torsdag den 24. april 2008

Fashion report

Það er gaman að sjá hvað þetta er líflegt heima á íslandi. Almennileg mótmæli með uppþotum og allt. Ég gladdeist mjög yfir þessu þegar ég horfði á fréttatímann, þ.e.a.s. að það væru einhverjir tilbúnir til að veita smá viðnám gegn því sem þeim þykir óréttlátt. Ég hef reyndar samúð með lögreglumanninum sem fékk steininn í hausinn. Seinna í sömu frétt varð ég reyndar fyrir mjög miklu andlegu og menningarlegur áfalli. Þ.e. þegar ég sá viðmælanda titlaðan sem lögreglu mann en klæddan eins og hálvita. Djöfull eru nýju lögreglu búingarnir ljótir. Það er ekki nema von að engin virðing sé borin fyrir laganna vörðum þegar þeir eru klæddir eins og sirkusfígúrur. Það hefði líklega verið tekið meira mark á 5 McDonalds starfsmönnum í fullum vinnuklæðum með túpu af majonesi í annarri og tomatsósu í hinni. Þessir unglingar sem voru að kasta eggjum í lögguna voru augljólega ekki að mótmæla gjöldum á eldseyti heldur lélegri og hallærislegri fatahönnun. Mér er gjörsamlega misboðið eins og þeim. Ef eithvað er þess virði að stofna mjög fjölmenna nefnd um á Alþingi þá er það endurhönnun íslenska lögreglubúningsins (Nefndin gæti heitið Commission of Fashion, Redesigning of Oficer Costume). Ég segi bar haldið áfram að kasta eggjum í þessa trúða, þeir eiga það skilið á meðan smekkvísi þeirra er á svo lágu plani.

Annars höfum við það bara dj.. gott. Hjólaði ber að ofan í skólann í dag í 25°C hita. Sigga og Björn Orri eru að blanda sangrea svo pabbi ofþorni ekki meðan hann leysir nokkur skólaverkefni á sundskýlu útí garði. Svo bíður maður bara eftir tékka frá LÍN til að geta keypt sér meira sangrea og fersk kokteilber.

Kv Eiríkur

7 kommentarer:

Fjóla sagde ...

Svona svona alveg rólegur í löggubúninga commentum hehe...! En hvaða voða hiti er hjá ykkur. Sumardagurinn fyrsti greinilega farið í vitlaust land!! En allavega gleðilegt sumar :) Og hey ég kem til Köben í lok júlí og mun þá að sjálfsögðu heimsækja ykkur í leiðinni :)
Kv. Fjóla

Auðríkur sagde ...

frábært! Kannski kemur þá Hekla og co líka um svipað leyti. Boltinn er hjá þér Fífa?

Anonym sagde ...

Sjáum til og skoðum hoppferðir, útiloka ekkert.
kv
Fífa

Anonym sagde ...

Frekar fyndið að lesa þetta, einkum þar sem ég las ekki undirritaðan og hélt framan af að Auður væri að skrifa og var svolítið hissa en þegar talað var um að viðkomandi hefði hjólað ber að ofan í skólann þá fattaði ég að það geta EKKI verið Auður.

Dauðöfunda ykkur af að vera í Danmörku á þessum tíma.

Kveðja,
Eva

Anonym sagde ...

Já sammála þér með mótmælin, ágætt þegar fólk lætur í sér heyra:) Ohh nice að það sé komið svona gott veður hjá ykkur:) Halli sagði mér að það kom upp sú hugmynd þegar hann hitti ykkur úti að við myndum framlengja dvöl okkar og vera hjá ykkur í viku, skella okkur kannski í bústað saman. Þetta er frábær hugmynd og takk fyrir boðið og á morgun mun ég bara breyta miðunum okkar:)Þannig við myndum þá vera frá 7. til 14.júlí með ykkur. Ég verð í bandi á morgun. Bestu kveðjur
Anna Fanney

Bestu kveðjur
Anna Fanney

Anonym sagde ...

Takk fyrir frábæra helgi Auður og börn.

Vonandi nær Eiríkur að vera með okkur einhvern tímann, annars er það þokkalega köben næst;)

Sá annars á kommentunum hér að þið fáið gesti og eruð að spá í bústað, það má líka alveg ræða við okkur um íbúðaskipti þá ef þið viljið;)

Hafið það sem allra best í sólinni

Steinunn og co.

Auðríkur sagde ...

Takk sömuleiðis fyrir meiriháttarhelgi og sömuleiðis takk fyrir gott boð með íbúðaskipti. Hugsum það vel, sérstaklega vegna þess að við fyrstu sýn er þetta allt saman upppantað.