fredag den 17. august 2007

Hvað segir Ísland gott?

Þið eruð mjög þöglir lesendur ef það eru einhverjir. Fjóla er þó dugleg að láta vita af sér. Takk fyrir það. Í gær átti Sigga erfitt. Hún var mállaus heilan dag. Enginn vildi leika við hana. Henni fannst gaman inni í kennslustundum en erfitt í frímínútum. Hún ætlaði ekki að vilja fara í morgun. Ég herti hana upp og hún fór glöð af stað. Lofaði að sækja hana sérstaklega snemma vegna þess að við erum á leið í ferðalag í dag. Við erum á leiðinni til Jótlands. Ætlum að kíkja í Lególand. Gleðifréttir eru að Björn Orri er kominn inn á leikskóla frá 1. 9., byrjar þá í aðlögun. Ég er búin að heimsækja vinnuna og líkar vel. Mamma, pabbi, Guðmundur, Unnur OG BURKNI hafið það gott í veiðiferðinni. Öfunda ykkur rosalega. Biðjum öll kærlega að heilsa öllum hinum.

4 kommentarer:

Anonym sagde ...

Héðan er allt gott að frétta erum í óðaönn að undirbúa okkur fyrir að leggja af stað. Hitti Borghildi og Sigrúnu í gær. Þær voru hressar og ætluðu að fara í Dyrhólaey í dag og taka þátt í menningarnótt á morgun.
Hafið það gott í ferðinni ykkar og ég bið sérstaklega að heilsa Siggu, sem ég hvet til að vera áfram dugleg í skólanum. Kærar kveðjur til ykkar allra,

Anonym sagde ...

Hæ hæ öll sömul, ég kíki hér inn daglega og hef reynt að senda comment, en held það hafi misfarist. Gaman að sjá hve vel gengur hjá ykkur og íbúðin fín. Gangi ykkur virkilega vel jafnt í leik og störfum í skóla, vinnu og s.frv...
Vonandi kemst þetta til skila.
Kærar kveðjur frá okkur Rúnari, Solla

Anonym sagde ...

Ég er bara nýbúin að frétta af þessari síðu ykkar, var að líta inn núna í annað sinn. Það er frábært að geta fengið hér fréttir af ykkur og skoðað myndasíðuna. Frábært hvað allt er að ganga vel hjá ykkur og við óskum ykkur áframhaldandi velgengni og góðra stunda í danaveldinu. Lofa að kvitta reglulega. Kveðja, Jóhanna Björg

hekla sagde ...

Sendu baráttukveðjur til Siggu. Ég þekki tvo drengi sem skilja hana mjög vel.
Hekla