Í dag fórum við á ströndina á Amager. Hitinn hefur hækkað meir og meir eftir að við komum og í dag fór hann upp í 30° C. Góður dagur fyrir ströndina. Björn Orri naut þess að baða sig. Sigga var mjög upptekin við sandkastalaiðju. Á morgun er spáð þrumuveðri og vitum ekki hvað við eigum að gera. Kemur í ljós. Set inn fleiri myndir á myndasíðuna: http://picasaweb.google.com/audurbj. Bið að heilsa í bili.
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
3 kommentarer:
Ohh geggjað. Öfunda ykkur af góða veðrinu. Hér er bara 10°C en sól og fallegt í dag samt ;)
Kær kveðja, Fjóla
Ekki búin að fá nóg af góða veðrinu? Sé að þú ert allavega mjög vetrarlega klædd.
Kveðja, Auður.
Jæja, hljótið að hafa meiri tíma til að blogga núna eftir að settið er farið heim.
kv. Unnur
Send en kommentar