Gleðilega páska öllsömul!
Hér erum við að stíga uppúr enneinni kvefpestinni. Sól og gott veður en ekki útlit fyrir að við komumst út á morgun vegna þess að bæði börnin eru enn með hita. Í staðinn höfum við það huggulegt innifyrir, horfum á páskadagskrá í sjónvarpinu, föndrum o.fl.
Afi og amma eru nýbúin að vera hérna hjá okkur í viku. Við skruppum meðal annars til Jótlands um helgina, gistum í Horsens. Takk Hallur og Steinunn. Höfðum það mjög huggulegt. Sjá myndir. Svo héldum við áfram að hafa það huggulegt hér í borginni. Voða notalegt að fá afa og ömmu til okkar.
Tvær tennur dottnar hjá Siggu og farið að sjást í fullorðinstennurnar nú þegar, allt á tveimur vikum. Spennó.
Framundan er páskahátíðin sjálf. Ætlum okkur að reyna að fara í skógargöngur, borða góðan mat og páskaegg.
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
4 kommentarer:
Gleðilega páska frá okkur.
Hekla
Takk fyrir huggulegar móttökur síðasta mánudag, og fyrir pössun á ketti og fleiru;)
Hafið það sem allra best mín kæru.
Kv. frá grasekkjunni í Horsens
Hæ hæ, gaman að skoða myndirnar af ykkur, gaman að þið skylduð fá heimsókn til ykkar út:) Til hamingju Sigga með að vera búin missa tvær tennur, glæsilegt!! Við höfðum það voða fínt um páskana, vorum á skíðum allan tímann á Akureyri og skemmtum okkur voða vel, búinn að vera flottur skíðavetur:) Hlakka til að hitta ykkur þegar þig komið. Reynum að finna tíma til að hittast:)
Hafið það gott, bestu kveðjur
Anna Fanney
Ég vona að fólk geti hitt mig ef það hefur áhuga á því. Bara að skipuleggja sig vel, ha.
Danir eru skipulagðir fram úr hófi. Ég er að spá í að skrá mig í 5 km hlaup, verð í liði á vegum KU, kúl. Skráningu lýkur 7.4. en hlaupið er í september. Veit nú yfirleitt ekki meira en svona mánuð til þrjá mánuði max hvað ég er að fara að gera.
Send en kommentar