur mikið við stelpuna við hliðiná okkur sem er 4 ára, hana Andreu. Hún er með Birni á leikskólanum og tekur það mjög alvarlega að passa hann vel fyrir mig því þau leika víst mikið saman þar. Sigga sagði við mig um daginn að hún vildi eiga strákavin. Það er nóg af þeim hér. Veit þetta á gott?

Ingen kommentarer: