Var kölluð heim úr vinnunni í morgun eftir aðeins klukkutíma viðveru þar. Þá var Björn Orri búinn að kúka uppá bak tvisvar, sem sagt með niðurgang. Þannig að ég er að fara með þvottinn niður í þvottahús.
Á leiðinni heim, á lestarstöðinni hér í Herlev, var ég stöðvuð af áköfum kynnanda Omega 3 fiskiolíu (Aktive, minnir mig). Verið að kynna nýja danska vöru sem á að vera svo og svo heilsusamleg og koma í staðinn fyrir ef þú borðar ekki nægan feitan fisk og þetta á að gera þetta og hitt fyrir líkamann og ég stóð þarna bara og hlustaði og hugsaði að kannski ætti ég að senda Eirík hingað að skoða þessa merku keppnisvöru við lýsið frá hans fyrrverandi vinnustað. Svo átti ég líka að gefa kettinum og hundinum því þetta er svo náttúrulegt. Loksins eru Danir að koma til segi ég bara. Ég slapp loksins þegar ég sagði að ég tæki nú svona hylki nærri á hverjum degi og jú öll fjölskyldan.
Í gær hitti ég Lindu og Önnu úr Ræsinu. Svaka stuð á okkur. Skrópaði í dönskutíma og ég er enn í böndum að skella mér ekki með þeim til Berlínar. Alltof mikið að gera hjá Eiríki í skólanum. Er hins vegar búin að sjá svaka tilboð til Vimmerby í Astrid Lindgren land, sem ég er líka heit fyrir. Hver er til?
Jæja, þvotturinn bíður.
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
4 kommentarer:
Úhhú ég er til í Línugarðinn:) Hvenær eruð þið að spá??
Annars erum við líka að pæla í Berlín, næstu helgi, múhahahah.
En án gríns er línugarðurinn mjög ofarlega á to do listanum:)
Kv. Steinunn
Ég er til hvenær sem er. Sjá tilboð í nýja Ikeablaðinu, ferja frá Frederikshavn til Göteborg, gisting í tvær nætur og garðurinn, 2 fullorðnir og 2 börn 2000 kr.
Ohh er ekki búin að fá þennan bækling. Eru einhver tímatakmörk á tilboðinu, það er rennur það fljótlega út???
Ég er mjög spennt, og þetta er ekki dýrt.
Hef lagt tillöguna fyrir nefnd og bíð nú svara:)
Kv. Steinunn
Engin tímamörk bara kannski uppselt ef maður bregst ekki við strax.
Hvernig hljómar 9. - 11. maí (Eiríkslaus) eða bara eftir 18. júní?
Send en kommentar