lørdag den 18. august 2007

Af Jótlendingum

Erum hér í algjöru letilífi. Fórum í smáökuferð að strandbæ í dag. Þar var hátíð, staðsett við höfnina. Fiskbúð opin og menn sem voru í keppni um að sitja eða standa sem lengst á staur, eins vitlaust og það nú er. Í boði voru reyndar peningaverðlaun sem ég man ekki hvað voru há. Ýmislegt til dundurs sem sagt. Sigga og Áróra eru oftast bestu vinkonur í heimi og njóta þess að vera saman. Hér búa tveir kettlingar sem þurfa að ganga í gegnum ýmislegt með þeim. Í morgun lennti annar kötturinn í slysi sem var samt ekki hægt að rekja til þeirra á neinn hátt. Hann festi sig í flugnagildru og kom hlaupandi, emjandi með fimmta fótinn. Björgunaraðgerðir tókust vel.
Afmæliskveðjur til nöfnu minnar og átti ekki líka Svana afmæli í gær? Bið líka að heilsa þér! Er ég að gleyma einhverjum? Hej, hej. God natt.

2 kommentarer:

Anonym sagde ...

Þú gleymdir reyndar Þresti en hann átti líka afmæli þ. 17. en ég skila afmæliskveðju til hans frá ykkur. Við vorum í gær í kveðjupartýi hjá Erni og Evu en nú fara þau að koma til ykkar.
Bestu kveðjur til ykkar allra og einnig til Jótlands.
Helga

Anonym sagde ...

Takk fyrir að gleyma mér ekki! :)