torsdag den 27. december 2007

Takk fyrir okkur



Takk kærlega fyrir okkur. Öll jólakortin og pakkana. Þið kannski sjáið það á myndunum hvað sérstaklega börnin voru glöð með allt.

Í dag fórum við í göngutúr í Frederiksberg Have og börnin voru dugleg að ganga sjálf. Við fórum að gefa öndunum. Þegar við vorum búin að taka brauðið og börnin úr kerrunni var hún orðin svo létt að hún rann beint útí síkið. Ekki geðslegt. Þarna var líka hægt að fara á skauta og voru margir á skautum. Hægt að leigja á 40 dkr. á tímann.

Okkur leiðist líka greinilega mikið og lengir eftir heimsókn því við vorum öll svo viss um að þau væru að koma í dag, mamma, pabbi, Unnur og Burkni að öll plönin í dag miðuðust við það og ekkert verið að skoða það neitt frekar. Enn einn dagurinn bíður því okkar. Hvað ættum við að gera á morgun? Hmmm...Eiginlega alltof margir möguleikar.


Kveðjur,
Auður, Eiríkur, Sigga Halla og Björn Orri.

mandag den 24. december 2007

fredag den 21. december 2007

Jólaundirbúningurinn á fullu

Allt á fullu hérna eins og á flestum öðrum stöðum, geri ég ráð fyrir. Taka til, þvo þvott, hugsa um börnin, ganga frá þvotti, kaupa jólamatinn, leika við börnin, skrifa jólakveðjur, þurrka af, þvo gólf, kaupa síðustu jólagjafirnar og margt fleira.

Guðmundur kemur eftir nokkra tíma, kl. 16. Björn Orri var í fríi í dag á leikskólanum og Sigga var á jólahátíð í sínum skóla.

Á aðfangadag stillum við svo allar klukkur uppá nýtt á íslenskan tíma og hlustum á rúv á netinu. Við borðum andabringur með appelsínusósu og gómsætu grænmeti a la Eiki. Við keyptum danskt greni sem ég vona að haldi barri. Það bíður úti eftir að komast inn og verða skreytt á Þorlák en annars er orðið jólalegt hjá okkur. Í desembermánuði hef ég komist yfir það að baka nokkrar tegundir af smákökum og meira segja lögðum við Eva í að baka Sörur sem heppnuðust mjög vel. Á jóladag ætlum við svo að fara í íslenska jólamessu og fá okkur svo hangikjöt þegar við komum heim. Annan í jólum ætlum við svo að fara á jólaball hér á kollegiinu. Svo koma foreldrarnir og systir og Burkni 27. des. og ætlum við að reyna að halda uppá áramótin saman.

Hér er snjólaust og búið að spá því svo sem lengi en ljósin skreyta mörg hús hér og mörg skreytt jólatré úti. Einnig eru verslunargöturnar vel skreyttar svipað og Laugavegurinn og Strikið slær allt út með ljósaflóði. Sem sagt 100% líkur á rauðum jólum.

Engin jólakort voru skrifuð hér á bæ en því verður reddað öðruvísi.

Jólakveðjur,
Glaðsaxarnir.

onsdag den 5. december 2007

Sæl öll
Nú er það skóladrengurinn sem bloggar. Er að horfa á tónleika með Elvis Presley í sjónvarpinu. Ég hef aldrei séð tónleikaupptöku með honum áður og vissi ekki að hann var svona mikill húmoristi. Er bara að átta mig á því núna hvað hann var mikill snillingur. Skil núna afhverju hann var svona djöfull vinsæll. Hann hafði "ÞAÐ" eins og það er orðað. Þegar hann byrjaði á laginu "In the Gettho" fékk ég svona vellíðunar gæsahúð eins og ég fæ alltaf þegar ég heyri góð lög í góðum flutningi. Þegar ég sá hann flytja þetta varð ég fullviss um að þetta er eitt af bestu lögum allra tíma. Í framhaldi af því fór ég að hugsa hvað eru bestu lög allra tíma. Niðurstaðan er eftirfarandi.

1. One - U2
2. Billy Jean - Michale Jackson (ég helda það séu allir sammála um að þetta er yfirnáttúrleg snilld)
3. In the Gettho - Elvis Presley
4. Everlong - Foo Fighters
5. Öxnardalsheiði - S.H. Draumur (Gunnar Hjálmarsson)
6. Everything Counts - Depeche Mode
7. Your Song - Evan McGregor úr myndinni Rauða Millan (Elton Jhon)
8. Never Going Back Again - Fleetwood Mac
9. Man on the Moon - R.E.M
10. Get ekki gert upp ámilli nokkurra laga með Mannakorni, Bubba og Bítlunm , U2 og nokkrum fleirum.

Ég geri mér gein fyrir því að auðvitað eru örfáir þarn úti sem eru kanski ekki sammála um eitt eða tvö lög á þessum lista en ég held að það sé alvega hægt að segja að þetta er nálægt því að vera staðreind. Hvað finnst þér?

Í lokin vil ég þakka fyrir alla jólapakkana sem ég hef fengið senda frá Íslandi. Ég hef reyndar tekið eftir því að það hefur enginn sent mér ævisöguna hans Guðna Ágústssonar ennþá og þið sem hafið sent mér mjúka pakka getið enn bætt ráð ykkar, það eru jú enn þrjár vikur til jóla (common, ég hef yfir 30 ára reynslu í pakkaþukli og ég get líka lesið hver sendi mér hvaða pakka).

Ég vil minna á fjölbreytta dagskrá á þessum vef í desember. M.a. hljóðrituð jólakveðju frá okkur hér á Kagså og bein útsending frá borðhaldinu á aðfangadagskvöld.

Kv Eiríkur

søndag den 2. december 2007