onsdag den 15. august 2007
Fyrsti skóladagurinn
Í dag byrjaði Sigga í skólanum. Hún var mjög spennt og kvíðin. Hún fékk heimþrárkast í gærkveldi sem ég held að hafi verið bland af kvíða fyrir skólabyrjun og heimþrá. En þetta fór alltsaman vel. Við gengum af stað klukkan 8:30 með færeysku vinum okkar, Elinu, Önnu Maríu og ónefndum 2ja mánaða dreng. Dönsk stúlka bættist svo líka í hópinn, Sahba. Hún er með Siggu í bekk. Við fórum fyrst inn í íþróttasalinn þar sem var búið að koma fyrir borðum og stólum. Allir settust niður, börn og fullorðnir. Skólastjórinn bauð okkur velkomin og hélt heljarlanga ræðu sem ég skyldi bara brot úr. 2. bekkur kom og söng lag og gaf öllum í börnehaveklasse danskan fána. Fleiri stigu upp í púltið og skólastjórinn sagði meira. Loks var komið að því að Sigga var kölluð upp af kennaranum sínum, Lene. Hún er í 0.A. Sem ég hélt fyrst að væri E og skyldi ekki afhverju hinir væru B og C. Hún stóð sig vel og gekk inn í stofuna ein með krökkunum og pabbi fylgdi á eftir með skólastofuna og skyldi mömmu og Björn Orra eftir til að hlusta á fleiri upplýsingar og fá kaffi og danskt sætabrauð. Björn Orri var mjög rólegur og góður. Að lokum fórum við foreldrarnir inn í bekkinn að sjá hvernig þau hefðu það og hlusta á meiri upplýsingar frá kennaranum. Sigga sat þar við borð með íslenskum dreng, Sæþóri. Hann hefur verið í Danmörku í rúm 2 ár og getur hjálpað Siggu ef hún skilur ekki. Þau höfðu öll fengið epli og verkefnabækur ásamt pósti til okkar foreldra. Dorit fór svo með okkur niður í SFO eða fritidshjemmet (svona staður í skólanum sem krakkarnir eru á eftir skóla, man ekki hvað heitir á Íslandi). Hún gekk með okkur um allt og sýndi okkur allt sem þau gera þarna. Mjög þægilegt umhverfi, eins og leikskóli með allt til staðar, meira að segja smíðaverkstæði. Sigga kemur til með að byrja 8:15 í skólanum og er æskilegt að hún sé mætt um 8:05 og getur mætt kl. 7 og fengið morgunmat í SFO og er fylgt upp í skólann þegar hann byrjar. Þegar við vorum búin að skoða SFO og tala heillengi við SFOstjórann og hana Dorit og fá ennfleiri upplýsingar fékk Sigga að leika sér í smástund með Elínu og Sahba. Eftir það fórum við heim að borða því Sigga var orðin svöng. Nú eru börnin að leika sér með legó saman. Eiríkur er farinn í skólann sinn. Ætlaði að skila inn mynd og skrá sig í eitthvað og skoða hvar hann á að mæta o.s.frv. Farvel.
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
Ingen kommentarer:
Send en kommentar