torsdag den 16. oktober 2008

Allt í lagi með okkur, ef einhver er að efast um það.

Haustfríið í skólunum er að verða búið. Við byrjuðum samt ekki eiginlegt frí fyrr en í dag. Í dag fórum við á Nationalmuseet, á barnasafnið. Þar vorum við heillengi þar sem var stórt leiksvæði og þrautir fyrir börnin. Þau gátu leikið víkinga, verið í skólastofu frá því snemma á síðustu öld, eldað mat að hætti miðaldamanna, farið í búninga og margt fleira. Við gengum aðeins um miðbæ Kaupmannahafnar og tókum svo metro heim, stoppuðum í Frederiksberg og fengum okkur fisk í matinn, nammi, nammi íslenskan þorsk hvorki meira né minna.
Á morgun höfum við svo hugsað okkur að skella okkur til Helsingør í kastala. Einnig er á dagskrá helgarinnar að fara í skógarferð og kíkja á bamba að berjast, elda hangikjöt, sund, Frilandsmuseet i Lyngby en hver veit hvað mikið af þessu verður svo framkvæmt.

Ingen kommentarer: