onsdag den 7. maj 2008

Legó og góða veðrið

Setti inn myndir sem hafa verið lengi á myndavélinni. Höfum ekki verið dugleg að taka myndir.

Börnin og ég vorum í Horsens um helgina í góðu yfirlæti hjá Halli og Steinunni, þar sem var endalaus dagskrá fyrir börnin. Svaka stuð. Löng helgi, frí á föstudaginn í skólunum. Ákváðum að nýta það vel. Eiríkur hefur svo mikið að gera í skólanum að hann fékk bara kærkomið frí frá okkur.
Við fórum í skemmtilegan leikgarð og sund og golf og enduðum helgina á Lególandi. Veðrið lék við okkur allan tíman og sér ekki fyrir endan á því reyndar. Hægt að sjá nokkrar myndir á myndasíðunni: http://picasaweb.google.com/audurbj.

Á myndasíðunni er líka hægt að sjá cirkusmyndirnar af aðalsýningarpíunni og vinkonum hennar. Hún er þessi með græna borðann, lágvaxin og í bol sem stendur ciao bella með grænum stöfum og svo er hún með bleikan húllahring.

Björn Orri er að fara í þriggja ára skoðun á eftir og ég tók bara frí í vinnunni í dag. Ætla að nota fríið í svolítið meira sólbað.

Við erum farin að hlakka mikið til að koma til Íslands.
Sjáumst bráðum.

Ingen kommentarer: