torsdag den 30. august 2007

Haust í Danmörku

Hér hefur snarkólnað. Íslenskt veður, ef svo má segja. Danir eru mjög óánægðir og segja jafnvel að veðurfarbreytingar í heiminum komi mest niður á þeim. Hvað með alla fellibylina, segi ég? Ekki eru þeir hér. Þannig að þeir sem eru á leiðinni hingað ættu því að hafa það í huga að klæða sig eftir íslenskum aðstæðum, hafið lobbuna með eða góða yfirhöfn.
Hvað um það, við erum ánægð og líður vel. Gott að vera ekki stanslaust svitnandi.
Björn Orri er búinn að heimsækja leikskólann tvisvar, svona foraðlögun. Hann nýtur sín mjög vel úti að leika í skólanum. Kennarinn hennar Siggu sagði líka að hún væri farin að tala svolítið við börnin. Hún er svo fljót að aðlagast. Hún er samt oft þreytt og vill helst leika við íslenska krakka til að hvíla sig á að reyna að skilja dönskuna.
Eiríkur er búinn að vera tvo daga í kynningarprógrammi í skólanum og fer aftur á morgun. Hann hefur verið fram á kvöld. Við Björn Orri höfum verið að slappa af heima og skoða hverfið okkar. Um daginn lentum við í fyrsta hjóladónanum. Ég gekk óvart í veg fyrir hjólreiðamann með kerruna og hann blótaði mér í sand og ösku. Held það útleggist nokkurn veginn svona á íslensku: gáðu hvert þú ferð helvítis kelling %####!"&$!!!... Hann stoppaði og var á götunni og ég bara gekk yfir götuna þar sem enginn bíll var og hann stoppaði. Ég lagði ekki í að rífast á móti og þagði bara og fór mína leið.
Við eigum von á góðum gestum um helgina. Unnur og Burkni koma með tonn af drasli sem við skildum eftir heima. Þau ætla að stoppa fram á mánudagskvöld. Hér eiga líka leið um Sigurjón og Arndís og Halla. Sem sagt Tivoli og verslunarferð ásamt kaffihúsum og fleiru skemmtilegu um helgina.
Súsanna, takk fyrir sokkana. Koma sér ótrúlega vel. Sigga hefur gaman að að velja nýja á hverjum degi.
Lovísa, fékkstu póstkortið?

Hilsen, Glaðsaxarnir.

8 kommentarer:

Anonym sagde ...

Tonn af drasli eru sko engar ýkjur.

Gott ef Eiríkur hittir okkur á Kastrup eða Hovedbane svo getum við öll hjálpast að með þetta til ykkar.

kv. Unnur

Auðríkur sagde ...

Sjáum til þess. Eiríkur verður væntanlega niðri í bæ hvort sem er að hristast saman við samnemendur sína.

Anonym sagde ...

Já, Lovísa fékk kortið og við lásum það saman. Hún er að undirbúa bréfaskriftir. Verst að henni finnst hún ekki læra nógu mikið í skólanum. Er annars mjög lukkuleg, er skráð í kór, fer í Vogasel eftir skóla þegar foreldrarnir eru að vinna og er að kynnast krökkunum. Það fylgdi henni engin stelpa úr Steinahlíð en þær eru víst nokkrar úr leikskóla Siggu. Er meira að segja boðin í afmæli einnar á laugardaginn.
Kær kveðja Halla
p.s. Lovísa vill koma til skila að hana dreymdi Siggu vinkonu sína sl. nótt.

Anonym sagde ...

Hvurslags eiginlega... bölvaður dóninn!!! Skil þögnina vel, maður leikur sér ekki að því að rífast við hrokafullan hjóladóna, spólandi af bræði, og það á dönsku ;)

En annars, gaman að fylgjast með ykkur og einkar ánægjulegt að sjá hve dugleg þið eruð í skrifunum.

Kveðja
Selma

Gvendur sagde ...

Komdu bara til Ítalíu þar er veðrið eins og það á að vera.

Anonym sagde ...

Óþolandi að lenda í svona dónum, maður nennir ekki að svara svona fólki. Gott að það gengur betur hjá Siggu í skólanum, hún verður orðin altalandi á dönsku fyrr en varir. Gengum Leggjabrjót um helgina með hópnum sem gekk Laugaveginn saman síðasta sumar, saknaði þín þar, þú hefðir haft gaman af þessari göngu. Höldum áfram að fylgjast með, gaman hvað þú ert dugleg að skrifa. Bestu kveðjur Anna Fanney

Anonym sagde ...

Fjör hjá ykkur. Gott hvað Sigga er dugleg að aðlagast. Það er haustveður hjá okkur, rigning en samt ótrúlega lítið rok...ég er meira að segja farin að nota regnhlíf heilmikið.

kv
Fífa...sem var að ná í ókeypis strætókortið sitt...hehehe..ennþá nemi sko.

Súsanna Ósk sagde ...

Gleður mig að heyra :)