mandag den 15. december 2008

Örfrásögn dagsins

Í morgun var ég svo utan við mig að ég hjólaði tvisvar ökuleiðina í stað þess að halda mig á hjólastígnum og þurfti að stöðva bremsulausa hjólið mitt og beygja inn á stíginn. Afhverju var ég svona utan við mig? Eitthvað mikið að plana næstu daga, hugsaði ég með mér og hélt áfram að troða lífi næstu viku í litlar skúffur augnablikanna. Þó að fingur mínir væru vel geymdir inní ullarvetlingunum þá fann ég kaldan vindinn reyna að gera atlögu að þeim. Kuldinn hvarf fjótt úr líkamanum á hjólunum. Náði mér í blað dagsins á lestarganginum og byrjaði að blaða í því. Mál dagsins, skattur ríka fólksins, innbrot og þunglyndi hamingjusömu þjóðarinnar. Þunglyndi er víst sá sjúkdómur sem mest er leitað eftir á leitarsíðum hér í landi. Skýringar á reiðum höndum: Fólkið sem telur sig plagað af þunglyndi er yfirleitt á besta aldri og notar netið mikið við upplýsingaöflun, bla, bla. Þar næst grein um þjófnað. Viðtal við fólk sem varð fyrir því óhappi að brotist var inn til þeirra, jólagjöfum stolið og fleiri verðmætum. Aumingja fólkið fær áfallahjálp og fer snemma heim úr öllum boðum þessa dagana vegna þess að það vill vita hvort einhver óboðinn sé kominn heim til þeirra. Þjófarnir rótuðu líka í öllu, létu ekkert vera. Óþægilegt. Enda þvoði húsfrúin allt í húsinu, hátt og lágt. Úbs, lestin komin á skiptistöð og ég út. Jæja, áfram með lesturinn og áður en ég veit af komin á Íslands bryggju. Arka af stað í vinnu og ég fer að hugsa um konventeringar í Landnámu.

fredag den 31. oktober 2008

Matarboð og halloween

Við fengum tvo skólafélaga Eiríks í mat á þriðjudaginn, sem eru reyndar kvenkyns. Kemur ekki á óvart, Eiríkur virðist alltaf kunna best við sig í kvennafans. Stúlkurnar eru sem sagt eða voru með honum í hópvinnu, önnur er hætt, veit ekki afhverju. Önnur þeirra er dönsk, sú er reyndar hætt í námskeiðinu, og hin kínversk. Við buðum þeim uppá fisk, m.a. íslenskan þorsk, úr Fisk Bútík. Ég þurfti að leggja mig alla fram við að reyna að tala ensku, því ég er alls ekki í æfingu að hugsa á ensku. Enda blandaði ég fullt af orðum inní samræðurnar á dönsku. Hlýtur að hafa verið fyndið að hlusta á mig. Maturinn rann ljúflega niður, enda snilldarkokkur. Umræðurnar snerust mikið um fisk og nöfn á fisktegundum á ensku, dönsku og íslensku. Sigga Halla borðaði með auðvitað með okkur og borðaði vel en Björn Orri tók þann pól í hæðina að tala ekki, borða ekki og vera ekki. Hann bara hvarf inn í sinn heim inni í herbergi. Hann var svo sjúklega feiminn. Ég ákvað að vera ekkert að pína hann og lét hann bara vera en talaði samt reglulega við hann inni í herbergi til að láta hann vita að hann væri ekki einn í heiminum. Við þurfum greinilega að fara að vinna í þessu atriði og vera duglegri að fara í heimsóknir með hann. Hann tekur þetta með trompi á Íslandi í öllum stóru jólaboðunum. Kínverska stúlkan á dreng sem er jafngamall Birni Orra en því miður er hann ekki hér hjá móður sinni. Hann er heima hjá ömmu sinni í Shanghæ. Ekki auðvelt það, að ferðast svona langt frá barni sínu til að ná sér í menntun. Fjölskyldan stefnir reyndar á að flytja saman til BNA á næsta ári.

Nú eru börnin úti í vampíru- og draugabúningum að biðja um slik eða bjóða ballade. Hér flýtur sem sagt allt í sælgæti. Magapína fyrir suma. Mér hefur samt tekist að halda namminu frá Birni, annars væri hann hér frameftir allri nóttu með partý.
O, ó. Verið að berja á dyrnar. Kannski einhver ófögnuður.

Böh!

søndag den 19. oktober 2008

Haustfríið


Kominn sunnudagur og skólinn byrjar á morgun með allri rútínunni. Við fögnum því eftir nokkurra daga óreglu. Við erum búin að orka að fara á barnaleikfangasafn, þjóðminjasafn, leika saman, elda hangikjöt og hafa það huggulegt. Á eftir ætlum við svo í sund.

Björn Orri er búinn að vera tvær vikur bleiulaus og gengur vel. Hann er óskaplega stolltur af því og við spörum ekki hrósin. Meira að segja duglegur að segja til þegar við erum ekki heima.
Sigga er að fá mjög fullorðinslegan svip með risafullorðinstönnum. Henni gengur vel með heimanámið og í skólanum.
Gullkorn:
Sigga: Afhverju usshar strætó alltaf á fólk? Afhverju má maður ekki tala í strætó?
Mamma: ha, ha, ha, ha....eh?!!!! (einhver ræða um loftið í strætó).

Hér er annars komin mikil hrekkjavökustemmning og Sigga búin að ákveða sitt gervi. Kemur í ljós, ætla ekki að segja það hér.

Var annars loksins að hlaða inn myndum frá sumrinu og svo er von á fleiri úr haustfríinu. Þannig að nóg að gera þar.

torsdag den 16. oktober 2008

Allt í lagi með okkur, ef einhver er að efast um það.

Haustfríið í skólunum er að verða búið. Við byrjuðum samt ekki eiginlegt frí fyrr en í dag. Í dag fórum við á Nationalmuseet, á barnasafnið. Þar vorum við heillengi þar sem var stórt leiksvæði og þrautir fyrir börnin. Þau gátu leikið víkinga, verið í skólastofu frá því snemma á síðustu öld, eldað mat að hætti miðaldamanna, farið í búninga og margt fleira. Við gengum aðeins um miðbæ Kaupmannahafnar og tókum svo metro heim, stoppuðum í Frederiksberg og fengum okkur fisk í matinn, nammi, nammi íslenskan þorsk hvorki meira né minna.
Á morgun höfum við svo hugsað okkur að skella okkur til Helsingør í kastala. Einnig er á dagskrá helgarinnar að fara í skógarferð og kíkja á bamba að berjast, elda hangikjöt, sund, Frilandsmuseet i Lyngby en hver veit hvað mikið af þessu verður svo framkvæmt.

torsdag den 2. oktober 2008

Við eigum ammæli í dag

Já, já hér var afmælisbarnið vakið með köku og mjólk og afmælissöng en svo fór það í skólann sinn. Hann fékk lofyrði til að kaupa hjólabuxur, treysti mér bara ekki til þess. Svo fékk afmælisbarnið sushi, hjólaljós, þýskt hvítvín, hjartateikningar og lagköku um kvöldið.

Fleiri afmæli: Annars var eitthvað afmæli hjá hernum í gær, náði því ekki og yfir Kaupmannahöfn flugu 20 herþotur, kannski svona F16 sem eru á leið til Afgan.

Nú er bara að sjá hvernig dagurinn í dag fer. Byrjaði ekki vel, smáfólkið ekki í góðu skapi þegar það þurfti að fara á leikskóla og í skólann í morgun. Það verður samt sótt snemma og eitthvað skemmtilegt dundað í dag.
Sigga og Eiríkur eru búin að vera að hnoða einhverju saman.

Hér eru líka góðir gestir, foreldrar mínir. Við höfum því gert ýmislegt síðustu daga. Farið í hallarferðir, hjólaferðir og svo fórum við hjónin í gott matarboð og notuðum okkur pössun hjá nýkomnum gestum okkar.

Framundan er heil vinnu- og skólavika en að henni lokinni er haustfríið og ætlum við að njóta þess að vera saman fjölskyldan einhverja daga og gera eitthvað spennandi í nágrenni Kaupmannahafnar í haustfríinu, höfum ekki mikla peninga úr að spila eins og margir reyndar ættu að kannast við þessa dagana. Við höldum bara niðri í okkur andanum.

Bið þá að heilsa ykkur öllum í bili. :)

lørdag den 6. september 2008

Sitt lítið af hverju

Erum nýbúin að sjá á eftir Guðmundi bróður til Ítalíu. Mjög notalegt að hafa hann hérna hjá okkur. Gerðum ekki mikið nema að slappa af. Fórum reyndar í hjólaferð frá Frederikssund til Roskilde með honum. Komum við á strönd og kíktum á víkingaskipin. Borðuðum niðri í bæ Roskilde og tókum lestina heim.

Ég keppti svo í 5x5 km hlaupi með NFI í KU og miðað við að vera bara með einn alvöru hlaupara í hópnum sem þurfti að hlaupa tvisvar því við vorum bara fjögur þá var árangurinn ágætur. Allir bættu sig allavega um nokkrar mínútur og er ég sátt með minn tíma sem var um 27 mín en var að hlaupa þetta á 33 mín á æfingum áður.

Vinnan fór í udflugt saman til eyjarinnar Hven í gær. Lagt var af stað frá Havnegade kl. 09.15 í góðu veðri og sigldum m.a. fram hjá litlu haffrúnni með stóran túristahóp í kringum sig og svo stóru nýju byggingunum óperunni og leikhúsinu. Svo eftir einn og hálfan tíma birtist þessi litla eyja sem liggur rétt fyrir utan Landskrona og tilheyrir Svíþjóð en sést samt frá safninu Louisiana í Humlebæk. Á þessari eyju bjó stjörnufræðingurinn Tycho Brahe ca. 1550 og þá tilheyrði eyjan að sjálfsögðu Danmörku. Hann uppgötvaði sem sagt eina nýja stjörnu í stjörnukerfinu, Cassiopeia. Eyjan er hugguleg lítil eyja með tjaldstæði og hjólaleigu meðal annars.

Í dag var Sigga í heimsókn hjá nýrri vinkonu sinni Sigrid, [sigríð]. Þær eru mjög lukkulegar með að vera nöfnur og eru þær saman í fiðlutímum.

Annars erum við enn ekki búin að pússla saman okkar vikuskipulagi. Eiríkur er að vinna með skólanum og svo er Sigga í fiðlu og sundi. Ég ætla líka að reyna að vinna svolítið.

Er núna að horfa á hana Siggu dansa við popptónlist fyrir framan sjónvarpið og hún er klædd upp eins og í tónlistarmyndböndum. Ég get svo svarið það, vissi ekki hvað hún væri komin á alvarlegt stig unglingaveikinnar.

Eiríkur er í hjólaferð með kunningja sínum og átti að koma við í mikróbrúerí. Held samt að hjólaferðin hafi verið skipulögð til þess að koma þar við. Ég sit hér og velti fyrir mér hvað á að vera í matinn, nenni ekki að elda.

Held svei mér þá að það liggi líka fatahönnunarhæfileikar í stelpunni minni. Hún er búin að hanna fínan prinsessukjól úr teppi og sjali.


Kv. Auður.

lørdag den 23. august 2008

Heimkoma og ólympísk víma

Búin að vera heima í viku núna og allt að falla í rútínu.
Sigga er nú þegar komin með heimavinnu og var ekki að nenna því svona fyrst en svo þegar hún er byrjuð þá er þetta allt í lagi. Hún er meira fyrir að leika bara við vinkonu sína þegar heim kemur sem er svo sem skiljanlegt. Annars er hún byrjuð í fiðlutímum og svo byrjar sundið í næstu viku væntanlega.
Björn Orri er ekkert í stuði að fara á leikskólann en er samt mun rólegri en eftir síðasta frí. Hann fór reyndar í málþroskapróf og sagði ekki eitt orð og reyndi að grafa sig inn í leikskólakennarann sem var með hann í fanginu. Þetta próf verður endurtekið eftir um fjóra mánuði. Hann er svo að fara til eyrnalæknis aftur á morgun vegna vökvi í eyranu sem er að bögga manninn svoldið og veldur því að hann m.a. heyrir ekki svo vel með því.

Við fengum líka ánægjulega heimsókn um leið og við komum heim. Unnur, Burkni og Helga Lilja voru á landinu og fóru á fimmtudaginn. Helga Lilja er orðin svo stór að hún slær öll stækkunarmet held ég. Svo er von á Guðmundi á þriðjudag frá Íslandi sem ætlar að stoppa í nokkra daga á leið til Ítalíu.

Annars erum við líka í olympískri vímu. Búin að flagga úti á svölum og erum að undirbúa gott fest hér í fyrramálið. Danir fylgjast vel með okkur líka og senda út íslensk viðtöl og kalla okkur norræna bræður sína sem er auðvitað rétt.

Áfram Ísland!

torsdag den 14. august 2008

Ferðasaga 3: Jósku alparnir

Jæja, þá er fjölskyldan komin til DK aftur en samt ekki heim í Kagså enn. Komum við i Horsens, sem er staðsett í miðjum Jósku Ölpunum, hjá Halli og Steinunni til að skoða nýjasta ættingjann. Keyrðum 1050 km í gær á 10 tímum með stoppum, frá Freiburg í suður DE til Horsens á Jótlandi. Þetta hefur verið magnað ferðalag og sérstaklega að dvelja langdvölum við akstur á þýskum hraðbrautum. Fanns ég vera frekar svalur akandi á 150 km hraða. Kúlið bráðnaði reyndar hratt þegar konur með hatt eða hárkollu, sem gætu verið amma mín tóku fram úr mér hraða vel yfir 180 km/h og ég hafði hvorki kraft né kjark til að halda í við þær. Annars var þetta frekar leiðinleg keyrsla til leingdar í Þýskalandi.

Yfirgáfum Como vatn í rigning á þriðjudagsmorgun eftir frábæra dvöl þar. Höfðum reyndar ákveðið daginn áður að leigja okkur bungalow á tjaldstæðinu síðustu nottina til að geta lagt snemma af stað um morguninn. Það kom sér sérstakalega vel þegar við vöknuðum í grenjandi rigningu. Ákváðum að keyra áleiðis til Freiburg í gegnum Sviss. Kom til greina að stoppa á leiðinni og tjalda en þar sem rigningin ágerðist bara eftir því sem leið á ferðina var bara ekið nánast án þess að stoppa í gegnum Sviss og endað á Black Forest Hostel í Freiburg. Á miðvikudeginum var ekið inn í svartaskóg til að skoða herlegheitin en allt kom fyrir ekki. Það voru ekkert nema vonbrigði, skógi vaxnar hæðir með geðveikum túristaþorpum inná milli þar sem allt gekk útá að selja einhvern varning eins og kúkú klukkur, tálgaðar trjárætur, fingurbjargir merktar Scvarzwald og aðganga að hæsta fossi DE sem er 3,75m á hæð. Yfirgáfum skóginn því frekar vonsvikin en það birti yfir okkur þegar við komum í miðbæ Freiburg sem er mjög fallegur með úrvali af búðum og veitingastöðum.
Hostelið var algjör snilld og bætti upp fyrir vonbrigðin í skóginum með smá hippamenningu og sérstaklega vel tekið á móti börnum. Stórt leikhorn með mikið af dóti og spilum og það mátti alveg heyrast í þeim. Mæli með þessu í svona barnaferð. Sumir gestirnir voru svolítið spes og virtust hafa verið þarna lengi og aðrir voru búnir að reykja eithvað annað en tóbak???

Myndir berat fljótlega

Kv EK og fjölskylda





søndag den 10. august 2008

Ferdasaga 2: Itolsku alparnir

Vorum sidast i Austurriki. Vorum thar thrjar naetur a yndislegu tjaldstaedi. Boernin eldudu snjobraud og gonguferdir upp i hlidarnar vid thorpid. Einnig forum vid med klafi enn lengra upp i alpana ad stoduloni. Thar voru beljur med bjoellur. Tokum thad upp, vonandi ratar thad a bloggid einhvern tima. Mikid af hjolafolki tharna alls stadar og goengufolki audvitad. Buin ad plana goenguferd thegar krakkarnir verda eldri.
Bloendud menning tharna, m.a. kvaddi folkid stundum, chiao-tuss og kossar ad itoelskum sid.
Litid um enskumaelandi folk, svoldid sjarmerandi. Reyndi meira a thyskukunnattuna en eg helt en almennt haegt ad nota likamsmalid.
Naest keyrdum vid af stad ut i meiri ovissu og vorum oakvedin hvert leid skildi haldid. Stoppudum a miklu skidasvaedi i hadeginu. Imyndadi mer ad vaeri vetur og var naestum komin a brettid.
Svo komum vid yfir landamaerin til Italiu og thar voru enn Tirolaahrif og thorpin med tveimur noefnum, a thysku og itoelsku. Vid villtumst tharna og Bjoern Orri vard aftur mjog bilveikur og a endanum hoefdum vid tafist thad mikid ad vid urdum ad stoppa a naesta tjaldsvaedi sem var i Sviss. Mjoeg sveitalegt og notalegt. Fekk cappochino med rjoma og sukkuladi. Thar var mikid thrumuvedur um nottina og svafum thvi litid. Bergmaladi svo mikid i fjoellunum. I thessu fjallathorpi rett vi itoeslu landamaerin var folkid talandi a thrju tungumal heyrdist mer. Sigga og Eiki skelltu ser a enn eina Tirolatonleikana um kvoeldid a medan eg svaefdi Bjoern Orra.
Daginn eftir var stefnan sett a Italiu aftur, sydri alpana, Lago di Como. Vid laekkudum okkur mikid og komum medal annars vid i fraegum skidabae St. Moritz. Menningin vard smam saman italskari eins og vid thekkjum hana. Tho ad hitinn hafi alltaf verid um thrjatiu gradur hja okkur tha haekkadi hann adeins of mikid en erum ad venjast thessu nuna. Erum buin ad vera her i paradis i tvaer naetur. Vid Comovatn i litlum bae, Abbadia. Erum med allt til alls her. Alveg vid stroend og bar a stadnum. Her eru meira ad segja fullir italir, Gudumundur. Her erum vid nefnilega a medal heimamanna eda thannig italir eru her sjalfir i utilegu og margir eiga hjolhysisplass med veroend og ollu tilheyrandi.
Fyrri daginn okkar her vorum vid bara a stroendinni og krakkarnir elska thad. I dag hoefum vid farid i biltur um vatnid til borgarinnar Como og keyrt i gegnum baeina a strandlengjunni en stoppudum lika i baenum Bellagio thar sem er mikid af turistum. Forum i siglingu i Como um vatnid og leidsoegnin var a itoelsku. Skildi audvitad ekki ord nema thegar hann for ad thylja upp noefnin a thekktum leikurum og personum sem hoefdu verid tharna og eiga villur. Vid kiktum lika inn i Domo thegar messan var um thad bil ad hefjast og nadum ad kveikja a kerti adur en eg var rekin ut vegna klaedaburdar, ja thratt fyrir 35 gradur eda meira tha eiga konur ad vera fullklaeddar eda ad minnsta kosti ekki ad bera sig. Eg var i hlyrabol.
A morgun eda hinn hoeldum vid svo afram til Sviss og svo til Thyskalands, i Svartaskog og i Rinardalinn thar sem er planid ad hitta a vinhatid, nammi, namm.
Chiao.

tirsdag den 5. august 2008

Fjoskyldan i olpunum

Hae, mamma. Siminn virkar ekki her en fae smsin. Allt i lagi med okkur, alla vega enntha.

Nu erum vid stodd i bae sem heitir Nüziders i Austurriki.
Fyrstu nottina svafum vid i Bergen i Thyskalandi sem er i nordausturatt fra Hannover. Vorum a hoteli. Hofdum fylgt A7 fra Puttgarten thadan sem vid komum i land med ferjunni.
Adra nottina vorum vid i pinulitlu thorpi rett utan vid Rothenburg o.d.T. Thangad komumst vid a endanum eftir miklar umferdateppur (rokkhatid og vegaframkv.) og sma gubb i sol og hita. Mikill hiti og mikid stud thvi vid hittum a baejarhatid og tonleika og godan mat. Krakkarnir voru ad bada sig i vatninu langt frameftir.
Thridju nottina vorum vid sem sagt her i Nüziders umkringd olpunum i alla stadi. AEtlum ad fara i gongu eda gongur i dag. I gaer voru tonleikar og danssyning. Folkid var i thjodbuningum. Voda flott.

Reynum ad senda frettir sidar. AEvintyrid er rett ad byrja. AEtlum ad fikra okkur til Italiu a morgun. Verdum her eina nott i vidbot.

Simasamband ad bregdast en getum mottekid simtol og sms fra Islandi.

Vielen grüßen und großen bratwürsten essen, bitte. (Vard ad nota eitthv. af thessum stofum a lyklabordinu).

lørdag den 26. juli 2008

Skýrsla

Því miður liðið langt frá síðustu færslu. Mikið að gera og mikill gestagangur. Ég reyndi fyrir viku síðan að skrifa hér en það þurrkaðist allt út.

Geri aðra tilraun núna.

Byrja á því að þakka fyrir okkur síðan í Íslandsheimsókn og sérstaklega fyrir hann Björn Orra í afmælinu. Myndir komnar, sjá www.picasaweb.google.com/audurbj.

Björn Orri hefur reyndar ekki haft það sem best síðan hann kom heim. Hann hefur verið kallaður til skólastjórans og við líka á fund. Allt betra núna en í stuttu máli sagt þá hefur hann verið mjög ofbeldishneigður og erfiður í skapi. Hann hafði verið svona í allan vetur en eingöngu hér heima. Honum hafði reyndar verið farið að líða betur fyrir Íslandsheimsókn, farinn að tala nokkur orð í dönsku og farinn að vera rólegri. Þetta versnaði allt eftir heimkomu. Við foreldrarnir og leikskólinn tókum saman höndum í að vinna með þetta vandamál. Allar breytingar fara illa í hann. Hann þarf öryggi og reglu og mikla ástúð og umhyggju. Erum sem sagt að ná tökum á þessu. Hann vill aftur fara á leikskólann og hann er aftur farinn að tala smá dönsku. Okkar orka hefur því mest farið í að sinna litla skrímslinu okkar.

Eftir heimkomu höfum við líka fengið til okkar nokkra góða gesti. Fyrst komu Hallur, Steinunn, bumbubúi, Áróra og óperan Dagur. Mikið stuð hjá okkur. Dagur var súpergóður með börnin. Við fórum í Dyrehavs Bakken. Skemmtum okkur konunglega. Stelpurnar fóru í öll tækin og Björn Orri var duglegur líka. Skemmtilegast í vatnsbyssubátunum. Sumir urðu blautari en aðrir. Daginn eftir fórum við á markað sem var á Kongens Nytorv. Þar voru básar frá mörgum löndum. Gómsætur matur frá Ítalíu, Spáni, Frakklandi og Hollandi svo eitthvað sé nefnt. Svo var líka kínverskur bás sem Björn Orri hreyfst mjög af. Endaði með því að Hallur og Steinunn hrifust svo með honum að hann fékk eitt leikfangið í afmælisgjöf frá þeim. Það er maður í drekabúningi sem gengur áfram og kallar chi, cha, cho eða eitthvað undir þungum takti. Rosalega flott.

Svo komu Halli, Anna Fanney, annar bumbubúi og Oddur Jarl. Við brölluðum margt. Fórum í sumarbústað á Fjóni og í Lególand, aftur á Bakken, í hjólabrettagarð, á sýninguna Bodies, verslunarleiðangrar og ég veit ekki hvað og hvað. Rosa gaman.
Krakkarnir voru bæði rosalega hrifin af Oddi og eltu hann útum allt á hjólabrettinu hans. Á Fjóni var veðrið ekki eins og við hefðum kosið. Skýjað, rok og rigning á köflum. Oddur lét það ekki á sig fá og stakk sér til sunds í sjóinn. Hann gerði eins og Nemó að synda út í bát. Sigga reyndi líka en hætti við vegna kuldakrampa.
Sveitin var falleg þarna í kring og gaman að keyra um. Við stoppuðum og keyptum ber á básum beint af bóndanum.

Tengdó komu strax á hæla ofangreindra. Mjög notalegt að fá þau og rólegheit eftir skemmtidagskrána áður. Við skruppum nú samt á Bakken líka. Ena var að koma hingað í fyrsta skipti og naut þess vel. Þetta var reyndar líka fjölskylduferð fyrir Enu en hún hitti meðal annars systur sína hér í fyrsta skipti.

Við fjölskyldan höfum líka brallað ýmislegt án gesta. Til dæmis keyrðum við einn daginn inn í dýragarðinn Knuthenborg. Dýrin ganga laus og það var stórkostlegt að sjá þau svona nálægt en samt var ég hálfsmeyk hjá tígrisdýrunum.

Einnig fórum við einn dag í listasafnið Louisiana í Humlebæk við Strandvejen. Krakkarnir höfðu gaman af því þar sem þar var verkstæði á þremur hæðum fyrir þau að föndra og gera sín eigin listaverk.
Núna um helgina komum við svo við á Drageyri og Amagerstrand. Kældum okkur í sjónum og gengum aðeins um gamla bæinn sem er svo fallegur. Jafnframt fórum við og leigðum okkur árabát í Lyngby í gær. Við tókum með okkur nesti og vorum í þrjá tíma að sóla okkur og njóta veðursins á vatninu. Um kvöldið komu svo Helgi Skúli og Kári í mat og sóttu vagn fyrir Helgu Lilju sem ætlar að leggja land undir fót í fyrsta skipti og koma og heimsækja Danaveldi núna í ágúst aðeins þriggja mánaða.

Framundan eru svo Þýskaland og alparnir. Nánar um það síðar....

Kveðjur Ádúa og co.

fredag den 27. juni 2008

Þrumur og eldingar

Við erum að horfa á eldingar og rigningu hér útum gluggann og samt að hugsa um að drífa okkur í útilegu um helgina.

Rosalega var gott að koma heim.

Sigga var að kveðja kennarann sinn í dag. Síðasti skóladagurinn. Allir sorgmæddir og kennarinn felldi tár.

Um síðustu helgi hlupum við Sigga kvennahlaup um morguninn og svo var 17. júní hátíð úti á túni allan daginn og fram á kvöld. Krakkarnir voru málaðir í framan og fengu að hoppa á hoppudýnu.

Jæja best að fara að pakka.

lørdag den 24. maj 2008

Íslenskt símanúmer


Hér er hægt að ná í mig, Auði,
næstu vikur: 659 3922.

Lentum í nótt og erum að ná okkur af menningarsjokkinu.

Er að dást að litlu frænku minni sem kom í heiminn 18. maí.

Læt eina sæta mynd fylgja með af prinsessunni Unnar og BURKNAdóttur.

Kv. Auður.

torsdag den 8. maj 2008

Lítil skemmtileg saga af nýju nágrönnunum

Miklar nágrannaerjur geisa hér nú. Hérna fyrir neðan okkur er flutt nýtt fólk í tvær íbúðir og eru þeir sem búa beint fyrir neðan okkur ekki beint sáttir við okkur. Þeir eiga samt í erfiðleikum með að tala við okkur og hafa hingað til aðallega sent okkur bréf þangað til í gær sauð allt úr.

Fyrst þegar þeir fluttu inn fengum við bréf um að við mættum ekki hlaupa svona mikið um eða færa húsgögnin til. Við reyndum að taka tillit til þessa eins við gátum en ákváðum að svara ekkert þessu bréfi sem virtist svoldið skrítið. Danska aðferðin að skrifa bréf.

Hér fyrir utan er trampólín þar sem krakkarnir af öllu kollegíinu koma og hoppa af og til. Einn morgunin sá mamma Elínar sem á trampólínið að á því lágu brotin og hrá egg. Slóðin eftir þau komu frá íbúðinni fyrir neðan okkur. Hún talaði við þá um kvöldið og samræðurnar æstust mjög. Þau voru farin að hækka róminn og orðnar frekar illar samræður í lokin.

Næsta dag er komið bréf á hjólið hans Björns Orra um að það eigi ekki að vera á miðri gangstétt. Færeyska vinkona okkar hefur sem sagt hleypt þessu öllu aftur af stað og hún sem er að flytja í lok maí. Eiríkur spyr gaurana þegar þeir sjást næst úti hvort það sé frá þeim. Annar þeirra æsist allur við, eins rauður og hárið hans í framan, og er með einhverjar mjög skrítnar ábendingar um að hjólið eigi ekki að vera á gangstígnum. Börnin hér ganga í leikföng hvers annars og við getum engan veginn passað uppá þetta allan tíman. Hann heldur svo áfram að tala um að umgengnin hafi ekkert batnað og börnin eigi bara að vera úti ef þau ætli að vera með læti.

Við reyndum hins vegar að halda ró okkar og hann róaðist niður eftir smá stund og sættist á okkar skýringar sem semingi. Nú er sem sagt lognmolla í stríðinu hér. Í öllum hitanum voru gaurarnir samt búnir að ljúga ýmsu upp á okkur Önnu Maríu og erum við greinilega ekki vinsælar hér. Allir eru mjög hissa á látunum og hafa aldrei vitað annað eins þar sem þetta er nú rómað barnakollegí og fólkið ætti bara að búa þar sem börn eru ekki leyfð. Hinn nágranninn sem býr undir Önnu Maríu gekk á mig um daginn og spurði mig hvort ég reykti og henti stubbunum í garðinn hans því hundurinn væri að borða stubba. Örugglega einhver álogin saga en allt miklu vinalegra. Þegar maður verður fyrir svona árásum þá verður maður svoldið miður sín en núna er þetta bara svoldið skondið.

