mandag den 20. august 2007
Komin heim og í gírinn
Við erum komin af stað aftur í stórborgarlífinu hér í Köben. Sigga fór í skólann og líður betur. Á morgun fer hún í smáferð með skólanum í mosen, sem ég held að sé mýrin. Ég fór í vinnuna og hélt að ég væri bara að fara að tala við launafulltrúann en ég byrjaði aðeins að vinna og kynntist fullt af skemmtilegu fólki. Við gerðum skrifstofuleikfimi og ég borðaði með hópnum í mötuneytinu sem er ágætt. Í vinnuna byrjaði ég að hjóla í lest, fór svo í Metro og hjólaði svo. Ég vinn úti á Íslandsbryggju, Njálsgötu. Í vinnunni var kona sem sat næst mér og hjálpaði mér mikið við að læra hvernig ég á að vinna. Hún talaði sem betur fer enga íslensku eins og margir aðrir í vinnunni svo ég gat æft mig svolítið. Eftir vinnu fórum við fjölskyldan öll saman í innkaupaferð hjólandi inn í Herlev bymidte. Sigga er orðin óskaplega dugleg að hjóla og hún hjólaði sjálf. Við fylltum vagninn af mat, börnin sofnuðu í búðinni, en vöknuðu fyrir heimferð. Við höfum ekki enn haft tíma til að fara að sækja stækkunarplötur á borðið okkar en sú ferð er áætluð á morgun. Við erum enn að leggja lokahönd á að koma okkur fyrir en flest er komið. Við eigum eftir að semja við símafyrirtæki, fá kojur fyrir börnin, sækja um skattkort sem dæmi. Allt þetta er samt á dagskrá í þessari viku ásamt því að vera að vinna fyrir hádegi fram á fimmtudag. Vinn svo ekkert í næstu viku því þá er Eiríkur í kynningarviku í skólanum. Vikuna eftir það er Björn Orri að byrja í aðlögun á leikskólanum sem gengur vonandi vel. Leikskólarnir eru mjög frjálslegir hér. Barnið er með pláss allan daginn og það getur komið og farið þegar foreldrum hentar. Fyrir minnstu börnin er æskilegt að sé einhver áætlun. Þau koma með nesti á leikskólann en fá ekki heitan mat. Jæja, verð að koma börnunum í háttinn. Bið að heilsa.
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
6 kommentarer:
Kínverska ritskoðunin kemur í veg fyrir að ég geti skoðað bloggið þitt. Það opnast fyrir það öðru hverju og þá nota ég tækifærið.
Gott að heyra að allt gengur vel.
Kv. Hekla
Enda gæti það komið Kínverjum illa sem stendur hér. Mbk. Auður.
Vildum bara kasta kveðju og þakka fyrir skemmtilega heimsókn síðustu helgi. Hlökkum til að hitta ykkur næst;)
Kv. Horsensmafían
Gott að það gengur betur hjá Siggu í skólanum
Batakveðjur til BO
kv. Unnur
Hæ hæ, vissi ekki að þú yrðir svona dugleg að blogga:) Takk fyrir fréttirnar af ykkur. Gott að það gangi betur hjá Siggu í skólanum, get trúað því að fyrstu dagarnir séu erfiðir. Gangi ykkur rosalega vel og við höldum áfram að fylgjast með. Bestu kveðjur Anna Fanney
Myndir af veiðiferð á gvendurmyndir.blogspot.com sé ykkur ekki á morgun heldur hinn.
Send en kommentar