lørdag den 29. september 2007

Bilenyheder, flödeboller og mange andre forskellige ting

Fórum í misheppnaða bæjarferð í dag og komum köld og vot heim. Ætluðum að skreppa og kíkja á bílinn okkar í dagsljósi og gerðum það. Þá vorum við komin niður í bæ og ákváðum að halda okkur þar en höfðum ætlað í einhverja verslunarmiðstöð og skipta liði og reyna að finna einhverjar afmælisgjafir. En viti menn rigningin jókst og jókst og við gerðum ekkert nema að vökna meir og meir. Börnin voru reyndar vel sett í kerrunni góðu (stóru lokuðu hjólakerrunni). Ferðin byrjaði reyndar þannig að kvenkyns strætóbílstjóri lokaði á okkur vegna þess að hún hélt því fram að ekki væri leyfilegt að fara með kerruna í strætó. Við urðum því að sitja og bíða eftir næsta sem kom eftir tíu mínútur. Konan sem er að selja bílinn á íslenskan kærasta frá Hafnarfirði. Skemmtileg tilviljun. Þegar heim var komið fengum við okkur heitt heimalagað kakó og vínarbrauð. Við erum að elda kjúlla í ofni með einhverri sósu sem Eiríkur galdrar fram. Svo stór kjúklingur að við höfum hann í afgang á morgun. Við ætlum að baka köku á morgun en svo ætlum við að elda eitthvað sérlega gott á mánudaginn og hafa smáfjölskylduafmæli.
Framundan er líka haustfrí í skólunum, 13.-22. okt. Við gerum ráð fyrir að vera komin á bíl þá og taka svona tvo heila daga í dagsferðir. Ekki ákveðið enn hvað á að gera. Eiríkur ætlar að reyna að nota fríið líka í að vera duglegur að læra. Rosalega mikið að gera í skólanum hans og ég er afskaplega fegin að vera bara í hlutastarfi.
Allavega höfum við afrekað það núna að vera hér í tvo heila mánuði og auðvitað erum við líka að halda uppá það með afmælunum.
Bílafréttirnar eru þær að við erum að bíða eftir pappírum frá tryggingafélaginu og þá þurfum við að fara til þeirra og semja og fá plagg um að við ætlum að tryggja hjá þeim. Þá fyrst getum við gengið frá bílakaupum. Sem sagt gerist í vikunni og verður vonandi búið á föstudaginn þetta vesen.
Sigga fékk flödeboller í skólanum um daginn. Ákveðið var að á hverjum föstudegi ætli börnin að hygge sig og fá sér eitthvað gott. Við foreldrarnir eigum að skiptast á að koma með eitthvað gott. Síðast var súkkulaðikaka. Ég er að gæla við að koma með pönnukökur með sykri. En ekki fyrr en 2. nóvember.
Við Eiríkur erum komin í nefnd fyrir Kagsaafest sem verður haldin 3. nóvember. Ætti ekki að koma á óvart að við erum í matarnefnd. Þetta er svona árshátíð Kagsaabúa en eingöngu fyrir Íslendingana hér. Í fyrra mættu um 80 en veit ekki enn hvað margir búa hér. Allavega er íslenska algengasta tungumálið.

K.H.

6 kommentarer:

Anonym sagde ...

Elsku Eiríkur og Auður !
Hjartanlega til hamingju með afmælin ykkar næstu 2 daga.
Ég kíki hingað í hverri viku til að lesa hvað þið hafið verið að gera. Til lukku með nýja bílinn, vonandi verður hann ykkur góður og laus við bilanir og þess háttar.
Hafið það alltaf sem best og knúsið börnin fyrir okkur.
Kærar kveðjur, Solla og Rúnar

Auðríkur sagde ...

Takk fyrir kveðjurnar, já og við munum eftir því að knúsa börnin.

KH Auður og Eiríkur.

Anonym sagde ...

Til hamingju með daginn!!


kv. Unnur

Anonym sagde ...

Sæl veriði öll sömul.
Við óskum ykkur innilega til hamingju með afmælin ykkar og tilvonandi bílakaup.
Stórt knús til Siggu Höllu og Björns Orra frá okkur öllum í Hamrahlíðinni. Kv. Ella

Auðríkur sagde ...

Hæ, takk fyrir allar kveðjurnar. Ætlum að halda áfram að liggja á meltunni hér eftir meiriháttar kvöldverð bóndans. Heyri í ykkur seinna.
K.h. Auður og Eiríkur.

S�sanna �sk sagde ...

Til hamingju með ammó!