Svoldið skondið já. Við erum samt ekki í sama pakka og Hallur og Steinunn greyin, held ég, vonandi betra þar núna. Þar mega þau varla tala úti í garði eftir klukkan átta og allir eru í uppnámi, bréf í póstkassann, ekki satt? Æi, Danir og ykkar bréf.

Nú, hér er svoddan veðurblíðan og er bara borðað úti í öll mál, grillað og sólbaðað. Á eftir verður smá krakkahátíð hér. Gróðurinn er svo fallegur núna, allt í blóma, yndislegt. Þetta er besti tíminn til að koma í heimsókn held ég. Smá hint.

Ætla útí meira sólbað.

onsdag den 7. maj 2008

Legó og góða veðrið

Setti inn myndir sem hafa verið lengi á myndavélinni. Höfum ekki verið dugleg að taka myndir.

Börnin og ég vorum í Horsens um helgina í góðu yfirlæti hjá Halli og Steinunni, þar sem var endalaus dagskrá fyrir börnin. Svaka stuð. Löng helgi, frí á föstudaginn í skólunum. Ákváðum að nýta það vel. Eiríkur hefur svo mikið að gera í skólanum að hann fékk bara kærkomið frí frá okkur.
Við fórum í skemmtilegan leikgarð og sund og golf og enduðum helgina á Lególandi. Veðrið lék við okkur allan tíman og sér ekki fyrir endan á því reyndar. Hægt að sjá nokkrar myndir á myndasíðunni: http://picasaweb.google.com/audurbj.

Á myndasíðunni er líka hægt að sjá cirkusmyndirnar af aðalsýningarpíunni og vinkonum hennar. Hún er þessi með græna borðann, lágvaxin og í bol sem stendur ciao bella með grænum stöfum og svo er hún með bleikan húllahring.

Björn Orri er að fara í þriggja ára skoðun á eftir og ég tók bara frí í vinnunni í dag. Ætla að nota fríið í svolítið meira sólbað.

Við erum farin að hlakka mikið til að koma til Íslands.
Sjáumst bráðum.

torsdag den 24. april 2008

Fashion report

Það er gaman að sjá hvað þetta er líflegt heima á íslandi. Almennileg mótmæli með uppþotum og allt. Ég gladdeist mjög yfir þessu þegar ég horfði á fréttatímann, þ.e.a.s. að það væru einhverjir tilbúnir til að veita smá viðnám gegn því sem þeim þykir óréttlátt. Ég hef reyndar samúð með lögreglumanninum sem fékk steininn í hausinn. Seinna í sömu frétt varð ég reyndar fyrir mjög miklu andlegu og menningarlegur áfalli. Þ.e. þegar ég sá viðmælanda titlaðan sem lögreglu mann en klæddan eins og hálvita. Djöfull eru nýju lögreglu búingarnir ljótir. Það er ekki nema von að engin virðing sé borin fyrir laganna vörðum þegar þeir eru klæddir eins og sirkusfígúrur. Það hefði líklega verið tekið meira mark á 5 McDonalds starfsmönnum í fullum vinnuklæðum með túpu af majonesi í annarri og tomatsósu í hinni. Þessir unglingar sem voru að kasta eggjum í lögguna voru augljólega ekki að mótmæla gjöldum á eldseyti heldur lélegri og hallærislegri fatahönnun. Mér er gjörsamlega misboðið eins og þeim. Ef eithvað er þess virði að stofna mjög fjölmenna nefnd um á Alþingi þá er það endurhönnun íslenska lögreglubúningsins (Nefndin gæti heitið Commission of Fashion, Redesigning of Oficer Costume). Ég segi bar haldið áfram að kasta eggjum í þessa trúða, þeir eiga það skilið á meðan smekkvísi þeirra er á svo lágu plani.

Annars höfum við það bara dj.. gott. Hjólaði ber að ofan í skólann í dag í 25°C hita. Sigga og Björn Orri eru að blanda sangrea svo pabbi ofþorni ekki meðan hann leysir nokkur skólaverkefni á sundskýlu útí garði. Svo bíður maður bara eftir tékka frá LÍN til að geta keypt sér meira sangrea og fersk kokteilber.

Kv Eiríkur

onsdag den 23. april 2008

Stóri vaskdagurinn

Var kölluð heim úr vinnunni í morgun eftir aðeins klukkutíma viðveru þar. Þá var Björn Orri búinn að kúka uppá bak tvisvar, sem sagt með niðurgang. Þannig að ég er að fara með þvottinn niður í þvottahús.

Á leiðinni heim, á lestarstöðinni hér í Herlev, var ég stöðvuð af áköfum kynnanda Omega 3 fiskiolíu (Aktive, minnir mig). Verið að kynna nýja danska vöru sem á að vera svo og svo heilsusamleg og koma í staðinn fyrir ef þú borðar ekki nægan feitan fisk og þetta á að gera þetta og hitt fyrir líkamann og ég stóð þarna bara og hlustaði og hugsaði að kannski ætti ég að senda Eirík hingað að skoða þessa merku keppnisvöru við lýsið frá hans fyrrverandi vinnustað. Svo átti ég líka að gefa kettinum og hundinum því þetta er svo náttúrulegt. Loksins eru Danir að koma til segi ég bara. Ég slapp loksins þegar ég sagði að ég tæki nú svona hylki nærri á hverjum degi og jú öll fjölskyldan.

Í gær hitti ég Lindu og Önnu úr Ræsinu. Svaka stuð á okkur. Skrópaði í dönskutíma og ég er enn í böndum að skella mér ekki með þeim til Berlínar. Alltof mikið að gera hjá Eiríki í skólanum. Er hins vegar búin að sjá svaka tilboð til Vimmerby í Astrid Lindgren land, sem ég er líka heit fyrir. Hver er til?

Jæja, þvotturinn bíður.

fredag den 18. april 2008

Bíbb, bíbb

Hef verið mjög löt við skriftir. Mér finnst ekkert merkilegt gerast hér og tíminn lullast áfram. Ég spyr nú líka, er einhver að lesa þetta bull?

Í dag er frídagur, Store Bededag. Sól en kalt. Við ætlum nú samt að nesta okkur upp og fara í skógarferð í Lyngby. Þar hittum við Jenný og fjölskyldu.

Ég fór í tvö foreldraviðtöl um daginn og allt gekk vel. Sérlega með Siggu Höllu. Hún er algjört fyrirmyndarbarn. Mér leið líka betur eftir viðtalið vegna Björns vegna þess að þær segjast vera að vinna mikið með tungumálaskilning og að hann skilji meira og meira með hverjum deginum núna.

Sigga Halla fór í cirkus um daginn og fékk að sitja á fílsbaki. Í næstu viku fer hún einnig í cirkus en þá ætlar hún að æfa sitt eigið cirkusatriði og sýna. Nánar af því seinna.

Eiríkur er búinn að fá vinnu hjá Carlsberg á lager. Reyndar verður hann á næturvöktum en þetta varir bara í tvo mánuði þannig að vonandi kemur hann heill útúr því.

Björn Orri fór í bíó í fyrsta skipti um daginn. Hann var með uppglennt augu og munn allan tímann og það var eiginlega skemmtilegra fyrir mig að horfa á hann en myndina. Hann hélt út næstum til enda en þá klifraði hann uppí fangið mitt og sofnaði því hann hafði misst lúrinn sinn.

Ég er búin að skrá mig í hlaup í september og hleyp með KU. Þetta verða nú bara 5 km og má ganga en ég er að reyna að fara af stað með að æfa mig.

Styttist í að við komum. Við erum orðin mjög spennt. Búin að telja upp alla sem við ætlum að reyna að hitta. Þurfum kannski að sameina eitthvað að heimsóknum og svo hvað við ætlum að gera líka. Sund er ofarlega á óskalistanum og að horfa vel og lengi á fjöllin. Kannski skellum við okkur bara í fjallgöngu. Hver vill með? Svo er auðvitað að borða íslenskan mat og nammi. Ekki hollt að svelta sig svona mikið frá Íslandi, ha? Reynum að koma aftur á þessu ári.

Hér er vorið komið en það er kalt. Eins og veturinn var mildur. Smá vonbrigði.

Í gær var haldið uppá Store Bededagskvæld í vinnunni minni. Við hittumst kl. 18 og borðuðum sérstakt brauð með ostum og pylsum. Ætlunin var að fara út á volden en enginn nennti vegna kulda. Við sungum bara inni í staðinn á nokkrum tungumálum því við erum svo alþjóðleg. Úti á volden á Austurbrú er alltaf haldið uppá þetta kvöld og þar voru fullt af tónleikum. Tivoli var líka með spesdagskrá en það var að opna eftir vetrardvala.

Bið að heilsa.

onsdag den 2. april 2008

Gullkorn

Hugmynd frá þér Hekla.

Úti er svalt og skýjað. Björn Orri er vel klæddur, með vettlinga og allt. Hann segir við mömmu sína þegar hann kemur út: Mamma, mér er kalt á augunum. Langar í sólgleraugu. :)

onsdag den 19. marts 2008

Páskafrí

Gleðilega páska öllsömul!

Hér erum við að stíga uppúr enneinni kvefpestinni. Sól og gott veður en ekki útlit fyrir að við komumst út á morgun vegna þess að bæði börnin eru enn með hita. Í staðinn höfum við það huggulegt innifyrir, horfum á páskadagskrá í sjónvarpinu, föndrum o.fl.

Afi og amma eru nýbúin að vera hérna hjá okkur í viku. Við skruppum meðal annars til Jótlands um helgina, gistum í Horsens. Takk Hallur og Steinunn. Höfðum það mjög huggulegt. Sjá myndir. Svo héldum við áfram að hafa það huggulegt hér í borginni. Voða notalegt að fá afa og ömmu til okkar.

Tvær tennur dottnar hjá Siggu og farið að sjást í fullorðinstennurnar nú þegar, allt á tveimur vikum. Spennó.

Framundan er páskahátíðin sjálf. Ætlum okkur að reyna að fara í skógargöngur, borða góðan mat og páskaegg.

søndag den 9. marts 2008

Við erum væntanleg

Gleymdi auðvitað aðalfréttunum sem eru þær að við erum væntanleg til Íslands 23. maí og verðum alveg til 18. júní. Sigga fær alveg óhemjulangt frí úr skólanum og í óþökk skólayfirvalda en það verður að hafa það bara. Hún á þetta frí skilið.
Þið getið því farið að panta tíma hjá okkur. Hægt verður að hafa samband við okkur með tölvupósti, hér og í símanúmer sem ég auglýsi þegar ég kem til landsins (skelli örugglega frelsisnúmer í símann á flugvellinum í stað þess danska).
Því miður kemur skóladrengurinn ekki með okkur að þessu sinni, verðum bara þrjú á ferð. Er í prófum út maí. Hann kemur vonandi seinna.

lørdag den 8. marts 2008

Vorið komið?

Í dag er svona dagur sem maður trúir því virkilega að vorið sé komið. Sól og hlýtt.
Enda notuðum við tækifærið og fórum í hjólatúr í mosen hér rétt hjá og gáfum öndunum. Svo fórum við á bóndabæ í mosen og hittum ágengar geitur og sáum loðna nautgripi. Klifruðum í trjánnum, þ.e. aðallega börnin. Með okkur voru Elín, Andrea og Júlli pabbi hennar.
Eftir ferðalagið voru allir svo svangir en vildu alls ekki fara inn og við ákváðum að borða úti.
Æðislegur dagur.

søndag den 2. marts 2008

Tannálfar, tannálfar takið eftir!

