Takk kærlega fyrir okkur. Öll jólakortin og pakkana. Þið kannski sjáið það á myndunum hvað sérstaklega börnin voru glöð með allt.
Í dag fórum við í göngutúr í Frederiksberg Have og börnin voru dugleg að ganga sjálf. Við fórum að gefa öndunum. Þegar við vorum búin að taka brauðið og börnin úr kerrunni var hún orðin svo létt að hún rann beint útí síkið. Ekki geðslegt. Þarna var líka hægt að fara á skauta og voru margir á skautum. Hægt að leigja á 40 dkr. á tímann.
Okkur leiðist líka greinilega mikið og lengir eftir heimsókn því við vorum öll svo viss um að þau væru að koma í dag, mamma, pabbi, Unnur og Burkni að öll plönin í dag miðuðust við það og ekkert verið að skoða það neitt frekar. Enn einn dagurinn bíður því okkar. Hvað ættum við að gera á morgun? Hmmm...Eiginlega alltof margir möguleikar.
Kveðjur,
Auður, Eiríkur, Sigga Halla og Björn Orri.
7 kommentarer:
Gleðilegt ár kæra fjölskylda og takk fyrir það gamla.
Það má segja að það sé svona meiri jólafílingur i Danmörku. Þó kom þessi svakalegi jólaandi yfir mig eftir heimkonuna til Shanghai og að sögn Bogga var íslensk jólalykt úti.
haha íslensk jólalykt, hvernig er hún??
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gömlu. Gaman að sjá myndirnar ykkar.Hlakka til að fá ykkur í heimsókn í sumar.
Knús Hekla.
Gleðilegt ár:) Ég vona að þið hafið haft það gott um hátíðarnar.
Bestu kveðjur
Anna Fanney
Hvað er að frétta af ykkur mín kæru. Svona smá updeit, jólin eru búin líka áramótin og bráðum janúar.
Hint: er ekki komin tími á nýja færslu??
Vonum að þið séuð hress og kát og allir glaðir í köbeninni.
Bestu kv.
Steinunn og co.
Þið eruð nú stundum löt við skriftir líka. Við höfum sennilega verið í óvenjumiklum beinum samskiptum við fólk undanfarið. Lítið að gerast hérna líka. Brátt verður breyting á því samt.
Auður og Sigga.
Hí hí, saknaðu nú bara að lesa fréttir af ykkur.
En já bein samskipti eru líka betri þannig að ykkur er fyrirgefið.
Okkur er farið að langa að kíkja í höfuðborgina á næstu misserum.
Verðum í bandi með það, þegar nær dregur.
Vonum að það sé allt gott að frétta;)
Kv. Steinka og co.
Send en kommentar