Hér hefur snarkólnað. Íslenskt veður, ef svo má segja. Danir eru mjög óánægðir og segja jafnvel að veðurfarbreytingar í heiminum komi mest niður á þeim. Hvað með alla fellibylina, segi ég? Ekki eru þeir hér. Þannig að þeir sem eru á leiðinni hingað ættu því að hafa það í huga að klæða sig eftir íslenskum aðstæðum, hafið lobbuna með eða góða yfirhöfn.
Hvað um það, við erum ánægð og líður vel. Gott að vera ekki stanslaust svitnandi.
Björn Orri er búinn að heimsækja leikskólann tvisvar, svona foraðlögun. Hann nýtur sín mjög vel úti að leika í skólanum. Kennarinn hennar Siggu sagði líka að hún væri farin að tala svolítið við börnin. Hún er svo fljót að aðlagast. Hún er samt oft þreytt og vill helst leika við íslenska krakka til að hvíla sig á að reyna að skilja dönskuna.
Eiríkur er búinn að vera tvo daga í kynningarprógrammi í skólanum og fer aftur á morgun. Hann hefur verið fram á kvöld. Við Björn Orri höfum verið að slappa af heima og skoða hverfið okkar. Um daginn lentum við í fyrsta hjóladónanum. Ég gekk óvart í veg fyrir hjólreiðamann með kerruna og hann blótaði mér í sand og ösku. Held það útleggist nokkurn veginn svona á íslensku: gáðu hvert þú ferð helvítis kelling %####!"&$!!!... Hann stoppaði og var á götunni og ég bara gekk yfir götuna þar sem enginn bíll var og hann stoppaði. Ég lagði ekki í að rífast á móti og þagði bara og fór mína leið.
Við eigum von á góðum gestum um helgina. Unnur og Burkni koma með tonn af drasli sem við skildum eftir heima. Þau ætla að stoppa fram á mánudagskvöld. Hér eiga líka leið um Sigurjón og Arndís og Halla. Sem sagt Tivoli og verslunarferð ásamt kaffihúsum og fleiru skemmtilegu um helgina.
Súsanna, takk fyrir sokkana. Koma sér ótrúlega vel. Sigga hefur gaman að að velja nýja á hverjum degi.
Lovísa, fékkstu póstkortið?
Hilsen, Glaðsaxarnir.
torsdag den 30. august 2007
mandag den 27. august 2007
Kláruðum Frederiksberg með Guðmundi
Fórum í dýragarðinn í gær og skoðuðum öll dýrin. Hittum fiðrildi, einmana simpansa og íslenska hesta (voru feimnir). Við eyddum öllum eftirmiðdeginum þar og vorum fram á kvöld. Krakkarnir og ekki síður við fullorðna fólkið höfðum ofboðslega gaman að dýrunum. Á leiðinni heim ákváðum við að fá okkur eitthvað ódýrt og fljótlegt. Til að gera langa sögu stutta fengum við á borðið fjóra stærstu borgara sem ég hef séð. Tókum einn með heim og enginn hinna kláraðist. Enginn hefur lagt í hann enn.
Í dag ætlum við að skreppa niður í bæ eftir skólann hennar Siggu sem klárast klukkan 13:00. Í kvöld kveðjum við Guðmund sem fer til Ítalíu. Sjáum hann kannski um jólin næst.
Hilsen.
Í dag ætlum við að skreppa niður í bæ eftir skólann hennar Siggu sem klárast klukkan 13:00. Í kvöld kveðjum við Guðmund sem fer til Ítalíu. Sjáum hann kannski um jólin næst.
Hilsen.
lørdag den 25. august 2007
Laugardagsfærsla
Fjölskyldurólegheitardagur í dag. Vorum heima í rólegheitum. Eiríkur fór hjólandi með Siggu í stóra innkaupaferð inn í Herlev. Sigga hjólaði sjálf. Er orðin mjög örugg að hjóla. Þau keyptu allt mögulegt, meðal annars eitthvað gott til að bjóða Guðmundi uppá sem kemur í fyrramálið. Á meðan lékum við okkur, ég og Björn Orri og hann hjálpaði mér með þvottinn. Þegar þau feðgin komu úr innkaupaferð fórum við öll beint í strætó (og Metro) til Fredriksberg og fórum sem sagt í garð þar. Við gengum um garðinn og fengum okkur hressingu og fundum leiksvæði þar sem krakkarnir undu sér lengi vel. Lukum okkar vera þarna með bátsferð um garðinn sem var mjög skemmtileg. Gengum svo um hverfið í dággóða stund í leit að matsölustað sem hentugt væri að vera með börn og það tók svolítinn tíma. Kynntumst í leiðinni hverfinu ágætlega. Fundum svo eftir mikla leit ítalskan stað rétt áður en við gáfumst upp.
