fredag den 27. juni 2008

Þrumur og eldingar

Við erum að horfa á eldingar og rigningu hér útum gluggann og samt að hugsa um að drífa okkur í útilegu um helgina.

Rosalega var gott að koma heim.

Sigga var að kveðja kennarann sinn í dag. Síðasti skóladagurinn. Allir sorgmæddir og kennarinn felldi tár.

Um síðustu helgi hlupum við Sigga kvennahlaup um morguninn og svo var 17. júní hátíð úti á túni allan daginn og fram á kvöld. Krakkarnir voru málaðir í framan og fengu að hoppa á hoppudýnu.

Jæja best að fara að pakka.

5 kommentarer:

Anonym sagde ...

Pakka ????...er þýskalandsferð í burðarliðnum?..

kv
Fífa

Burkni sagde ...

Einmitt thad sem eg aetladi ad spyrja ad ...

Auðríkur sagde ...

uhh, nei ekki alveg strax. Ætluðum í útilegu hins vegar. Hættum við það og skelltum okkur í dýragarð á Lolland sem maður keyrir í gegnum og svo fórum við á Louisiana listasafn í dag. Frábær helgi í alla staði. Mæli með þessu.

Anonym sagde ...

Gott að vita af þér aftur í DK Auður mín:)

Átti Björn Orri ekki afmæli í lok júní annars? Ég er ekki alveg komin með þetta á hreint sko :S

Til lukku með hann ef mig misminnir ekki.

Við erum svo á leiðinni til ykkar í heimsókn einhverja helgina innan tíðar, bíðið bara, múhhahahahha.

Hafið það sem best.

Kv. Steinunn og co.

Auðríkur sagde ...

Já, Björn Orri hélt uppá afmælið sitt á Íslandi og var því ekki auglýst hér. Það var sem sagt 15. júní. Myndir koma síðar.
Þið eruð velkomin sem fyrst. Afhverju ekki bara næstu helgi? Hringjumst bara á morgun.
Kv. Auður.