onsdag den 28. november 2007

Afmæli Siggu Höllu

Í dag á hún afmæli stelpan mín. Loksins er stundin komin sem hún hefur talið niður til lengi, lengi. Ljós punktur í útlandinu. Við byrjuðum daginn eins og vanalega á afmælum að vekja afmælisbarnið með köku með kertum og afmælissöng. Svo settumst við öll við borðið og gæddum okkur á súkkulaði og heitu kakói. Sigga fékk að opna afmælispakka frá okkur. Hún veit ekki að það komu nokkrir pakkar frá Íslandi. Ég ætlaði að koma henni á óvart eftir skóla. Kærar þakkir fyrir hennar hönd fyrir að hugsa fallega til hennar. Þetta gleður hana mikið og verður svona minna sjokk fyrir hana svona stórfjölskyldulausa hér úti. Afi hennar er nú samt í heimsókn þannig að það reynir mikið á hann að vera fulltrúi ykkar allra. Sem betur fer vegna þess að pabbi hennar er horfinn af heimilinu. Verkefnaskil í vikunni. Seinna í dag verður julehygge með bekknum hennar Siggu þar sem verður sungið og borðað jólaguffelse. Planið er að fara svo eftir það á julefrokost hér á kro í hverfinu. Sigga er svo búin að bjóða nokkrum (7) krökkum á laugardaginn til sín. Þremur stúlkum sem hún leikur mest við í bekknum, þremur stúlkum sem hún leikur mest við frá kollegiet og einum dreng úr bekknum sem hún leikur við. Við reynum að setja myndir inn fljótlega. Have en god dag! Hej.

Arnar og Harpa til hamingju með daginn í gær. Hugsaði mikið til ykkar.

KH
Auður.

4 kommentarer:

Anonym sagde ...

Til hamingju með prinsessuna :-)

Kveðja,
Eva

Auðríkur sagde ...

Tusind takk.

Anonym sagde ...

Sæl öll sömul.
Innilega til hamingju með 6 ára afmælið elsku Sigga mín. Betra er seint en aldrei. Gott að vita hvað þið hafið það notalegt þarna. Við (systkin og makar og nokkrir aðrir) erum að fara út að borða í kvöld í tilefni 55 ára afmælis Rúnars bróður. Sjávarkjallarinn varð fyrir valinu. Hafið það alltaf sem allra best.
Stórt knús frá Ellu og fjölskyldu.

Auðríkur sagde ...

Takk fyrir kveðjurnar og takk fyrir pakkana fyrir hönd Siggu. Þetta er allt vel þegið og gladdi hana mikið. Hún er búin að hafa það mjög gott í dag, laugard. 1. des. Hér var alþjóðleg barnaafmælisveisla og mikið fjör. Til hamingju með daginn Rúnar og svo Hjördís og Burkni á morgun. Úff, svo mörg afmæli að muna.
Komið þið svo ekki í kaffi hingað bráðum? Veitingarnar bíða ykkar.
KH. Auður, Eiríkur, Sigga Halla og Björn Orri.