Gleðilega páska öllsömul!
Hér erum við að stíga uppúr enneinni kvefpestinni. Sól og gott veður en ekki útlit fyrir að við komumst út á morgun vegna þess að bæði börnin eru enn með hita. Í staðinn höfum við það huggulegt innifyrir, horfum á páskadagskrá í sjónvarpinu, föndrum o.fl.
Afi og amma eru nýbúin að vera hérna hjá okkur í viku. Við skruppum meðal annars til Jótlands um helgina, gistum í Horsens. Takk Hallur og Steinunn. Höfðum það mjög huggulegt. Sjá myndir. Svo héldum við áfram að hafa það huggulegt hér í borginni. Voða notalegt að fá afa og ömmu til okkar.
Tvær tennur dottnar hjá Siggu og farið að sjást í fullorðinstennurnar nú þegar, allt á tveimur vikum. Spennó.
Framundan er páskahátíðin sjálf. Ætlum okkur að reyna að fara í skógargöngur, borða góðan mat og páskaegg.
onsdag den 19. marts 2008
søndag den 9. marts 2008
Við erum væntanleg
Gleymdi auðvitað aðalfréttunum sem eru þær að við erum væntanleg til Íslands 23. maí og verðum alveg til 18. júní. Sigga fær alveg óhemjulangt frí úr skólanum og í óþökk skólayfirvalda en það verður að hafa það bara. Hún á þetta frí skilið.
Þið getið því farið að panta tíma hjá okkur. Hægt verður að hafa samband við okkur með tölvupósti, hér og í símanúmer sem ég auglýsi þegar ég kem til landsins (skelli örugglega frelsisnúmer í símann á flugvellinum í stað þess danska).
Því miður kemur skóladrengurinn ekki með okkur að þessu sinni, verðum bara þrjú á ferð. Er í prófum út maí. Hann kemur vonandi seinna.
Þið getið því farið að panta tíma hjá okkur. Hægt verður að hafa samband við okkur með tölvupósti, hér og í símanúmer sem ég auglýsi þegar ég kem til landsins (skelli örugglega frelsisnúmer í símann á flugvellinum í stað þess danska).
Því miður kemur skóladrengurinn ekki með okkur að þessu sinni, verðum bara þrjú á ferð. Er í prófum út maí. Hann kemur vonandi seinna.
lørdag den 8. marts 2008
Vorið komið?
Í dag er svona dagur sem maður trúir því virkilega að vorið sé komið. Sól og hlýtt.
Enda notuðum við tækifærið og fórum í hjólatúr í mosen hér rétt hjá og gáfum öndunum. Svo fórum við á bóndabæ í mosen og hittum ágengar geitur og sáum loðna nautgripi. Klifruðum í trjánnum, þ.e. aðallega börnin. Með okkur voru Elín, Andrea og Júlli pabbi hennar.
Eftir ferðalagið voru allir svo svangir en vildu alls ekki fara inn og við ákváðum að borða úti.
Æðislegur dagur.
Enda notuðum við tækifærið og fórum í hjólatúr í mosen hér rétt hjá og gáfum öndunum. Svo fórum við á bóndabæ í mosen og hittum ágengar geitur og sáum loðna nautgripi. Klifruðum í trjánnum, þ.e. aðallega börnin. Með okkur voru Elín, Andrea og Júlli pabbi hennar.
Eftir ferðalagið voru allir svo svangir en vildu alls ekki fara inn og við ákváðum að borða úti.
Æðislegur dagur.
søndag den 2. marts 2008
Tannálfar, tannálfar takið eftir!
Sigga er með lausa tönn. Fyrsta lausa tönnin og mikið búið að bíða eftir því. Getur ekki hætt að fikta í tönninni þannig að hún hlýtur að fara að detta.
Abonner på:
Opslag (Atom)