Búin að vera heima í viku núna og allt að falla í rútínu.
Sigga er nú þegar komin með heimavinnu og var ekki að nenna því svona fyrst en svo þegar hún er byrjuð þá er þetta allt í lagi. Hún er meira fyrir að leika bara við vinkonu sína þegar heim kemur sem er svo sem skiljanlegt. Annars er hún byrjuð í fiðlutímum og svo byrjar sundið í næstu viku væntanlega.
Björn Orri er ekkert í stuði að fara á leikskólann en er samt mun rólegri en eftir síðasta frí. Hann fór reyndar í málþroskapróf og sagði ekki eitt orð og reyndi að grafa sig inn í leikskólakennarann sem var með hann í fanginu. Þetta próf verður endurtekið eftir um fjóra mánuði. Hann er svo að fara til eyrnalæknis aftur á morgun vegna vökvi í eyranu sem er að bögga manninn svoldið og veldur því að hann m.a. heyrir ekki svo vel með því.
Við fengum líka ánægjulega heimsókn um leið og við komum heim. Unnur, Burkni og Helga Lilja voru á landinu og fóru á fimmtudaginn. Helga Lilja er orðin svo stór að hún slær öll stækkunarmet held ég. Svo er von á Guðmundi á þriðjudag frá Íslandi sem ætlar að stoppa í nokkra daga á leið til Ítalíu.
Annars erum við líka í olympískri vímu. Búin að flagga úti á svölum og erum að undirbúa gott fest hér í fyrramálið. Danir fylgjast vel með okkur líka og senda út íslensk viðtöl og kalla okkur norræna bræður sína sem er auðvitað rétt.
Áfram Ísland!
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
7 kommentarer:
Já maður er fullur föðrurlandsstolti núna;)))
Vonandi fer Birni að líða betur í seyrunum sínum, og ég sé þetta nú svoltítið fyrir mér í prófinu, bara best að segja ekki NEITT, krúttið. Honum gengur örugglega betur eftir 4 mánuði.
Frábært að Sigga sé byrjuð í fiðlutímum, býð mig samt ekki fram í að hlusta fyrst um sinn, mér þykir nefnilega hljóðið svo fyrst ekki skemmtielgt, hehehhe.
Jæja hafið það sem best. Takk fyrir heimsóknina um daginn, og takk fyrir lillan enn og aftur;)))
Steinka og co.
Áfram Ísland....það er allt á hvolfi hérna heima vegna keppninar.
Þið eruð aldeilis mögnuð að leggja að hlusta á fiðluæfingar...ég reyni að hlusta ekki á umræður sonarins um trommusett.....
kv
Fífa
Ég segi bara Go go Sigga! Þetta er alls ekki svo slæmt. Örn fékk trompet frá pabba sínum en hann er búinn að byðja um lúður í þó nokkurn tíma. Segist vera nógu góður í að halda í sér.
Hekla
Við eigum að vísu lítinn gítar fyrir Mána...hann spilar mikið og syngur, helst rokk...og allra helst dauðarokk.
Já, það er líf og fjör þar sem eru börn.
Hæ og velkomin heim aftur (smá seint ein.. ) Gaman að lesa ferðasöguna ykkar og ótrúlegt hvað þið náðuð að fara yfir mikið á 2 vikum með börnin! Þið eruð sko hetjur ;)
Já eins og aðrir Íslendingar þá hefur allt snúist um "strákana okkar" á Ólympíuleikunum. Hrikalega gaman að þessu og að finna svona stemningu í landinu. Það var svo tekið á móti þeim á miðvikudaginn með þjóðhátið hreint út sagt. Mannfjöldinn sló pottþétt út 17. júní dæmið sko.. en hafið það gott.
Kveðja héðan úr rigningu og roki
Fjóla
Við fréttum að slökkviliðið á KEF hafi sprautað heiðursbunum í kross yfir flugvél strákanna okkar þegar hún lenti. Okkur Guðmundi fannst því viðeigandi að pissa tveimur heiðursbunum í kross í klósettið hér í Kagsåkollegiet 54 strákunum okkar til heiðurs. Húrra, Húrra, Húrra Húúúúrrrrrra. Áfram Ísland.
Kv EK
Klukk mín kæru;)
Stefnum annars á köbenferð á næstu vikum, þurfum að fá vegabréf fyrir babyið.
Ráðumst reyndar kannski ekki inn á ykkur næst, heppin þið en við hittumst vonandi engu að síður.
Kv. Steinunn
Send en kommentar