Sæl öll
Nú er það skóladrengurinn sem bloggar. Er að horfa á tónleika með Elvis Presley í sjónvarpinu. Ég hef aldrei séð tónleikaupptöku með honum áður og vissi ekki að hann var svona mikill húmoristi. Er bara að átta mig á því núna hvað hann var mikill snillingur. Skil núna afhverju hann var svona djöfull vinsæll. Hann hafði "ÞAÐ" eins og það er orðað. Þegar hann byrjaði á laginu "In the Gettho" fékk ég svona vellíðunar gæsahúð eins og ég fæ alltaf þegar ég heyri góð lög í góðum flutningi. Þegar ég sá hann flytja þetta varð ég fullviss um að þetta er eitt af bestu lögum allra tíma. Í framhaldi af því fór ég að hugsa hvað eru bestu lög allra tíma. Niðurstaðan er eftirfarandi.
1. One - U2
2. Billy Jean - Michale Jackson (ég helda það séu allir sammála um að þetta er yfirnáttúrleg snilld)
3. In the Gettho - Elvis Presley
4. Everlong - Foo Fighters
5. Öxnardalsheiði - S.H. Draumur (Gunnar Hjálmarsson)
6. Everything Counts - Depeche Mode
7. Your Song - Evan McGregor úr myndinni Rauða Millan (Elton Jhon)
8. Never Going Back Again - Fleetwood Mac
9. Man on the Moon - R.E.M
10. Get ekki gert upp ámilli nokkurra laga með Mannakorni, Bubba og Bítlunm , U2 og nokkrum fleirum.
Ég geri mér gein fyrir því að auðvitað eru örfáir þarn úti sem eru kanski ekki sammála um eitt eða tvö lög á þessum lista en ég held að það sé alvega hægt að segja að þetta er nálægt því að vera staðreind. Hvað finnst þér?
Í lokin vil ég þakka fyrir alla jólapakkana sem ég hef fengið senda frá Íslandi. Ég hef reyndar tekið eftir því að það hefur enginn sent mér ævisöguna hans Guðna Ágústssonar ennþá og þið sem hafið sent mér mjúka pakka getið enn bætt ráð ykkar, það eru jú enn þrjár vikur til jóla (common, ég hef yfir 30 ára reynslu í pakkaþukli og ég get líka lesið hver sendi mér hvaða pakka).
Ég vil minna á fjölbreytta dagskrá á þessum vef í desember. M.a. hljóðrituð jólakveðju frá okkur hér á Kagså og bein útsending frá borðhaldinu á aðfangadagskvöld.
Kv Eiríkur