lørdag den 24. maj 2008

Íslenskt símanúmer


Hér er hægt að ná í mig, Auði,
næstu vikur: 659 3922.

Lentum í nótt og erum að ná okkur af menningarsjokkinu.

Er að dást að litlu frænku minni sem kom í heiminn 18. maí.

Læt eina sæta mynd fylgja með af prinsessunni Unnar og BURKNAdóttur.

Kv. Auður.

torsdag den 8. maj 2008

Lítil skemmtileg saga af nýju nágrönnunum

Miklar nágrannaerjur geisa hér nú. Hérna fyrir neðan okkur er flutt nýtt fólk í tvær íbúðir og eru þeir sem búa beint fyrir neðan okkur ekki beint sáttir við okkur. Þeir eiga samt í erfiðleikum með að tala við okkur og hafa hingað til aðallega sent okkur bréf þangað til í gær sauð allt úr.

Fyrst þegar þeir fluttu inn fengum við bréf um að við mættum ekki hlaupa svona mikið um eða færa húsgögnin til. Við reyndum að taka tillit til þessa eins við gátum en ákváðum að svara ekkert þessu bréfi sem virtist svoldið skrítið. Danska aðferðin að skrifa bréf.

Hér fyrir utan er trampólín þar sem krakkarnir af öllu kollegíinu koma og hoppa af og til. Einn morgunin sá mamma Elínar sem á trampólínið að á því lágu brotin og hrá egg. Slóðin eftir þau komu frá íbúðinni fyrir neðan okkur. Hún talaði við þá um kvöldið og samræðurnar æstust mjög. Þau voru farin að hækka róminn og orðnar frekar illar samræður í lokin.

Næsta dag er komið bréf á hjólið hans Björns Orra um að það eigi ekki að vera á miðri gangstétt. Færeyska vinkona okkar hefur sem sagt hleypt þessu öllu aftur af stað og hún sem er að flytja í lok maí. Eiríkur spyr gaurana þegar þeir sjást næst úti hvort það sé frá þeim. Annar þeirra æsist allur við, eins rauður og hárið hans í framan, og er með einhverjar mjög skrítnar ábendingar um að hjólið eigi ekki að vera á gangstígnum. Börnin hér ganga í leikföng hvers annars og við getum engan veginn passað uppá þetta allan tíman. Hann heldur svo áfram að tala um að umgengnin hafi ekkert batnað og börnin eigi bara að vera úti ef þau ætli að vera með læti.

Við reyndum hins vegar að halda ró okkar og hann róaðist niður eftir smá stund og sættist á okkar skýringar sem semingi. Nú er sem sagt lognmolla í stríðinu hér. Í öllum hitanum voru gaurarnir samt búnir að ljúga ýmsu upp á okkur Önnu Maríu og erum við greinilega ekki vinsælar hér. Allir eru mjög hissa á látunum og hafa aldrei vitað annað eins þar sem þetta er nú rómað barnakollegí og fólkið ætti bara að búa þar sem börn eru ekki leyfð. Hinn nágranninn sem býr undir Önnu Maríu gekk á mig um daginn og spurði mig hvort ég reykti og henti stubbunum í garðinn hans því hundurinn væri að borða stubba. Örugglega einhver álogin saga en allt miklu vinalegra. Þegar maður verður fyrir svona árásum þá verður maður svoldið miður sín en núna er þetta bara svoldið skondið.

Svoldið skondið já. Við erum samt ekki í sama pakka og Hallur og Steinunn greyin, held ég, vonandi betra þar núna. Þar mega þau varla tala úti í garði eftir klukkan átta og allir eru í uppnámi, bréf í póstkassann, ekki satt? Æi, Danir og ykkar bréf.

Nú, hér er svoddan veðurblíðan og er bara borðað úti í öll mál, grillað og sólbaðað. Á eftir verður smá krakkahátíð hér. Gróðurinn er svo fallegur núna, allt í blóma, yndislegt. Þetta er besti tíminn til að koma í heimsókn held ég. Smá hint.

Ætla útí meira sólbað.

onsdag den 7. maj 2008

Legó og góða veðrið

Setti inn myndir sem hafa verið lengi á myndavélinni. Höfum ekki verið dugleg að taka myndir.

Börnin og ég vorum í Horsens um helgina í góðu yfirlæti hjá Halli og Steinunni, þar sem var endalaus dagskrá fyrir börnin. Svaka stuð. Löng helgi, frí á föstudaginn í skólunum. Ákváðum að nýta það vel. Eiríkur hefur svo mikið að gera í skólanum að hann fékk bara kærkomið frí frá okkur.
Við fórum í skemmtilegan leikgarð og sund og golf og enduðum helgina á Lególandi. Veðrið lék við okkur allan tíman og sér ekki fyrir endan á því reyndar. Hægt að sjá nokkrar myndir á myndasíðunni: http://picasaweb.google.com/audurbj.

Á myndasíðunni er líka hægt að sjá cirkusmyndirnar af aðalsýningarpíunni og vinkonum hennar. Hún er þessi með græna borðann, lágvaxin og í bol sem stendur ciao bella með grænum stöfum og svo er hún með bleikan húllahring.

Björn Orri er að fara í þriggja ára skoðun á eftir og ég tók bara frí í vinnunni í dag. Ætla að nota fríið í svolítið meira sólbað.

Við erum farin að hlakka mikið til að koma til Íslands.
Sjáumst bráðum.