søndag den 9. marts 2008

Við erum væntanleg

Gleymdi auðvitað aðalfréttunum sem eru þær að við erum væntanleg til Íslands 23. maí og verðum alveg til 18. júní. Sigga fær alveg óhemjulangt frí úr skólanum og í óþökk skólayfirvalda en það verður að hafa það bara. Hún á þetta frí skilið.
Þið getið því farið að panta tíma hjá okkur. Hægt verður að hafa samband við okkur með tölvupósti, hér og í símanúmer sem ég auglýsi þegar ég kem til landsins (skelli örugglega frelsisnúmer í símann á flugvellinum í stað þess danska).
Því miður kemur skóladrengurinn ekki með okkur að þessu sinni, verðum bara þrjú á ferð. Er í prófum út maí. Hann kemur vonandi seinna.

2 kommentarer:

Anonym sagde ...

Frábært....en spennandi, við verðum að fá að bjóða ykkur í mat..
kv
Fífa og fjölskylda

Fjóla sagde ...

Æðislegt. Verðum að reyna að hafa eitt gott stelpukvöld :) Kannski jafnvel hittast í heimahúsi, fá sér smá mojitos, spila og kjafta fram á nótt ;)... já eða bara eitthvað annað sem hentar...

Hlakka til að sjá ykkur
Kv. Fjóla