Við fengum tvo skólafélaga Eiríks í mat á þriðjudaginn, sem eru reyndar kvenkyns. Kemur ekki á óvart, Eiríkur virðist alltaf kunna best við sig í kvennafans. Stúlkurnar eru sem sagt eða voru með honum í hópvinnu, önnur er hætt, veit ekki afhverju. Önnur þeirra er dönsk, sú er reyndar hætt í námskeiðinu, og hin kínversk. Við buðum þeim uppá fisk, m.a. íslenskan þorsk, úr Fisk Bútík. Ég þurfti að leggja mig alla fram við að reyna að tala ensku, því ég er alls ekki í æfingu að hugsa á ensku. Enda blandaði ég fullt af orðum inní samræðurnar á dönsku. Hlýtur að hafa verið fyndið að hlusta á mig. Maturinn rann ljúflega niður, enda snilldarkokkur. Umræðurnar snerust mikið um fisk og nöfn á fisktegundum á ensku, dönsku og íslensku. Sigga Halla borðaði með auðvitað með okkur og borðaði vel en Björn Orri tók þann pól í hæðina að tala ekki, borða ekki og vera ekki. Hann bara hvarf inn í sinn heim inni í herbergi. Hann var svo sjúklega feiminn. Ég ákvað að vera ekkert að pína hann og lét hann bara vera en talaði samt reglulega við hann inni í herbergi til að láta hann vita að hann væri ekki einn í heiminum. Við þurfum greinilega að fara að vinna í þessu atriði og vera duglegri að fara í heimsóknir með hann. Hann tekur þetta með trompi á Íslandi í öllum stóru jólaboðunum. Kínverska stúlkan á dreng sem er jafngamall Birni Orra en því miður er hann ekki hér hjá móður sinni. Hann er heima hjá ömmu sinni í Shanghæ. Ekki auðvelt það, að ferðast svona langt frá barni sínu til að ná sér í menntun. Fjölskyldan stefnir reyndar á að flytja saman til BNA á næsta ári.
Nú eru börnin úti í vampíru- og draugabúningum að biðja um slik eða bjóða ballade. Hér flýtur sem sagt allt í sælgæti. Magapína fyrir suma. Mér hefur samt tekist að halda namminu frá Birni, annars væri hann hér frameftir allri nóttu með partý.
O, ó. Verið að berja á dyrnar. Kannski einhver ófögnuður.
Böh!
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
2 kommentarer:
Varðandi það að hafa barnið í Shanghai hjá foreldrum þá er þetta mjög eðlilegt hérna og fólk ekkert að kippa sér upp við það að ala ekki upp börnin sín. Nú er búið að breyta reglum í Shanghai þannig að ef báðir foreldrar eru einbirni, þá meiga þau eiga tvö börn, enn viti menn. Fyrra barnið fá föðurforeldrarnir en það seinna fá móðurforeldrarnir.
Hvað ertu að segja? Helt underligt. Einmitt, þessi unga móðir ákvað einmitt að hætta við að taka strákinn sinn til BNA þar sem hjónin ætla að ljúka sinni menntun næsta hálfa árið og hafa hann áfram hjá móður sinni. Heldur ekki ráðlegt að taka barnið í svo stuttann tíma í svona nýtt umhverfi. Mjög ólíkt sjónarmið en samt barninu fyrir bestu úr þessu, held ég.
Send en kommentar