tirsdag den 14. august 2007
Bankaferð til Herlev
Við fórum að reyna að stofna reikning. Fyrst fórum við í Jyske bank og þeir vildu ekki taka við okkur vegna þess að við vorum ekki með eitthvað kort sem skipti í raun engu máli vegna þess að við erum með danskar kennitölur og staðfestingu á því frá kommúnunni. Svo röltum við áfram og fundum góðan kjarna með mörgum búðum sem okkur leyst ágætlega á. Margar með góðum tilboðum. Eftir smárölt og kústskaftfund vorum við á heimleið en rákumst á Danske bank og viti menn þeir vildu taka við okkur.
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
2 kommentarer:
Fylgir Dankort með.
Já, við sóttum um það. Til að vera með í dönsku samfélagi. Gildir aðeins innanlands.
Send en kommentar