mandag den 27. august 2007

Kláruðum Frederiksberg með Guðmundi

Fórum í dýragarðinn í gær og skoðuðum öll dýrin. Hittum fiðrildi, einmana simpansa og íslenska hesta (voru feimnir). Við eyddum öllum eftirmiðdeginum þar og vorum fram á kvöld. Krakkarnir og ekki síður við fullorðna fólkið höfðum ofboðslega gaman að dýrunum. Á leiðinni heim ákváðum við að fá okkur eitthvað ódýrt og fljótlegt. Til að gera langa sögu stutta fengum við á borðið fjóra stærstu borgara sem ég hef séð. Tókum einn með heim og enginn hinna kláraðist. Enginn hefur lagt í hann enn.
Í dag ætlum við að skreppa niður í bæ eftir skólann hennar Siggu sem klárast klukkan 13:00. Í kvöld kveðjum við Guðmund sem fer til Ítalíu. Sjáum hann kannski um jólin næst.

Hilsen.

Ingen kommentarer: