Jæja, gott fólk. Litli ólátabelgurinn er loksins sofnaður, kl. 23:20. Of seint að fara að horfa á vídeó og engin orka til að sinna nokkrum heimilisstörfum af viti en fannst samt kominn tími til að skrifa eitthvað hér eftir þetta bögg frá Horsensbúum. Líst vel á heimsókn. Alltaf gaman hér.
Ég er á dönskunámskeiði síðan í desember og lýkur því í mars. Mæti samviskusamlega á hverjum þriðjudegi kl. 17:30-20:00. Mér flýgur fram í dönskunni líka. Við erum aðallega að æfa framburð sem er mjög erfiður. Sit með öðrum Norðurlandabúum sem eru reyndar bara Svíar og Norðmenn. Mjög skemmtilegt hjá okkur.
Eiríkur ætlar að reyna að fara á námskeið en hans skóli var bara með námskeið á sama tíma og ég er á þannig að hann býður eftir að fá annan tíma.
Eiríkur er búinn að vera í löngu fríi og er farið að leiðast það svolítið. Held hann hefði átt að kíkja til Íslands bara. Gerir samt gott úr þessu og er kominn með lítinn bisness við að gera hjól.
Við fengum heimsókn um daginn. Halla vinkona og Siggi Valur vinur Siggu komu í helgaferð til okkar. Takk fyrir yndislega helgi. Setti inn myndir á síðuna, www.picasaweb.google.com/audurbj.
Hér er verið að halda fastelavn um og fyrir helgi sem er eins og öskudagur. Allir fara í búninga og slá köttinn úr tunnunni og borða fastelavnsboller. Krakkarnir fara á hátíð í skólunum sínum af þessu tilefni og Sigga á tildæmis að vera eitthvað fyrirbæri úr skóginum, eins og trold eða hexe. Hún hefur valið hexe. Hún kunni svo vel við það á hrollvekjunni. Ætli við bökum ekki íslenskar bolludagsbollur um helgina af þessu tilefni.
Mál málanna er samt að við Sigga erum að fara í stelpuferð til Firenze á Ítalíu á föstudaginn í næstu viku. Við ætlum að heimsækja Guðmund bróður/frænda þar og sökkva í okkur ítalska menningu. Meðal annars er planið að fara á karnivalhátíð í Viareggio sem er lítill bær við ströndina. Svo ætla ég að drekka gott kaffi á hverjum degi og slappa af.
Bið að heilsa ykkur kuldabolum á Íslandi. Vorum næstum búin að kaupa miða til Íslands til að upplifa þetta skemmtilega veður en hættum við vegna kostnaðar og aðallega hræðslu við að lokast hreinlega inni á flugstöð.
Öhhh, god natt,
Auður.
p.s. fyrstu laukarnir eru að koma upp hér.
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
9 kommentarer:
Fór Eiki ekki á janúarnámskeið?
Gaman að fá fréttir af ykkur. Frábært að þið Sigga skjótist til Ítalíu. Maður á einmitt að nota tækifærið og ferðast þegar maður er á meginlandinu - svo mikið ódýrara en komast frá Fróni. Vonandi gengur vel í vinnunni :-) þó þeir séu ekki að borga nein himinhá laun þá er þetta eðalfólk sem þar er :-)
Kær kveðja,
Eva
Nei, kallinn fór ekki í skóla og er því búinn að vera heima við. Sem er mjög notalegt.;)
Já, fólkið í vinnunni er gott fólk. Ætla einmitt að hitta Simonettu á Ítalíu.
Auður.
Gott að fá fréttir af ykkur;)
Mikið eigið þið mæðgur eftir að hafa það rosalega gott á Ítalíu, það verður bara frábært fyrir ykkur;)
Hafið það sem allra best vonandi eigði þið eftir að slá köttin út tunnunni um helgina.
Bestu kveðjur úr Horsens
Steinka og co.
Já, ég var næstum búin að skríða bara í ferðatöskuna hennar Höllu...langar mikið að kíkja á okkur. við sjáum til hvort við komum því inn á planið.. kv. Fífa
ha, ha, ha, ha, ha.......
æi, þetta er svo fyndin mynd sem ég fæ af ykkur tveimur. Halla að rogast með töskuna í lest og strætó og det hele.
Góð hugmynd, Fífa. Bara næst.
Kv. Auður.
Hæ hæ
Takk fyrir fréttirnar:)
Gaman að þið skilduð skjótast til Ítalíu, var ekki gaman?
Bestu kveðjur
Anna Fanney
Hæ hæ. Nóg að bralla hjá ykkur og bara gaman af því. Skemmtið ykkur vel á Ítalíu ohh hvað ég öfunda ykkur að vera laus við þetta veður hér á fróni... brr bara kalt og mikill snjór.
Kær kveðja,
Fjóla
Sæl Auður mín,
Enn hugglegt hjá ykkur að hittast með börnin. Þú ert heppin að geta fengið gesti. Það leggur enginn í Shanghai.
Hekla
Send en kommentar