Sigga er með lausa tönn. Fyrsta lausa tönnin og mikið búið að bíða eftir því. Getur ekki hætt að fikta í tönninni þannig að hún hlýtur að fara að detta.

mandag den 18. februar 2008

Heimsókn til Guðmundar í Firenze

Yndislegri heimsókn er lokið til Guðmundar. Við höfðum það óskaplega gott. Vetrarfrí var hjá Siggu í skólanum og ákáðum við að skella okkur í ferðalag. Gallinn var að við vorum bara tvær og Eiríkur (ekki frí í skólanum) og Björn Orri voru eftir heima. Við Sigga höfðum nóg að gera við að drekka í okkur öll söfnin og staðina að sjá. Við nutum þess líka að fá okkur gott kaffi og kakó á morgnana og svo gelato í eftirmiðdaginn. Guðmundur var góður gestgjafi og sagði okkur svo vel frá öllu að þetta er allt enn ferskt í kollinum á okkur, næstum alveg.
Við afrekuðum að skoða nokkrar kirkjur, fara á Ufizzi listasafn (sjá meðal annars Venus og Flóru og Madonnu í hundruðum útgáfa), fara á carnival í Viareggio, sjá skökku turnana í Bologna, læra smáítölsku, borða ótrúlega góðan mat, fara á safn með fallegum Stradivarihljóðfærum og Davíð sjálfum, kynnast skemmtilegum íslenskum stelpum Láru og Svövu, læra að treysta alls ekki á lestarkerfið á Ítalíu, vera saman mæðgurnar, læra að villast og rata aftur á aðeins mjög fárra fermetra svæði í Firenze og margt fleira en ekki síst að verja yndislegum tíma með Guðmundi. Takk Guðmundur!
Erum annars heima í dag í flensubæli. Sigga er að ná sér en Björn Orri að byrja. Brjálað að gera í skólanum hjá Eiríki nú þegar og ég farin að reyna að plana sumarið. Ætla að reyna að vera þrjár vikur á Íslandi frá 21. maí. Tek skriflegt dönskupróf 20. maí og fer svo í munnlegt í júní. Erum svo að láta okkur dreyma um ferð niður til Þýskalands/Frakklands í sumar í staðinn fyrir fjórðu vikuna á Íslandi sem sagt. Skólinn hennar Siggu fer í sumarfrí um miðjan júní til miðs ágústs en opið verður í frístundarheimilinu. Hef ekki kynnt mér sumarfrí leikskólans þannig að ég á eftir að pússla þessu öllu saman. Eru einhverjar skoðanir á þessu? Séróskir? Vildum auðvitað líka vera í allt sumar á Íslandi en því miður er skóli og vinna og mest peningaleysi að koma í veg fyrir það.

Kveðja,
Auðríkur.

p.s. sjá www.picasaweb.google.com/audurbj
Posted by Picasa

mandag den 11. februar 2008

kvedjur fra firenze

erum her ad lifa lifinu i firenze maedgurnar. vildum bara heilsa ykkur. von er a aedislegum myndum thegar heim er komid. lelegt simasamband hja okkur og tokst ekki ad svara sms fra ommu sigrunu. kemur seinna. allt gott ad fretta semsagt og hofu thad gott. heppin med vedur og mjog gott a karnivalinu i gaer sem var frabaert en meira seinna. erum ordnar svangar.

ciao,
sigga og audur.

tirsdag den 29. januar 2008

Janúar 2008

Jæja, gott fólk. Litli ólátabelgurinn er loksins sofnaður, kl. 23:20. Of seint að fara að horfa á vídeó og engin orka til að sinna nokkrum heimilisstörfum af viti en fannst samt kominn tími til að skrifa eitthvað hér eftir þetta bögg frá Horsensbúum. Líst vel á heimsókn. Alltaf gaman hér.

Ég er á dönskunámskeiði síðan í desember og lýkur því í mars. Mæti samviskusamlega á hverjum þriðjudegi kl. 17:30-20:00. Mér flýgur fram í dönskunni líka. Við erum aðallega að æfa framburð sem er mjög erfiður. Sit með öðrum Norðurlandabúum sem eru reyndar bara Svíar og Norðmenn. Mjög skemmtilegt hjá okkur.

Eiríkur ætlar að reyna að fara á námskeið en hans skóli var bara með námskeið á sama tíma og ég er á þannig að hann býður eftir að fá annan tíma.
Eiríkur er búinn að vera í löngu fríi og er farið að leiðast það svolítið. Held hann hefði átt að kíkja til Íslands bara. Gerir samt gott úr þessu og er kominn með lítinn bisness við að gera hjól.

Við fengum heimsókn um daginn. Halla vinkona og Siggi Valur vinur Siggu komu í helgaferð til okkar. Takk fyrir yndislega helgi. Setti inn myndir á síðuna, www.picasaweb.google.com/audurbj.

Hér er verið að halda fastelavn um og fyrir helgi sem er eins og öskudagur. Allir fara í búninga og slá köttinn úr tunnunni og borða fastelavnsboller. Krakkarnir fara á hátíð í skólunum sínum af þessu tilefni og Sigga á tildæmis að vera eitthvað fyrirbæri úr skóginum, eins og trold eða hexe. Hún hefur valið hexe. Hún kunni svo vel við það á hrollvekjunni. Ætli við bökum ekki íslenskar bolludagsbollur um helgina af þessu tilefni.

Mál málanna er samt að við Sigga erum að fara í stelpuferð til Firenze á Ítalíu á föstudaginn í næstu viku. Við ætlum að heimsækja Guðmund bróður/frænda þar og sökkva í okkur ítalska menningu. Meðal annars er planið að fara á karnivalhátíð í Viareggio sem er lítill bær við ströndina. Svo ætla ég að drekka gott kaffi á hverjum degi og slappa af.

Bið að heilsa ykkur kuldabolum á Íslandi. Vorum næstum búin að kaupa miða til Íslands til að upplifa þetta skemmtilega veður en hættum við vegna kostnaðar og aðallega hræðslu við að lokast hreinlega inni á flugstöð.


Öhhh, god natt,
Auður.

p.s. fyrstu laukarnir eru að koma upp hér.