lørdag den 6. oktober 2007

Óska listinn fyrir jólin.

Sæl öll. Ég geri ráð fyrir að þið séuð farin að huga að jólagjöfun til að senda út til okkar nú þegar. Við erum allavegana farin að hugsa um ykkur heima á fróni. Það er betra að vera tilbúinn með pakkana snemma þegar þarf að senda á milli landa. Til að auðvelda ykkur þetta þá vil ég senda ykkur óskalistann minn.


1. Ævisaga Guðna Ágústssonar

2. Ævisaga Steingríms Hermannssonar (2. bindi. Ég á 1. bindi)

3. Ævisaga Steingríms Hermannssonar (3. bindi)

4. Ef þið náið ekki í Guðna eða Steingrím áður en þær seljast upp, sem mér finnst mjög líklegt að gerist núna fyrir jólin þá vil ég fá einhverja af ljóðbókum Sigmundar Ernis (Höfundur ævisögu Guðna).

5. Ef Sigmundur er líka uppseldur þá vil ég fá stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar frá flokksþingi Framsóknarflokksins 2002.

Ef hún er ekki til þá er ég bara mjög sáttur við jólakort frá ykkur.


P.s. Auður er að vinna í listanum sínum og barnanna.

Kveðja EK

8 kommentarer:

Burkni sagde ...

Ég skal bara fá Guðna til að hringja í þig og messa yfir þér, dugar það?

Auðríkur sagde ...

Það kemur ekki í staðinn fyrir áritaða bók frá honum.

Anonym sagde ...

hefði nú haldið að eitthvað að gullkornum væri meira svona fyrir þig ; )

Anonym sagde ...

ef þatta er óskalistinn þinn eiríkur minn þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að lána mér bók og fá hana aldrei aftur. en gott samt að þér þyki þetta áhugaverðar bækur. ps mig vantar dagbók berts 3. bindi frá 1994
hugsaðu um það fyrir jólin kveðja hallur frændi

Anonym sagde ...

Hvað með æfisögu Hriflu Jónasar?

Auðríkur sagde ...

Á hana auðvitað. En takk samt.

hekla sagde ...

Kemst ævisaga Maós á listann þinn? Það er möguleiki að ég get náð í velritskoðað eintak.

hekla sagde ...

Spurning með ævisögu Maós, ég get sent eitt vel ritskoðað eintak héðan.