Í gær fórum við líka í hjólaferð eftir skólann til Herlev í leit að fótboltaskóm fyrir Eirík vegna fyrirhugaðs bjórbolta. Sigga hjólaði líka sjálf þá. Við keyptum líka leikfimiskó fyrir Siggu í leiðinni. Ég gekk framhjá fiskbúð og hugsaði með mér að mig langaði svo í fisk og gott væri að láta á reyna hvort fiskurinn væri góður. Var farin að sakna þess að fá fisk að borða. Fiskurinn var saltur, keypti löngu, og dýr. Kostaði 95 kr minnir mig, 500 gr. Hugsaði með mér, sem betur fer er Eiríkur ekki í mat. Vá, hvað fiskur er dýr. Ekki einu sinni ferskur. Hér er gott ef hann kemur 2 svar í viku. Ég eldaði þetta eftir minni bestu getu og börnunum fannst þetta gott. Björn Orri makaði matnum og henti útum allt undir lokin og sullaði niður á nýja dúkinn okkar. Svo nú eru komnir blettir eftir fyrstu notkunina. Börnin voru líka að fá kojur, ný rúm í gær og Björn Orri ákvað að hann vildi ekki sofa þarna. Hann lét öllum illum látum allt kvöldið þar til hann gafst um um 23 ca. Þannig að rólegheitakvöldið sem við Sigga höfðum planað saman fór fyrir bý. Ég var allt kvöldið að reyna að slappa af, elda í rólegheitum og borða í rólegheitum og að lokum að horfa á barnamynd með börnunum en allt snerist við. Ég var bara í því að róa strákinn niður og þrífa eftir hann. Sigga var mjög svekkt. Við fengum meira að segja eftirmat. Jarðarber með rjóma og sykri og niðurskorinn ananas. Börnunum þótti það gott. Við keyptum jarðarberin hjá grænmetis- og ávaxtasala sem spurði okkur hvort við værum frá Ísrael. Mér brá svo og hélt að hann myndi jafnvel neyta okkur um viðskipti vegna þess að hann væri sjálfur hugsanlega múslimskur Tyrki þannig að ég flýtti mér að leiðrétta það og hann afgreiddi okkur með bros á vör.
Við erum léleg að taka myndir en eigum samt myndir sem við eigum eftir að setja á netið. Reyni að bæta úr því þegar brósi fer. Bið að heilsa í bili.
Í gær fórum við líka í hjólaferð eftir skólann til Herlev í leit að fótboltaskóm fyrir Eirík vegna fyrirhugaðs bjórbolta. Sigga hjólaði líka sjálf þá. Við keyptum líka leikfimiskó fyrir Siggu í leiðinni. Ég gekk framhjá fiskbúð og hugsaði með mér að mig langaði svo í fisk og gott væri að láta á reyna hvort fiskurinn væri góður. Var farin að sakna þess að fá fisk að borða. Fiskurinn var saltur, keypti löngu, og dýr. Kostaði 95 kr minnir mig, 500 gr. Hugsaði með mér, sem betur fer er Eiríkur ekki í mat. Vá, hvað fiskur er dýr. Ekki einu sinni ferskur. Hér er gott ef hann kemur 2 svar í viku. Ég eldaði þetta eftir minni bestu getu og börnunum fannst þetta gott. Björn Orri makaði matnum og henti útum allt undir lokin og sullaði niður á nýja dúkinn okkar. Svo nú eru komnir blettir eftir fyrstu notkunina. Börnin voru líka að fá kojur, ný rúm í gær og Björn Orri ákvað að hann vildi ekki sofa þarna. Hann lét öllum illum látum allt kvöldið þar til hann gafst um um 23 ca. Þannig að rólegheitakvöldið sem við Sigga höfðum planað saman fór fyrir bý. Ég var allt kvöldið að reyna að slappa af, elda í rólegheitum og borða í rólegheitum og að lokum að horfa á barnamynd með börnunum en allt snerist við. Ég var bara í því að róa strákinn niður og þrífa eftir hann. Sigga var mjög svekkt. Við fengum meira að segja eftirmat. Jarðarber með rjóma og sykri og niðurskorinn ananas. Börnunum þótti það gott. Við keyptum jarðarberin hjá grænmetis- og ávaxtasala sem spurði okkur hvort við værum frá Ísrael. Mér brá svo og hélt að hann myndi jafnvel neyta okkur um viðskipti vegna þess að hann væri sjálfur hugsanlega múslimskur Tyrki þannig að ég flýtti mér að leiðrétta það og hann afgreiddi okkur með bros á vör.
Við erum léleg að taka myndir en eigum samt myndir sem við eigum eftir að setja á netið. Reyni að bæta úr því þegar brósi fer. Bið að heilsa í bili.
mandag den 20. august 2007
Komin heim og í gírinn
Við erum komin af stað aftur í stórborgarlífinu hér í Köben. Sigga fór í skólann og líður betur. Á morgun fer hún í smáferð með skólanum í mosen, sem ég held að sé mýrin. Ég fór í vinnuna og hélt að ég væri bara að fara að tala við launafulltrúann en ég byrjaði aðeins að vinna og kynntist fullt af skemmtilegu fólki. Við gerðum skrifstofuleikfimi og ég borðaði með hópnum í mötuneytinu sem er ágætt. Í vinnuna byrjaði ég að hjóla í lest, fór svo í Metro og hjólaði svo. Ég vinn úti á Íslandsbryggju, Njálsgötu. Í vinnunni var kona sem sat næst mér og hjálpaði mér mikið við að læra hvernig ég á að vinna. Hún talaði sem betur fer enga íslensku eins og margir aðrir í vinnunni svo ég gat æft mig svolítið. Eftir vinnu fórum við fjölskyldan öll saman í innkaupaferð hjólandi inn í Herlev bymidte. Sigga er orðin óskaplega dugleg að hjóla og hún hjólaði sjálf. Við fylltum vagninn af mat, börnin sofnuðu í búðinni, en vöknuðu fyrir heimferð. Við höfum ekki enn haft tíma til að fara að sækja stækkunarplötur á borðið okkar en sú ferð er áætluð á morgun. Við erum enn að leggja lokahönd á að koma okkur fyrir en flest er komið. Við eigum eftir að semja við símafyrirtæki, fá kojur fyrir börnin, sækja um skattkort sem dæmi. Allt þetta er samt á dagskrá í þessari viku ásamt því að vera að vinna fyrir hádegi fram á fimmtudag. Vinn svo ekkert í næstu viku því þá er Eiríkur í kynningarviku í skólanum. Vikuna eftir það er Björn Orri að byrja í aðlögun á leikskólanum sem gengur vonandi vel. Leikskólarnir eru mjög frjálslegir hér. Barnið er með pláss allan daginn og það getur komið og farið þegar foreldrum hentar. Fyrir minnstu börnin er æskilegt að sé einhver áætlun. Þau koma með nesti á leikskólann en fá ekki heitan mat. Jæja, verð að koma börnunum í háttinn. Bið að heilsa.
lørdag den 18. august 2007
Af Jótlendingum
Erum hér í algjöru letilífi. Fórum í smáökuferð að strandbæ í dag. Þar var hátíð, staðsett við höfnina. Fiskbúð opin og menn sem voru í keppni um að sitja eða standa sem lengst á staur, eins vitlaust og það nú er. Í boði voru reyndar peningaverðlaun sem ég man ekki hvað voru há. Ýmislegt til dundurs sem sagt. Sigga og Áróra eru oftast bestu vinkonur í heimi og njóta þess að vera saman. Hér búa tveir kettlingar sem þurfa að ganga í gegnum ýmislegt með þeim. Í morgun lennti annar kötturinn í slysi sem var samt ekki hægt að rekja til þeirra á neinn hátt. Hann festi sig í flugnagildru og kom hlaupandi, emjandi með fimmta fótinn. Björgunaraðgerðir tókust vel.
Afmæliskveðjur til nöfnu minnar og átti ekki líka Svana afmæli í gær? Bið líka að heilsa þér! Er ég að gleyma einhverjum? Hej, hej. God natt.
Afmæliskveðjur til nöfnu minnar og átti ekki líka Svana afmæli í gær? Bið líka að heilsa þér! Er ég að gleyma einhverjum? Hej, hej. God natt.
fredag den 17. august 2007
Hvað segir Ísland gott?
Þið eruð mjög þöglir lesendur ef það eru einhverjir. Fjóla er þó dugleg að láta vita af sér. Takk fyrir það. Í gær átti Sigga erfitt. Hún var mállaus heilan dag. Enginn vildi leika við hana. Henni fannst gaman inni í kennslustundum en erfitt í frímínútum. Hún ætlaði ekki að vilja fara í morgun. Ég herti hana upp og hún fór glöð af stað. Lofaði að sækja hana sérstaklega snemma vegna þess að við erum á leið í ferðalag í dag. Við erum á leiðinni til Jótlands. Ætlum að kíkja í Lególand. Gleðifréttir eru að Björn Orri er kominn inn á leikskóla frá 1. 9., byrjar þá í aðlögun. Ég er búin að heimsækja vinnuna og líkar vel. Mamma, pabbi, Guðmundur, Unnur OG BURKNI hafið það gott í veiðiferðinni. Öfunda ykkur rosalega. Biðjum öll kærlega að heilsa öllum hinum.
onsdag den 15. august 2007
Fyrsti skóladagurinn
Í dag byrjaði Sigga í skólanum. Hún var mjög spennt og kvíðin. Hún fékk heimþrárkast í gærkveldi sem ég held að hafi verið bland af kvíða fyrir skólabyrjun og heimþrá. En þetta fór alltsaman vel. Við gengum af stað klukkan 8:30 með færeysku vinum okkar, Elinu, Önnu Maríu og ónefndum 2ja mánaða dreng. Dönsk stúlka bættist svo líka í hópinn, Sahba. Hún er með Siggu í bekk. Við fórum fyrst inn í íþróttasalinn þar sem var búið að koma fyrir borðum og stólum. Allir settust niður, börn og fullorðnir. Skólastjórinn bauð okkur velkomin og hélt heljarlanga ræðu sem ég skyldi bara brot úr. 2. bekkur kom og söng lag og gaf öllum í börnehaveklasse danskan fána. Fleiri stigu upp í púltið og skólastjórinn sagði meira. Loks var komið að því að Sigga var kölluð upp af kennaranum sínum, Lene. Hún er í 0.A. Sem ég hélt fyrst að væri E og skyldi ekki afhverju hinir væru B og C. Hún stóð sig vel og gekk inn í stofuna ein með krökkunum og pabbi fylgdi á eftir með skólastofuna og skyldi mömmu og Björn Orra eftir til að hlusta á fleiri upplýsingar og fá kaffi og danskt sætabrauð. Björn Orri var mjög rólegur og góður. Að lokum fórum við foreldrarnir inn í bekkinn að sjá hvernig þau hefðu það og hlusta á meiri upplýsingar frá kennaranum. Sigga sat þar við borð með íslenskum dreng, Sæþóri. Hann hefur verið í Danmörku í rúm 2 ár og getur hjálpað Siggu ef hún skilur ekki. Þau höfðu öll fengið epli og verkefnabækur ásamt pósti til okkar foreldra. Dorit fór svo með okkur niður í SFO eða fritidshjemmet (svona staður í skólanum sem krakkarnir eru á eftir skóla, man ekki hvað heitir á Íslandi). Hún gekk með okkur um allt og sýndi okkur allt sem þau gera þarna. Mjög þægilegt umhverfi, eins og leikskóli með allt til staðar, meira að segja smíðaverkstæði. Sigga kemur til með að byrja 8:15 í skólanum og er æskilegt að hún sé mætt um 8:05 og getur mætt kl. 7 og fengið morgunmat í SFO og er fylgt upp í skólann þegar hann byrjar. Þegar við vorum búin að skoða SFO og tala heillengi við SFOstjórann og hana Dorit og fá ennfleiri upplýsingar fékk Sigga að leika sér í smástund með Elínu og Sahba. Eftir það fórum við heim að borða því Sigga var orðin svöng. Nú eru börnin að leika sér með legó saman. Eiríkur er farinn í skólann sinn. Ætlaði að skila inn mynd og skrá sig í eitthvað og skoða hvar hann á að mæta o.s.frv. Farvel.
tirsdag den 14. august 2007
Bankaferð til Herlev
Við fórum að reyna að stofna reikning. Fyrst fórum við í Jyske bank og þeir vildu ekki taka við okkur vegna þess að við vorum ekki með eitthvað kort sem skipti í raun engu máli vegna þess að við erum með danskar kennitölur og staðfestingu á því frá kommúnunni. Svo röltum við áfram og fundum góðan kjarna með mörgum búðum sem okkur leyst ágætlega á. Margar með góðum tilboðum. Eftir smárölt og kústskaftfund vorum við á heimleið en rákumst á Danske bank og viti menn þeir vildu taka við okkur.
Framundan
Við erum á leiðinni í banka að stofna reikning. Á morgun byrjar Sigga svo í skólanum. Hún er mjög spennt. Við ætlum að kíkja í fleiri búðir og skoða bestu tilboðin. Okkur vantar enn ýmislegt praktíkst, eins og kústskaft. Ég ætla líka að heimsækja vinnuna mína á fimmtudaginn. Á föstudaginn ætlum við svo að fara til Jótlands að heimsækja Steinunni, Hall og Áróru.
Kveðja,
Glað-Saxarnir.
Kveðja,
Glað-Saxarnir.
torsdag den 9. august 2007
Strandferð
Í dag fórum við á ströndina á Amager. Hitinn hefur hækkað meir og meir eftir að við komum og í dag fór hann upp í 30° C. Góður dagur fyrir ströndina. Björn Orri naut þess að baða sig. Sigga var mjög upptekin við sandkastalaiðju. Á morgun er spáð þrumuveðri og vitum ekki hvað við eigum að gera. Kemur í ljós. Set inn fleiri myndir á myndasíðuna: http://picasaweb.google.com/audurbj. Bið að heilsa í bili.
tirsdag den 7. august 2007
Komin til Danmerkur og í samband við netið
Hej,
af okkur er allt gott að frétta.
Við erum búin að sækja um danska kennitölu og huga að ýmsum praktískum atriðum. Einnig erum við búin að vera um allt hverfið að reyna að finna húsgögn í litlu íbúðina okkar og enduðum á því að leigja sendibíl og þræða búðirnar. Hér er heitt og verð að segja að ekki hafi verið þægilegt að vera með börn í þessum leiðangri og hvað þá í strætó og á göngu. Þess vegna var kærkomin heimsókn tveimur dögum eftir komu okkar þegar mamma og pabbi komu.
Hér á kollegíinu eru margir Íslendingar og langalgengasta tungumál barna hér er íslenska. Því ætti ekki að koma á óvart að Sigga hefur þegar þefað uppi nokkra íslenska krakka. Fyrsta daginn mættum við hér með allan okkar farangur lyklalaus og Íslendingarnir sem geymdu lyklana fyrir okkur voru ekki enn komin heim. Færeyskur nágranni okkar bauð okkur velkomin inn af götunni og Björn Orri fékk að sofa í sófanum í stað þess að liggja í grasinu og við fengum kaffi og nokkur góð ráð í löngu spjalli. Okkur gekk ágætlega að spjalla saman á færeyskdönskíslensku. Reyndar á hún 6 ára dóttur sem er jafngömul Siggu og hún skilur svolitla íslensku vegna þess að hún var með svo mörgum íslenskum börnum á leikskóla. Þeim gengur ágætlega að leika saman. Hér var sumarið að koma og heitasti dagurinn í dag um 27 ° C með háu rakastigi og allir hafa verið að fagna því með sundi í görðum og strandaferðum og á alla vegu sem við Íslendingar kunna að gera til að sleikja sólina. Kemur sér vel að það rigni ekki því við höfum ekki enn fundið borð sem hentar hingað inn og því höfum við borðað úti í garði.
Dægradvöl:Við erum með 39 sjónvarpsstöðvar á kapal. Taka upp úr kössum, raða í skápa, setja saman húsgögn, hengja upp ljós, drekka Harboe eða rauðvín og hygge sig.
Við höfum verið svo mikið að koma okkur fyrir að við höfum ekki gert mikið annað en við náðum samt að fara í Dyrehavsbakken um daginn. Krakkarnir kunnu mjög vel við það. Við tókum strætó og fórum aðeins of snemma út og fengum góðan göngutúr í staðinn og skoðuðum hluta af DTUsvæðinu sem er mjög stórt. Gengum svo í gegnum huggulegt sveitahverfi fyrir utan skóginn og í gegn um skóginn og fengum okkur nesti undir tré. Svo tóku lætin við í skemmtigarðinum. Sigga fór með okkur í rússibanann. Björn Orri var mjög æstur að fara í tæki líka.
Praktískar upplýsingar: Flestir krakkarnir eru í fritidshjemme á daginn eða á leikskólanum og foreldrarnir að vinna. Við erum í fríi. Þvottahúsið er rétt fyrir neðan okkur og því auðvelt að sinna því en mikið er það dýrt. Hér er 10-15 mín gangur í Netto og 15 mín hjólaferð í Kvickly. Við þekkjum ekki umhverfið betur ennþá.
