Við fengum tvo skólafélaga Eiríks í mat á þriðjudaginn, sem eru reyndar kvenkyns. Kemur ekki á óvart, Eiríkur virðist alltaf kunna best við sig í kvennafans. Stúlkurnar eru sem sagt eða voru með honum í hópvinnu, önnur er hætt, veit ekki afhverju. Önnur þeirra er dönsk, sú er reyndar hætt í námskeiðinu, og hin kínversk. Við buðum þeim uppá fisk, m.a. íslenskan þorsk, úr Fisk Bútík. Ég þurfti að leggja mig alla fram við að reyna að tala ensku, því ég er alls ekki í æfingu að hugsa á ensku. Enda blandaði ég fullt af orðum inní samræðurnar á dönsku. Hlýtur að hafa verið fyndið að hlusta á mig. Maturinn rann ljúflega niður, enda snilldarkokkur. Umræðurnar snerust mikið um fisk og nöfn á fisktegundum á ensku, dönsku og íslensku. Sigga Halla borðaði með auðvitað með okkur og borðaði vel en Björn Orri tók þann pól í hæðina að tala ekki, borða ekki og vera ekki. Hann bara hvarf inn í sinn heim inni í herbergi. Hann var svo sjúklega feiminn. Ég ákvað að vera ekkert að pína hann og lét hann bara vera en talaði samt reglulega við hann inni í herbergi til að láta hann vita að hann væri ekki einn í heiminum. Við þurfum greinilega að fara að vinna í þessu atriði og vera duglegri að fara í heimsóknir með hann. Hann tekur þetta með trompi á Íslandi í öllum stóru jólaboðunum. Kínverska stúlkan á dreng sem er jafngamall Birni Orra en því miður er hann ekki hér hjá móður sinni. Hann er heima hjá ömmu sinni í Shanghæ. Ekki auðvelt það, að ferðast svona langt frá barni sínu til að ná sér í menntun. Fjölskyldan stefnir reyndar á að flytja saman til BNA á næsta ári.
Nú eru börnin úti í vampíru- og draugabúningum að biðja um slik eða bjóða ballade. Hér flýtur sem sagt allt í sælgæti. Magapína fyrir suma. Mér hefur samt tekist að halda namminu frá Birni, annars væri hann hér frameftir allri nóttu með partý.
O, ó. Verið að berja á dyrnar. Kannski einhver ófögnuður.
Böh!
fredag den 31. oktober 2008
søndag den 19. oktober 2008
Haustfríið

Kominn sunnudagur og skólinn byrjar á morgun með allri rútínunni. Við fögnum því eftir nokkurra daga óreglu. Við erum búin að orka að fara á barnaleikfangasafn, þjóðminjasafn, leika saman, elda hangikjöt og hafa það huggulegt. Á eftir ætlum við svo í sund.
Björn Orri er búinn að vera tvær vikur bleiulaus og gengur vel. Hann er óskaplega stolltur af því og við spörum ekki hrósin. Meira að segja duglegur að segja til þegar við erum ekki heima.
Sigga er að fá mjög fullorðinslegan svip með risafullorðinstönnum. Henni gengur vel með heimanámið og í skólanum.
Gullkorn:
Sigga: Afhverju usshar strætó alltaf á fólk? Afhverju má maður ekki tala í strætó?
Mamma: ha, ha, ha, ha....eh?!!!! (einhver ræða um loftið í strætó).
Hér er annars komin mikil hrekkjavökustemmning og Sigga búin að ákveða sitt gervi. Kemur í ljós, ætla ekki að segja það hér.
Var annars loksins að hlaða inn myndum frá sumrinu og svo er von á fleiri úr haustfríinu. Þannig að nóg að gera þar.
Sigga: Afhverju usshar strætó alltaf á fólk? Afhverju má maður ekki tala í strætó?
Mamma: ha, ha, ha, ha....eh?!!!! (einhver ræða um loftið í strætó).
Hér er annars komin mikil hrekkjavökustemmning og Sigga búin að ákveða sitt gervi. Kemur í ljós, ætla ekki að segja það hér.
Var annars loksins að hlaða inn myndum frá sumrinu og svo er von á fleiri úr haustfríinu. Þannig að nóg að gera þar.
torsdag den 16. oktober 2008
Allt í lagi með okkur, ef einhver er að efast um það.
Haustfríið í skólunum er að verða búið. Við byrjuðum samt ekki eiginlegt frí fyrr en í dag. Í dag fórum við á Nationalmuseet, á barnasafnið. Þar vorum við heillengi þar sem var stórt leiksvæði og þrautir fyrir börnin. Þau gátu leikið víkinga, verið í skólastofu frá því snemma á síðustu öld, eldað mat að hætti miðaldamanna, farið í búninga og margt fleira. Við gengum aðeins um miðbæ Kaupmannahafnar og tókum svo metro heim, stoppuðum í Frederiksberg og fengum okkur fisk í matinn, nammi, nammi íslenskan þorsk hvorki meira né minna.
Á morgun höfum við svo hugsað okkur að skella okkur til Helsingør í kastala. Einnig er á dagskrá helgarinnar að fara í skógarferð og kíkja á bamba að berjast, elda hangikjöt, sund, Frilandsmuseet i Lyngby en hver veit hvað mikið af þessu verður svo framkvæmt.
Á morgun höfum við svo hugsað okkur að skella okkur til Helsingør í kastala. Einnig er á dagskrá helgarinnar að fara í skógarferð og kíkja á bamba að berjast, elda hangikjöt, sund, Frilandsmuseet i Lyngby en hver veit hvað mikið af þessu verður svo framkvæmt.
torsdag den 2. oktober 2008
Við eigum ammæli í dag
Já, já hér var afmælisbarnið vakið með köku og mjólk og afmælissöng en svo fór það í skólann sinn. Hann fékk lofyrði til að kaupa hjólabuxur, treysti mér bara ekki til þess. Svo fékk afmælisbarnið sushi, hjólaljós, þýskt hvítvín, hjartateikningar og lagköku um kvöldið.
Fleiri afmæli: Annars var eitthvað afmæli hjá hernum í gær, náði því ekki og yfir Kaupmannahöfn flugu 20 herþotur, kannski svona F16 sem eru á leið til Afgan.
Nú er bara að sjá hvernig dagurinn í dag fer. Byrjaði ekki vel, smáfólkið ekki í góðu skapi þegar það þurfti að fara á leikskóla og í skólann í morgun. Það verður samt sótt snemma og eitthvað skemmtilegt dundað í dag.
Sigga og Eiríkur eru búin að vera að hnoða einhverju saman.
Hér eru líka góðir gestir, foreldrar mínir. Við höfum því gert ýmislegt síðustu daga. Farið í hallarferðir, hjólaferðir og svo fórum við hjónin í gott matarboð og notuðum okkur pössun hjá nýkomnum gestum okkar.
Framundan er heil vinnu- og skólavika en að henni lokinni er haustfríið og ætlum við að njóta þess að vera saman fjölskyldan einhverja daga og gera eitthvað spennandi í nágrenni Kaupmannahafnar í haustfríinu, höfum ekki mikla peninga úr að spila eins og margir reyndar ættu að kannast við þessa dagana. Við höldum bara niðri í okkur andanum.
Bið þá að heilsa ykkur öllum í bili. :)
Fleiri afmæli: Annars var eitthvað afmæli hjá hernum í gær, náði því ekki og yfir Kaupmannahöfn flugu 20 herþotur, kannski svona F16 sem eru á leið til Afgan.
Nú er bara að sjá hvernig dagurinn í dag fer. Byrjaði ekki vel, smáfólkið ekki í góðu skapi þegar það þurfti að fara á leikskóla og í skólann í morgun. Það verður samt sótt snemma og eitthvað skemmtilegt dundað í dag.
Sigga og Eiríkur eru búin að vera að hnoða einhverju saman.
Hér eru líka góðir gestir, foreldrar mínir. Við höfum því gert ýmislegt síðustu daga. Farið í hallarferðir, hjólaferðir og svo fórum við hjónin í gott matarboð og notuðum okkur pössun hjá nýkomnum gestum okkar.
Framundan er heil vinnu- og skólavika en að henni lokinni er haustfríið og ætlum við að njóta þess að vera saman fjölskyldan einhverja daga og gera eitthvað spennandi í nágrenni Kaupmannahafnar í haustfríinu, höfum ekki mikla peninga úr að spila eins og margir reyndar ættu að kannast við þessa dagana. Við höldum bara niðri í okkur andanum.
Bið þá að heilsa ykkur öllum í bili. :)
Abonner på:
Opslag (Atom)