fredag den 21. december 2007

Jólaundirbúningurinn á fullu

Allt á fullu hérna eins og á flestum öðrum stöðum, geri ég ráð fyrir. Taka til, þvo þvott, hugsa um börnin, ganga frá þvotti, kaupa jólamatinn, leika við börnin, skrifa jólakveðjur, þurrka af, þvo gólf, kaupa síðustu jólagjafirnar og margt fleira.

Guðmundur kemur eftir nokkra tíma, kl. 16. Björn Orri var í fríi í dag á leikskólanum og Sigga var á jólahátíð í sínum skóla.

Á aðfangadag stillum við svo allar klukkur uppá nýtt á íslenskan tíma og hlustum á rúv á netinu. Við borðum andabringur með appelsínusósu og gómsætu grænmeti a la Eiki. Við keyptum danskt greni sem ég vona að haldi barri. Það bíður úti eftir að komast inn og verða skreytt á Þorlák en annars er orðið jólalegt hjá okkur. Í desembermánuði hef ég komist yfir það að baka nokkrar tegundir af smákökum og meira segja lögðum við Eva í að baka Sörur sem heppnuðust mjög vel. Á jóladag ætlum við svo að fara í íslenska jólamessu og fá okkur svo hangikjöt þegar við komum heim. Annan í jólum ætlum við svo að fara á jólaball hér á kollegiinu. Svo koma foreldrarnir og systir og Burkni 27. des. og ætlum við að reyna að halda uppá áramótin saman.

Hér er snjólaust og búið að spá því svo sem lengi en ljósin skreyta mörg hús hér og mörg skreytt jólatré úti. Einnig eru verslunargöturnar vel skreyttar svipað og Laugavegurinn og Strikið slær allt út með ljósaflóði. Sem sagt 100% líkur á rauðum jólum.

Engin jólakort voru skrifuð hér á bæ en því verður reddað öðruvísi.

Jólakveðjur,
Glaðsaxarnir.

Ingen kommentarer: