torsdag den 14. august 2008

Ferðasaga 3: Jósku alparnir

Jæja, þá er fjölskyldan komin til DK aftur en samt ekki heim í Kagså enn. Komum við i Horsens, sem er staðsett í miðjum Jósku Ölpunum, hjá Halli og Steinunni til að skoða nýjasta ættingjann. Keyrðum 1050 km í gær á 10 tímum með stoppum, frá Freiburg í suður DE til Horsens á Jótlandi. Þetta hefur verið magnað ferðalag og sérstaklega að dvelja langdvölum við akstur á þýskum hraðbrautum. Fanns ég vera frekar svalur akandi á 150 km hraða. Kúlið bráðnaði reyndar hratt þegar konur með hatt eða hárkollu, sem gætu verið amma mín tóku fram úr mér hraða vel yfir 180 km/h og ég hafði hvorki kraft né kjark til að halda í við þær. Annars var þetta frekar leiðinleg keyrsla til leingdar í Þýskalandi.

Yfirgáfum Como vatn í rigning á þriðjudagsmorgun eftir frábæra dvöl þar. Höfðum reyndar ákveðið daginn áður að leigja okkur bungalow á tjaldstæðinu síðustu nottina til að geta lagt snemma af stað um morguninn. Það kom sér sérstakalega vel þegar við vöknuðum í grenjandi rigningu. Ákváðum að keyra áleiðis til Freiburg í gegnum Sviss. Kom til greina að stoppa á leiðinni og tjalda en þar sem rigningin ágerðist bara eftir því sem leið á ferðina var bara ekið nánast án þess að stoppa í gegnum Sviss og endað á Black Forest Hostel í Freiburg. Á miðvikudeginum var ekið inn í svartaskóg til að skoða herlegheitin en allt kom fyrir ekki. Það voru ekkert nema vonbrigði, skógi vaxnar hæðir með geðveikum túristaþorpum inná milli þar sem allt gekk útá að selja einhvern varning eins og kúkú klukkur, tálgaðar trjárætur, fingurbjargir merktar Scvarzwald og aðganga að hæsta fossi DE sem er 3,75m á hæð. Yfirgáfum skóginn því frekar vonsvikin en það birti yfir okkur þegar við komum í miðbæ Freiburg sem er mjög fallegur með úrvali af búðum og veitingastöðum.
Hostelið var algjör snilld og bætti upp fyrir vonbrigðin í skóginum með smá hippamenningu og sérstaklega vel tekið á móti börnum. Stórt leikhorn með mikið af dóti og spilum og það mátti alveg heyrast í þeim. Mæli með þessu í svona barnaferð. Sumir gestirnir voru svolítið spes og virtust hafa verið þarna lengi og aðrir voru búnir að reykja eithvað annað en tóbak???

Myndir berat fljótlega

Kv EK og fjölskylda





1 kommentar:

Anonym sagde ...

Skemmtileg ferðasaga..., aðeins viðburðarminna sumarfrí hjá okkur, mývatnssveitin klikkar samt ekki á veðrinu og notalegheitum.

kv
Fífa