Félagsskapur: Við fórum á verslunarmannahelgargleði á laugardaginn og hittum marga Íslendinga þar. Íslendingar búa hér við hliðina og þau hafa reynst okkur vel. Við hittum óvænt Helga frænda Magnúsar hér fyrir utan og hans fjölskyldu. Þau eru í heimsókn hjá vinum en þau bjuggu hér fyrir nokkru.
Hej, hej.
Heyrumst seinna. Kannski koma bara myndir bráðlega líka.
af okkur er allt gott að frétta.
Við erum búin að sækja um danska kennitölu og huga að ýmsum praktískum atriðum. Einnig erum við búin að vera um allt hverfið að reyna að finna húsgögn í litlu íbúðina okkar og enduðum á því að leigja sendibíl og þræða búðirnar. Hér er heitt og verð að segja að ekki hafi verið þægilegt að vera með börn í þessum leiðangri og hvað þá í strætó og á göngu. Þess vegna var kærkomin heimsókn tveimur dögum eftir komu okkar þegar mamma og pabbi komu.
Hér á kollegíinu eru margir Íslendingar og langalgengasta tungumál barna hér er íslenska. Því ætti ekki að koma á óvart að Sigga hefur þegar þefað uppi nokkra íslenska krakka. Fyrsta daginn mættum við hér með allan okkar farangur lyklalaus og Íslendingarnir sem geymdu lyklana fyrir okkur voru ekki enn komin heim. Færeyskur nágranni okkar bauð okkur velkomin inn af götunni og Björn Orri fékk að sofa í sófanum í stað þess að liggja í grasinu og við fengum kaffi og nokkur góð ráð í löngu spjalli. Okkur gekk ágætlega að spjalla saman á færeyskdönskíslensku. Reyndar á hún 6 ára dóttur sem er jafngömul Siggu og hún skilur svolitla íslensku vegna þess að hún var með svo mörgum íslenskum börnum á leikskóla. Þeim gengur ágætlega að leika saman. Hér var sumarið að koma og heitasti dagurinn í dag um 27 ° C með háu rakastigi og allir hafa verið að fagna því með sundi í görðum og strandaferðum og á alla vegu sem við Íslendingar kunna að gera til að sleikja sólina. Kemur sér vel að það rigni ekki því við höfum ekki enn fundið borð sem hentar hingað inn og því höfum við borðað úti í garði.
Dægradvöl:Við erum með 39 sjónvarpsstöðvar á kapal. Taka upp úr kössum, raða í skápa, setja saman húsgögn, hengja upp ljós, drekka Harboe eða rauðvín og hygge sig.
Við höfum verið svo mikið að koma okkur fyrir að við höfum ekki gert mikið annað en við náðum samt að fara í Dyrehavsbakken um daginn. Krakkarnir kunnu mjög vel við það. Við tókum strætó og fórum aðeins of snemma út og fengum góðan göngutúr í staðinn og skoðuðum hluta af DTUsvæðinu sem er mjög stórt. Gengum svo í gegnum huggulegt sveitahverfi fyrir utan skóginn og í gegn um skóginn og fengum okkur nesti undir tré. Svo tóku lætin við í skemmtigarðinum. Sigga fór með okkur í rússibanann. Björn Orri var mjög æstur að fara í tæki líka.
Praktískar upplýsingar: Flestir krakkarnir eru í fritidshjemme á daginn eða á leikskólanum og foreldrarnir að vinna. Við erum í fríi. Þvottahúsið er rétt fyrir neðan okkur og því auðvelt að sinna því en mikið er það dýrt. Hér er 10-15 mín gangur í Netto og 15 mín hjólaferð í Kvickly. Við þekkjum ekki umhverfið betur ennþá.
Félagsskapur: Við fórum á verslunarmannahelgargleði á laugardaginn og hittum marga Íslendinga þar. Íslendingar búa hér við hliðina og þau hafa reynst okkur vel. Við hittum óvænt Helga frænda Magnúsar hér fyrir utan og hans fjölskyldu. Þau eru í heimsókn hjá vinum en þau bjuggu hér fyrir nokkru.
Hej, hej.
Heyrumst seinna. Kannski koma bara myndir bráðlega líka.
Abonner på:
Opslag (Atom)