fredag den 18. april 2008

Bíbb, bíbb

Hef verið mjög löt við skriftir. Mér finnst ekkert merkilegt gerast hér og tíminn lullast áfram. Ég spyr nú líka, er einhver að lesa þetta bull?

Í dag er frídagur, Store Bededag. Sól en kalt. Við ætlum nú samt að nesta okkur upp og fara í skógarferð í Lyngby. Þar hittum við Jenný og fjölskyldu.

Ég fór í tvö foreldraviðtöl um daginn og allt gekk vel. Sérlega með Siggu Höllu. Hún er algjört fyrirmyndarbarn. Mér leið líka betur eftir viðtalið vegna Björns vegna þess að þær segjast vera að vinna mikið með tungumálaskilning og að hann skilji meira og meira með hverjum deginum núna.

Sigga Halla fór í cirkus um daginn og fékk að sitja á fílsbaki. Í næstu viku fer hún einnig í cirkus en þá ætlar hún að æfa sitt eigið cirkusatriði og sýna. Nánar af því seinna.

Eiríkur er búinn að fá vinnu hjá Carlsberg á lager. Reyndar verður hann á næturvöktum en þetta varir bara í tvo mánuði þannig að vonandi kemur hann heill útúr því.

Björn Orri fór í bíó í fyrsta skipti um daginn. Hann var með uppglennt augu og munn allan tímann og það var eiginlega skemmtilegra fyrir mig að horfa á hann en myndina. Hann hélt út næstum til enda en þá klifraði hann uppí fangið mitt og sofnaði því hann hafði misst lúrinn sinn.

Ég er búin að skrá mig í hlaup í september og hleyp með KU. Þetta verða nú bara 5 km og má ganga en ég er að reyna að fara af stað með að æfa mig.

Styttist í að við komum. Við erum orðin mjög spennt. Búin að telja upp alla sem við ætlum að reyna að hitta. Þurfum kannski að sameina eitthvað að heimsóknum og svo hvað við ætlum að gera líka. Sund er ofarlega á óskalistanum og að horfa vel og lengi á fjöllin. Kannski skellum við okkur bara í fjallgöngu. Hver vill með? Svo er auðvitað að borða íslenskan mat og nammi. Ekki hollt að svelta sig svona mikið frá Íslandi, ha? Reynum að koma aftur á þessu ári.

Hér er vorið komið en það er kalt. Eins og veturinn var mildur. Smá vonbrigði.

Í gær var haldið uppá Store Bededagskvæld í vinnunni minni. Við hittumst kl. 18 og borðuðum sérstakt brauð með ostum og pylsum. Ætlunin var að fara út á volden en enginn nennti vegna kulda. Við sungum bara inni í staðinn á nokkrum tungumálum því við erum svo alþjóðleg. Úti á volden á Austurbrú er alltaf haldið uppá þetta kvöld og þar voru fullt af tónleikum. Tivoli var líka með spesdagskrá en það var að opna eftir vetrardvala.

Bið að heilsa.

10 kommentarer:

Burkni sagde ...

Ég er að lesa og ég er til í fjallgöngu ....

hekla sagde ...

Auðvitað lesum við þetta. Því meira sem þu skrifar meira.
Maður les ekki á hverjum degi en kannski droppar inn vikulega.
Hekla

Auðríkur sagde ...

Veit alveg af ykkur já. Var bara aðeins að hreifa við ykkur.
Þá er það aftalað með þér vinurinn, fjallganga það er. Þú færð að velja fjallið eða fellið en það verður að vera barnhæft.

Anonym sagde ...

Ég les líka, alltaf:)

En ég er ekki geim í fjallgöngu hvorki á Íslandi né annars staðar í augnablikinu, ekkert persónulegt.

Til lukku með nýju vinnuna Eiríkur.

Ohh öfund yfir Íslands ferðinni.

Hafið það sem best í næstum sumrinu.

Kv. úr Horsens

Fjóla sagde ...

Hæ hæ kannast alveg við þá fílingu að enginn nenni að lesa eða hafi áhuga á manni. En jú ég les! :) Aumingja Eiríkur! Ég er hér að hlakka til með hverjum deginum að losna undan þessum hrikalegu næturvöktum.. mjög slítandi en ég hef gert þetta í rúm 2 ár svo Eiríkur ætti nú að þola 2 mánuði! Hér er líka kalt vor. Vonandi kemur gott og heitt sumar í staðinn.
Knús knús, Fjóla

Anonym sagde ...

Hæ, við erum til í fjallgöngu með krakkalingum...ekki málið.

Anonym sagde ...

æi...gleymdi að kvitta..krakkalingakommentið kom frá mér
kv
Fífa

Auðríkur sagde ...

Gott, skipuleggjum þegar nær dregur. En hver ætlar að bjóða okkur í júróvisjónpartí?

Anonym sagde ...

Burkni verður pottþétt með eurovisionpartý - bara svona 50% líkur að ég mæti samt.
Sá annars OK-714 á götunni í gær
kv. Unnur

Anonym sagde ...

Ég lít reglulega inn en afsaka hvað ég er léleg að kommenta. Gaman að geta aðeins fylgst með högum ykkar hér á síðunni og frábært að sjá hvað ykkur gengur vel í Danaveldinu. Sjálf þarf ég nú að taka mig á í fréttaflutningi á síðunni hans Adams.
Sjáumst vonandi síðar í mánuðinum þegar þið komið hingað til lands.
Kv. Jóhanna Björg