tirsdag den 18. september 2007

Kallinn blogga

Ég datt aldeilis í lukkupottin í gær. Niðri í þvottahúsi er einskonar skiptimarkaður. Ég get t.d. sett föt sem eru orðin of lítil á börnin þarna inn svo einhver annar geti notað þau. Ég fékk t.d. fína skó á Björn Orra um daginn. Nema hvað í gær kíkti ég þarna inn og þá blasti við mér alger fjársjóður, þrjár VHS spólur með Helle Cristiansen líkamsræktarfrömuði og að auki fimm bækur eftir sama höfund. Spólurnar heita Godt form på 36 dager, Krop og sundhed og Styrketræning. Við skelltum okkur í spandexgallann í gærkvöldi og í stuttu máli sagt þá var orð ólíft inní íbúðinni þegar við vorum búin að horfa á allar spólurnar. Þetta var eins og að vera í sánaklefa en okkur leið miklu betur á eftir. Auður tók með sér bókina "Styrketræning på sengekanten" til að lesa í lestinni á leiðinni í vinnuna. Það sem við höfum verið að velta fyrir okkur er afhverju þessi fjársjóður var þarna. Ætli einhver hafi verið að uppfæra safnið á DVD eða kanski hefur manneskjan bara mist trúna á Helle og farið og fengið sér Jane Fonda safnið í staðin. Kanski varð hún leið á að vera alltaf ein heima að gera æfingar með Helle og ákvað að fara á stöðina til hennar. Hver ætli sé skýringin???. Þessi manneskja lítur örugglega hrikalega vel út.



Kv EK

5 kommentarer:

Anonym sagde ...

Shitt, þannig að það verður bara sveitt stemmning um helgina?

kv. Unnur

Anonym sagde ...

Vi glæder os til at se jer i godt form með store muskler
Kærlig hilsen

Auðríkur sagde ...

Mjög sveitt. Unnur við komum þér í form fyrir Esbjerg. Þú getur kannski hugsað þér að taka skíðin með þér því það er víst hægt að fara á skíði þar. E-r sagði að það væri reyndar frekar blautt en samt góð hreyfing.
K.H.

Anonym sagde ...

Sælar elskurnar.
Var að fatta þessa frábæru bloggsíðu ykkar. Ætla bara að kvitta og þakka fyrir afmæliskveðjuna til Auðar Lóu í leiðinni... Gott að vita að það væsir ekki um ykkur þarna í Köben og allt gengur vel hjá ykkur. Hittumst fyrr en seinna. Bestu kveðjur frá Ellu og co.

Anonym sagde ...

ok .. spandex jamm og jæja ;) er það spurning um að fara að taka viktunarplan aftur vikulega þú bara á skæpinu ; )