lørdag den 23. august 2008

Heimkoma og ólympísk víma

Búin að vera heima í viku núna og allt að falla í rútínu.
Sigga er nú þegar komin með heimavinnu og var ekki að nenna því svona fyrst en svo þegar hún er byrjuð þá er þetta allt í lagi. Hún er meira fyrir að leika bara við vinkonu sína þegar heim kemur sem er svo sem skiljanlegt. Annars er hún byrjuð í fiðlutímum og svo byrjar sundið í næstu viku væntanlega.
Björn Orri er ekkert í stuði að fara á leikskólann en er samt mun rólegri en eftir síðasta frí. Hann fór reyndar í málþroskapróf og sagði ekki eitt orð og reyndi að grafa sig inn í leikskólakennarann sem var með hann í fanginu. Þetta próf verður endurtekið eftir um fjóra mánuði. Hann er svo að fara til eyrnalæknis aftur á morgun vegna vökvi í eyranu sem er að bögga manninn svoldið og veldur því að hann m.a. heyrir ekki svo vel með því.

Við fengum líka ánægjulega heimsókn um leið og við komum heim. Unnur, Burkni og Helga Lilja voru á landinu og fóru á fimmtudaginn. Helga Lilja er orðin svo stór að hún slær öll stækkunarmet held ég. Svo er von á Guðmundi á þriðjudag frá Íslandi sem ætlar að stoppa í nokkra daga á leið til Ítalíu.

Annars erum við líka í olympískri vímu. Búin að flagga úti á svölum og erum að undirbúa gott fest hér í fyrramálið. Danir fylgjast vel með okkur líka og senda út íslensk viðtöl og kalla okkur norræna bræður sína sem er auðvitað rétt.

Áfram Ísland!

torsdag den 14. august 2008

Ferðasaga 3: Jósku alparnir

Jæja, þá er fjölskyldan komin til DK aftur en samt ekki heim í Kagså enn. Komum við i Horsens, sem er staðsett í miðjum Jósku Ölpunum, hjá Halli og Steinunni til að skoða nýjasta ættingjann. Keyrðum 1050 km í gær á 10 tímum með stoppum, frá Freiburg í suður DE til Horsens á Jótlandi. Þetta hefur verið magnað ferðalag og sérstaklega að dvelja langdvölum við akstur á þýskum hraðbrautum. Fanns ég vera frekar svalur akandi á 150 km hraða. Kúlið bráðnaði reyndar hratt þegar konur með hatt eða hárkollu, sem gætu verið amma mín tóku fram úr mér hraða vel yfir 180 km/h og ég hafði hvorki kraft né kjark til að halda í við þær. Annars var þetta frekar leiðinleg keyrsla til leingdar í Þýskalandi.

Yfirgáfum Como vatn í rigning á þriðjudagsmorgun eftir frábæra dvöl þar. Höfðum reyndar ákveðið daginn áður að leigja okkur bungalow á tjaldstæðinu síðustu nottina til að geta lagt snemma af stað um morguninn. Það kom sér sérstakalega vel þegar við vöknuðum í grenjandi rigningu. Ákváðum að keyra áleiðis til Freiburg í gegnum Sviss. Kom til greina að stoppa á leiðinni og tjalda en þar sem rigningin ágerðist bara eftir því sem leið á ferðina var bara ekið nánast án þess að stoppa í gegnum Sviss og endað á Black Forest Hostel í Freiburg. Á miðvikudeginum var ekið inn í svartaskóg til að skoða herlegheitin en allt kom fyrir ekki. Það voru ekkert nema vonbrigði, skógi vaxnar hæðir með geðveikum túristaþorpum inná milli þar sem allt gekk útá að selja einhvern varning eins og kúkú klukkur, tálgaðar trjárætur, fingurbjargir merktar Scvarzwald og aðganga að hæsta fossi DE sem er 3,75m á hæð. Yfirgáfum skóginn því frekar vonsvikin en það birti yfir okkur þegar við komum í miðbæ Freiburg sem er mjög fallegur með úrvali af búðum og veitingastöðum.
Hostelið var algjör snilld og bætti upp fyrir vonbrigðin í skóginum með smá hippamenningu og sérstaklega vel tekið á móti börnum. Stórt leikhorn með mikið af dóti og spilum og það mátti alveg heyrast í þeim. Mæli með þessu í svona barnaferð. Sumir gestirnir voru svolítið spes og virtust hafa verið þarna lengi og aðrir voru búnir að reykja eithvað annað en tóbak???

