Hej,
af okkur er allt gott að frétta.
Við erum búin að sækja um danska kennitölu og huga að ýmsum praktískum atriðum. Einnig erum við búin að vera um allt hverfið að reyna að finna húsgögn í litlu íbúðina okkar og enduðum á því að leigja sendibíl og þræða búðirnar. Hér er heitt og verð að segja að ekki hafi verið þægilegt að vera með börn í þessum leiðangri og hvað þá í strætó og á göngu. Þess vegna var kærkomin heimsókn tveimur dögum eftir komu okkar þegar mamma og pabbi komu.
Hér á kollegíinu eru margir Íslendingar og langalgengasta tungumál barna hér er íslenska. Því ætti ekki að koma á óvart að Sigga hefur þegar þefað uppi nokkra íslenska krakka. Fyrsta daginn mættum við hér með allan okkar farangur lyklalaus og Íslendingarnir sem geymdu lyklana fyrir okkur voru ekki enn komin heim. Færeyskur nágranni okkar bauð okkur velkomin inn af götunni og Björn Orri fékk að sofa í sófanum í stað þess að liggja í grasinu og við fengum kaffi og nokkur góð ráð í löngu spjalli. Okkur gekk ágætlega að spjalla saman á færeyskdönskíslensku. Reyndar á hún 6 ára dóttur sem er jafngömul Siggu og hún skilur svolitla íslensku vegna þess að hún var með svo mörgum íslenskum börnum á leikskóla. Þeim gengur ágætlega að leika saman. Hér var sumarið að koma og heitasti dagurinn í dag um 27 ° C með háu rakastigi og allir hafa verið að fagna því með sundi í görðum og strandaferðum og á alla vegu sem við Íslendingar kunna að gera til að sleikja sólina. Kemur sér vel að það rigni ekki því við höfum ekki enn fundið borð sem hentar hingað inn og því höfum við borðað úti í garði.
Dægradvöl:Við erum með 39 sjónvarpsstöðvar á kapal. Taka upp úr kössum, raða í skápa, setja saman húsgögn, hengja upp ljós, drekka Harboe eða rauðvín og hygge sig.
Við höfum verið svo mikið að koma okkur fyrir að við höfum ekki gert mikið annað en við náðum samt að fara í Dyrehavsbakken um daginn. Krakkarnir kunnu mjög vel við það. Við tókum strætó og fórum aðeins of snemma út og fengum góðan göngutúr í staðinn og skoðuðum hluta af DTUsvæðinu sem er mjög stórt. Gengum svo í gegnum huggulegt sveitahverfi fyrir utan skóginn og í gegn um skóginn og fengum okkur nesti undir tré. Svo tóku lætin við í skemmtigarðinum. Sigga fór með okkur í rússibanann. Björn Orri var mjög æstur að fara í tæki líka.
Praktískar upplýsingar: Flestir krakkarnir eru í fritidshjemme á daginn eða á leikskólanum og foreldrarnir að vinna. Við erum í fríi. Þvottahúsið er rétt fyrir neðan okkur og því auðvelt að sinna því en mikið er það dýrt. Hér er 10-15 mín gangur í Netto og 15 mín hjólaferð í Kvickly. Við þekkjum ekki umhverfið betur ennþá.
Félagsskapur: Við fórum á verslunarmannahelgargleði á laugardaginn og hittum marga Íslendinga þar. Íslendingar búa hér við hliðina og þau hafa reynst okkur vel. Við hittum óvænt Helga frænda Magnúsar hér fyrir utan og hans fjölskyldu. Þau eru í heimsókn hjá vinum en þau bjuggu hér fyrir nokkru.
Hej, hej.
Heyrumst seinna. Kannski koma bara myndir bráðlega líka.
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
6 kommentarer:
Jæja gott að þið eruð komin með netsamband.
Vonandi verður jafn gott veður þegar ég kem í heimsókn.
En eruð þið komin með símanúmer?
kv. Unnur
Hæ hæ.
Gaman að "heyra" frá ykkur :) Auður ritar að venju með stæl og segir skýrt og vel frá öllu hehe. Allavega gangi ykkur áfram vel og skemmtið ykkur vel í danaveldi.
Hilsen fra Island,
Fjóla
Oh, asnalegt, þetta google er allt á dönsku hér. Eiríkur er með danskt númer, set það inn síðar. Má reyna að hafa samband við mig í +354 825 5448, en aðeins í neyð. Kv. Auður.
Eruð þið ennþá með sömu tölvupóstana?...
p.s gott að það gangi vel að koma sér fyrir.
kv
Fífa
já, ennþá sömu tölvupóstar, audurbj@yahoo.com, eirikurk@hotmail.com.
Gaman að fá fréttir af ykkur:) Gott að allt gangi vel.
Bestu kveðjur Anna Fanney
Send en kommentar