torsdag den 8. november 2007

Fórum óvænt til Svíþjóðar


Já, við skelltum okkur til Sverige á sunnudaginn var. Gott götuleiðbeiningakerfi kom að góðum notum. Takk Örn. Ýmislegt fleira hefur verið fest á mynd og er frumsýnt hérmeð.

Óli og fjölskylda tóku vel á móti okkur og nutum við dagsins að hluta úti sem var sólríkur en heldur kaldur. Takk fyrir daginn Óli og Bía.


Krakkarnir kynntust nýrri venju að ganga í hús og snýkja nammi og klæddu sig bæði upp við það tilefni. Björn Orri vildi ekki vera minni maður en systir sín.


Sigga fékk fyrstu vinkonu í heimsókn úr bekknum. Við notuðum tækifærið að láta hana hjálpa okkur að baka súkkulaðimúffur fyrir skólann. Bekkjasystkinin hafa skiptst á að koma með góðgæti á föstudögum og nú var komið að Siggu. Þetta gekk allt saman mjög vel og engin samskiptavandamál komu upp.


Sigga fór á fyrsta diskótekið sitt í kvöld. Mikið stuð. Foreldrarnir máttu alls ekki koma með inn og var dyravörður settur í það að passa uppá umhyggjusömu foreldrana og ekki síðst forvitnu. Þeir stóðu því flestir fyrir utan að reyna að sjá krakkana í gegnum gluggana fyrstu mínúturnar. Sigga var uppábúin og vinkonur hennar líka. Hún er búin að vera slöpp í maganum í vikunni og versnaði það í kvöld af einhverjum ástæðum. Þannig að hún hringdi heim þegar diskóið var hálfnað og fékk okkur til að sækja sig. Fleiri lítil hjörtu biðu eftir að vera sótt snemma af ýmsum ástæðum, m.a. að tónlistin var hávær. Endaði þannig að Elín vildi líka heim og fór hún heim með Siggu. En þær skemmtu sér ágætlega og vita núna hvað er að fara á diskó eins og mamma og pabbi fara stundum á, he, he.


Látum okkur sjá. Kannski að gleyma einhverju en myndirnar tala þá sínu máli, ekki satt? Kíkið bara: http://picasaweb.google.com/audurbj/DiskHrekkjavakaSvJOgFleiraSkemmtilegt

8 kommentarer:

Súsanna Ósk sagde ...

Vá, ég á ekki orð! Svo frábærar myndir og Sigga orðin svo stór, farin að djamma bara. Ég hló þó mest að graskerinu og Birni Orra í gervinu sínu með kolluna alveg á þeytingi. Bið að heilsa og hafið það gott :)

Kv. Súsanna.

Auðríkur sagde ...

Já, æði, ekki satt? Takk fyrir kveðjurnar.
Kv. Auður og Björn Orri.

Anonym sagde ...

Góðan dag! Frétti af ykkur á miklu flugi á árshátíð Lýsis um daginn. Sveimér þá ef þú áttir ekki stórleik þar Eiríkur amk barst mér það til eyrna. Þín er saknað héðan.
Kveðja af skerinu, Sollfríður Sívertsen Proppé Hansen.

Anonym sagde ...

Æðislega falleg börnin ykkar. Mér finnst eins og Björn Orri sé mikið eldri en Lilja mín á myndunum - hann er eitthvað svo fullorðinslegur :-)

Kveðja,
Eva

Auðríkur sagde ...

Björn Orri er bæði að þroskast mikið og stækka þannig að það er ekkert skrítið að þér þyki hann fullorðinslegur. Sigga er líka að þroskast mikið. Ætli það sé ekki bara við að flytja svona langt frá Reykjavík, he, he. Eva þú átt von á pakka frá okkur, ekkert mikið en samt smá. Ég fer á pósthúsið á eftir. Kveðjur, Auður.

Fjóla sagde ...

Æðislegar myndir. Greinilegt að það er gaman hjá börnunum ;)

Kv. Fjóla

Anonym sagde ...

..oh það er nú nice að geta bara keyrt á milli landa:) Skemmtilega myndirnar, já Björn Orri hefur aldeilis tekið vaxtakipp. Gott að heyra að þau séu að aðlagast, þetta tekur allt sinn tíma. Varðandi emailið þitt, ég fékk undelirvable um daginn, hvort notarðu audurbj@yahoo.com eða audurbj@gmail.com? Knús og kossar Anna Fanney

Auðríkur sagde ...

Ég nota audurbj@yahoo.com. Gekk það ekki hjá þér? Hitt hef ég í raun aldrei notað.

Kv. Auður.