Myndir berat fljótlega

Kv EK og fjölskylda





søndag den 10. august 2008

Ferdasaga 2: Itolsku alparnir

Vorum sidast i Austurriki. Vorum thar thrjar naetur a yndislegu tjaldstaedi. Boernin eldudu snjobraud og gonguferdir upp i hlidarnar vid thorpid. Einnig forum vid med klafi enn lengra upp i alpana ad stoduloni. Thar voru beljur med bjoellur. Tokum thad upp, vonandi ratar thad a bloggid einhvern tima. Mikid af hjolafolki tharna alls stadar og goengufolki audvitad. Buin ad plana goenguferd thegar krakkarnir verda eldri.
Bloendud menning tharna, m.a. kvaddi folkid stundum, chiao-tuss og kossar ad itoelskum sid.
Litid um enskumaelandi folk, svoldid sjarmerandi. Reyndi meira a thyskukunnattuna en eg helt en almennt haegt ad nota likamsmalid.
Naest keyrdum vid af stad ut i meiri ovissu og vorum oakvedin hvert leid skildi haldid. Stoppudum a miklu skidasvaedi i hadeginu. Imyndadi mer ad vaeri vetur og var naestum komin a brettid.
Svo komum vid yfir landamaerin til Italiu og thar voru enn Tirolaahrif og thorpin med tveimur noefnum, a thysku og itoelsku. Vid villtumst tharna og Bjoern Orri vard aftur mjog bilveikur og a endanum hoefdum vid tafist thad mikid ad vid urdum ad stoppa a naesta tjaldsvaedi sem var i Sviss. Mjoeg sveitalegt og notalegt. Fekk cappochino med rjoma og sukkuladi. Thar var mikid thrumuvedur um nottina og svafum thvi litid. Bergmaladi svo mikid i fjoellunum. I thessu fjallathorpi rett vi itoeslu landamaerin var folkid talandi a thrju tungumal heyrdist mer. Sigga og Eiki skelltu ser a enn eina Tirolatonleikana um kvoeldid a medan eg svaefdi Bjoern Orra.
Daginn eftir var stefnan sett a Italiu aftur, sydri alpana, Lago di Como. Vid laekkudum okkur mikid og komum medal annars vid i fraegum skidabae St. Moritz. Menningin vard smam saman italskari eins og vid thekkjum hana. Tho ad hitinn hafi alltaf verid um thrjatiu gradur hja okkur tha haekkadi hann adeins of mikid en erum ad venjast thessu nuna. Erum buin ad vera her i paradis i tvaer naetur. Vid Comovatn i litlum bae, Abbadia. Erum med allt til alls her. Alveg vid stroend og bar a stadnum. Her eru meira ad segja fullir italir, Gudumundur. Her erum vid nefnilega a medal heimamanna eda thannig italir eru her sjalfir i utilegu og margir eiga hjolhysisplass med veroend og ollu tilheyrandi.
Fyrri daginn okkar her vorum vid bara a stroendinni og krakkarnir elska thad. I dag hoefum vid farid i biltur um vatnid til borgarinnar Como og keyrt i gegnum baeina a strandlengjunni en stoppudum lika i baenum Bellagio thar sem er mikid af turistum. Forum i siglingu i Como um vatnid og leidsoegnin var a itoelsku. Skildi audvitad ekki ord nema thegar hann for ad thylja upp noefnin a thekktum leikurum og personum sem hoefdu verid tharna og eiga villur. Vid kiktum lika inn i Domo thegar messan var um thad bil ad hefjast og nadum ad kveikja a kerti adur en eg var rekin ut vegna klaedaburdar, ja thratt fyrir 35 gradur eda meira tha eiga konur ad vera fullklaeddar eda ad minnsta kosti ekki ad bera sig. Eg var i hlyrabol.
A morgun eda hinn hoeldum vid svo afram til Sviss og svo til Thyskalands, i Svartaskog og i Rinardalinn thar sem er planid ad hitta a vinhatid, nammi, namm.
Chiao.

tirsdag den 5. august 2008

Fjoskyldan i olpunum

Hae, mamma. Siminn virkar ekki her en fae smsin. Allt i lagi med okkur, alla vega enntha.

Nu erum vid stodd i bae sem heitir Nüziders i Austurriki.
Fyrstu nottina svafum vid i Bergen i Thyskalandi sem er i nordausturatt fra Hannover. Vorum a hoteli. Hofdum fylgt A7 fra Puttgarten thadan sem vid komum i land med ferjunni.
Adra nottina vorum vid i pinulitlu thorpi rett utan vid Rothenburg o.d.T. Thangad komumst vid a endanum eftir miklar umferdateppur (rokkhatid og vegaframkv.) og sma gubb i sol og hita. Mikill hiti og mikid stud thvi vid hittum a baejarhatid og tonleika og godan mat. Krakkarnir voru ad bada sig i vatninu langt frameftir.
Thridju nottina vorum vid sem sagt her i Nüziders umkringd olpunum i alla stadi. AEtlum ad fara i gongu eda gongur i dag. I gaer voru tonleikar og danssyning. Folkid var i thjodbuningum. Voda flott.

Reynum ad senda frettir sidar. AEvintyrid er rett ad byrja. AEtlum ad fikra okkur til Italiu a morgun. Verdum her eina nott i vidbot.

Simasamband ad bregdast en getum mottekid simtol og sms fra Islandi.

Vielen grüßen und großen bratwürsten essen, bitte. (Vard ad nota eitthv. af thessum stofum a lyklabordinu).