Gleymdi auðvitað aðalfréttunum sem eru þær að við erum væntanleg til Íslands 23. maí og verðum alveg til 18. júní. Sigga fær alveg óhemjulangt frí úr skólanum og í óþökk skólayfirvalda en það verður að hafa það bara. Hún á þetta frí skilið.
Þið getið því farið að panta tíma hjá okkur. Hægt verður að hafa samband við okkur með tölvupósti, hér og í símanúmer sem ég auglýsi þegar ég kem til landsins (skelli örugglega frelsisnúmer í símann á flugvellinum í stað þess danska).
Því miður kemur skóladrengurinn ekki með okkur að þessu sinni, verðum bara þrjú á ferð. Er í prófum út maí. Hann kemur vonandi seinna.
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
2 kommentarer:
Frábært....en spennandi, við verðum að fá að bjóða ykkur í mat..
kv
Fífa og fjölskylda
Æðislegt. Verðum að reyna að hafa eitt gott stelpukvöld :) Kannski jafnvel hittast í heimahúsi, fá sér smá mojitos, spila og kjafta fram á nótt ;)... já eða bara eitthvað annað sem hentar...
Hlakka til að sjá ykkur
Kv. Fjóla
Send en kommentar